Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Síða 6
326 LESBÓK MORGIJNBLAÐSTNS Dr. Zivago „skiptir engu máli fyrir okkur" Eftir Arthuro Valente EINS og búizt var við, var ein af spurningunum, sem fréttamenn lögðu fyrir verzlunarmálaráðherra Sovétríkjanna, Anastas Mikoyan, er hann var á ferð í Bandaríkjun- um snemma árs 1959, um hina rnargumtöluðu skáldsögu Boris Pasternaks, Dr. Zivago. Svar Mikoyans við spurningunni um það, hvort þessi heimskunna bók yrði nokkurn tíma gefin út í Sovétríkjunum, var afar einfalt: „Hún skiptir engu máli fyrir okk- ur“. Frá sjónarmiði stjórnarinnar og flokksins var þessi yfirrýsing Miko- yans vafalaust sönn, þar eð þegar hafði verið kveðinn upp sá úr- skurður, að Dr. Zivago væri ekki hæfilegt lestrarefni fyrir íbúa Sovétríkjanna og annarra svæða, er lytu áhrifum þeirra. En fáeinum mánuðum áður höfðu talsmenn sovézka kommún- istaflokksins gefið áþreifanlega í skyn, að þeir teldu „Dr. Zivago“ skipta ákaflega miklu máli. Þetta var síðla árs 1958, þegar úthlutun bókmenntaverðlauna Nóbels til Boris Pasternaks varð til þess að hafin var herferð landshorna milli í Sovétríkjunum til þess að ófrægja bókina og höfund hennar. Með tilliti til þeirrar afstöðu sovézku yfirvaldanna, er síðar kom fram, þess efnis, að Dr. Zivago og Bpris Pasternak væru óverðugir þess, að um þá væri rætt af alvöru, væri ef til vill ekki úr vegi að íhuga, hvaða ástæður eru til þess, að kommúnistaflokkurinn óskar þess að þvo hendur sínar algerlega af þessu máli. Árið 1956, löngu áður en Dr. Zi- vago varð metsölubók um heim allan, var handrit Boris Pasternaks lagt undir mælikvarða bókmennta- og lístastefnunnar, sem ræður lög- um og lofum í menntaheimi Sovét- ríkjanna, „hins kommúniska real- isma“. Þegar ritstjórar bókmenntarits- ins Novy Mir, sem geíið er út mán- aðarlega í Sovétríkjunum, höfðu grandskoðað handritið fyrir hönd flokksins, sögðu þeir, að bæði andi sá og efni, sem birtist í heildarlýs- ingu Pasternaks á lífi manna í Rússlandi, fyrir, kringum og eftir bolsévikabyltinguna, væri hneyksl- anlegt. Þeir sendu Pasternak bréf, 10.000 orð að lengd, þar sem útgáfu bók- arinnar var vísað á bug. Þar segir m. a: „Það sem við gátum ekki sætt okkur við í skáldsögu yðar, er hlutur, sem hvorki útgefendur né

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.