Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 12
332 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rannsókn á frest og eyddist svo mál þetta. — Séra Ásgrímur þótti bæði skáldmæltur vel og forspár. Margar ágætar vísur eru til eftir hann. Þegar haAi fluttist frá Einarslóni, þá þjón- andi prestur, kvað hann á þessa leið: Hef eg grun um hyggju frón, helzt þá stundir líða, fáir munu frá þér Lón, feitum hesti ríða. Þess má geta að Lón var með fyrstu býlunum, sem lögðust hér í eyði á stríðsárunum. Þá er sr. Ásgrími eirínig eignuð vísan fræga um Hellnamenn: Hjá Hellnurum er siður sá, sem þeir heldri gera: þjófar stela þjófum frá það á svo að vera. Valdimar sagði, að verið gæti, að vísa þessi ætti sér dýpri rætur, því þá var sú saga uppi vestur á Snæfellsnesi, að menn frá Hellnum, Stapa og jafnvel Búðum, hefðu mannað út hákarlaskip eitt gott, siglt því til Bessast'aða, af- greitt sig þar sjálfir og hlaðið af vör- um og átti þetta að hafa gerzt aðfara- nótt jóla. Að morgni mun ránið svo hafa upplýstst og slóðin rakin til sjáv- ar. A Suðurnesjum varð vart við ó- kunnan bát og sást hanrí síðast sigla út flóann í suðvestan rudda með éljagangi og stefndi á Jökul. Komst kvis á. að báturinn mundi hafa verið undan Jökli vestan. Mörgum áratugum síðar á það svo að hafa gerzt í brúðkaups- veizlu á Stapa, að áttræður maður sagði svo frá, að hann hafi verið einn þeirra, sem þátt tóku í ránsförinni. Saga þessi var þó aldrei skráð af eðlilegum ástæðum, en hún hefur orðið lífseig í hugum þeirra, sem búa undir Jökli. En þjóðsaga þessi fær kannski á sig meiri raunveruleikablæ, þegar menn minnast þess, að þeir menn, sem lágu uti á ára- bátum um skammdegisnætur fyrir opnu hafi, létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, enda ætíð á einokunartímabil- inu barizt upp á líf og dauða um hvern munnbita, eins og þegar gráðugur kjó- inn ræðst á kríuna og rænir hana síl- inu, sem hún ætlaði ungum sínum. Eg spurði Valdimar, hvort orðstír séra Asgríms væri ekki enn góður meðal Hellnamanna. Hann svaraði því játandi: — Klerkur hefur ætíð verið stolt okkar Hellnamanna, sagði hann, þó Espólín hafi gefið honum auknefnið „hinn illi“. En alþýðan hefur ætíð látið hann njóta sannmælis, enda auðsæ tryggð hans til sóknabarna sinna, þrátt fyrir það sem á milli bar. Hann hafnaði oft góðri stöðu utaplands sem innan, því hann kunni vel með tignum mönn- um að vera, ef því var að skipta: „Hvað yrði þá um mín syndugu sóknarbörn vestur undir Jökli“, hafði hann sagt, þegar honum var boðin betri staða. Ásgrímur Hellnaprestur er orðin þjóðsagnapersóna á Snæfellsnesi. — Dr. Páll Eggert Ólason segir m. a. um hann í íslenzkum æviskrám, að hann hafi orðið heldur óþokkasæll hjá sókn- arfólki sínu, því hann hafi staðið í ill- indum við marga. Hann var dæmdur frá prestskap 1793 fyrir að hafa gefið saman hjón ólöglega, gegn banni sýslu- manns. Hann fékk uppreisn tæpum áratug síðar og var prestur í Breiða- vikurþingum til dauðadags, en þó gekk á ýmsu eftir að hann tók aftur við embætti, t. d. var hann dæmdur frá kjól og kalli, en sýknaður í Khöfn. „Síra Ásgrímur hefur verið ertinga- samur og deilugjarn“, segir dr. Páll, „og orðið því illa þokkaður, en margt var þó vel um hann“. Síðan fór Valdimar að tala um sjó- sóknina í gamla daga. Hann sagði að það hefði verið mikil raun að liggja frammi í Djúpi yfir hákarlinum um dimmar vetrarnætur: — Þarna hefur oft mátt litlu muna, þetta er fyrir opnu hafi, en illt sóknar á litlum bátum, því engin lending er úr því sleppur Hellnum fyrr en á Sandi. Þarna er mikill brimrass sunnan við nesið, klettótt og skerjótt. Það verður að forðast landið úr því komið er vest- ur fyrir Hellnanes. Það er ekki að flú fyrr en inn á Sandi, ef maður ekki nær heim. Við náðum alltaf heim, þegar eg reri, nema í eitt sinn, þegar við gátum ekki lent á Hellnum fyrir brimi. Það var vorið 1936: Hann var á suðaustan, sem er versta áttin, og versnandi veð- ur. Gunnar bróðir minn var formaður á bátnum og við vorum fjórir á. Hann leitaði til okkar, hvað gera skyldi. Eg vildi andæfa og bíða þangað til félli út, því við töldum ekki fært inn á Stapa. Allir bátar voru komnir þangað við illan leik. Við áttum dufl á legunni. Það varð úr að við fórum að duflinu og lögðumst við það. Svo fer eg og annar maður að tala um, að ekki sé þorandi að liggja þarna, því bátinn geti rekið upp á skerið. Þá snarar sér maður að nafni Páll Sigurbjörnsson aftur í og segir formanninum að setja vélina tafarlaust í gang, því það séu aðeins örfáar bátslengdir upp í skerið og brimgarðinn. Skipti það engum tog- um, að legufærið söng í sundur, áður en vélin hafði tekið áfram, og bátnum sló flötum. Munaði minnstu að okkur ræki upp á skerið og hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum. 1 fum- inu fórst fyrir sú hyggilega ákvörðun að slóa þarna fyrir framan, þangað til út félli og slægi á brimið. Tefldum við þá á tvær hættur og lögðum inn á Stapa. Það var slembilukka að við skyldum komast heilir í höfn, því all- staðar voru óhreppandi ólög í kring og munaði litlu að við færum niður. Þegar við vorum rétt sloppnir inn und- ir Arnarklett og áttum örskammt eftir, tók sig upp vont rið undir bátnum, en Gunnar stýrði vel, var samt ekki nógu fljótur að slá af, svo hún tók bátinn og hljóp með hann góðan spöl. Þá sást ekkert nema heiður himinn og brekk- an allt í kring og óskiljanlegt, að hann skyldi ekki fylla, en þetta var listagóður bátur og hristi vel af sér. Eg spurði Valdimar að lokum, hvort hann hafi ekki orðið hræddur í volk- inu? Hann svaraði: — Nei, eg var ekkert hræddur. Mér hefur alltaf fundizt tignarlegt að deyja í sjó. Eg stóð með fötuna í hendinni og velti því fyrir mér, hvort hafa mætti af henni nokkurt gagn úr því sem komið var. Eg ætlaði samt að halda í hana hvað sem tautaði, — en sennilega hefði maður nú þrifið í bátinn ef —. M. Búðarþjónn: Konurnar eru alltaf að tala um hvað þetta og þetta hafi verið ódýrt hér áður. Hvað á eg að gera? Húsbóndi: Þú skalt reka upp stór augu og segja, að þú hefðir sízt haldið að þær væri svo gamlar að muna eftir þessu. ----o---- Hann kom heim eitt kvöld og sagði l^onu sinni, að hann-hefði keypt sér heyrnartæki. — Hamingjunni sé lof, sagði konan. Þetta hefi eg verið að segja þér að gera seinustu átta árin. Þá hló hann og sagði: — Nú, það var þá þetta sem þú varst alltaf að tala um!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.