Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 328 undir vopnum, þreyttan, svangan og svefnlausan, þangað til orustan hófst næsta dag, en þá var svo af mönnum hans dregið, að viðnám þeirra var í molum. Alexander lét hermenn sína aftur á móti borða góða máltíð og hvíl- ast rækilega að venju. Sagt er, að hann hafi sjálfur vakað um nóttina með nokkrum mönnum sínum, þar á meðal Parmeníón, sem hvatti hann að ráðast til atlögu um nóttina, því erfitt yrði að vinna bug á svo fjölmennum her dag- inn eftir. „Félagarnir“ hvöttu hann líka til að láta til skarar skríða og gera næturárás á Persaherinn, en Alexand- er gerði sér grein fyrir áhættunni, sem því væri samfara og svaraði aðeins: „Eg ætla ekki að stela frá mér sigri mín- um“. Þetta var 1. október 331 f. Kr. Herlið Dariusar var miklu fjölmennara en lið það, sem Alexander hafði haft við Issos og enginn vafi er á að Grikkir og Makedóníumenn hafi verið mun fá- liðari. Þegar orustan var byrjuð, lam- aðist Darius af ótta, og flýði eins og fætur toguðu fyrstur sinna 'manna. Reyndi hann að gera uppreisn í austur- hluta írans gegn yfirráðum Alexanders, en nokkrum mánuðum síðar var hann myrtur af frænda sínum, Bessus prins af Baktríu, sem persneskur dómstóll krossfesti nokkrum árum síðar eftir skipun Alexanders. Alexander lét búa líki Dariusar virðulegan hvílustað. Darius fær þann vitnisburð hjá sagn- fræðingum, að hann hafi verið heldur ljúfur maður og allvel þokkaður af þegnum sínum. Það er ekki erfitt að gera sér í hug- arlund, að Alexander hafi verið glaður mjög, þegar hér var komið sögu. Hann hafði gersigrað erkifjanda Grikklands og stjórnaði nú fyrsta heimsveldi sög- unnar. Til þess að heiminum mætti verða ljóst, að Persaveldi væri lagt að velli og gamalt skipulag yrði látið víkja fyrir nýju, lét hann brenna höll Darius- ar konungs í Persapolis þrátt fyrir and- mæli Parmeníons. Hefur hann verið minnugur þess, hvernig Xerxes kon- ungur og menn hans fóru með hofin á Akrapolishæð á sínum tíma. En nú gerðist það, sem virðist óum- flýjanlegt í lífi manna. Það tók að halla undan fæti fyrir hinum sigursæla makedóníska herkonungi. Þjóðernis- hreyfing í Norðaustur-Iran, undir stjórn Bessusar prins eða Artaxerxes IV eins og hann nú kallaði sig, varð honum þung í skauti. En hitt var verra, að Filotas gerði samsæri gegn Alexand- er. Andúðin gegn konungi hafði magn- azt meðal Makedóníumanna, sem var þyrnir í augum, hversu persneskur Alexander var orðinn í háttum, eins og sjá má af því, að hann gekk í persnesk- um klæðum og hafði auk þess lært mál hinna nýju þegna sinna. Filo- tas, sem var æskuvinur Alexanders, var sonur Parmenions og var sú ætt göfug og gömul og hafði ætið barizt fyrir málstað Filippusar og Alexanders, sonar hans. Parmenion hafði fallið í ónáð hjá Alexander á leiðinni um Asíu- lönd og tveir af bræðrum hans látizt. Þegar upp komst um samsæri Filotas- ar, var hann leiddur fyrir herrétt og játaði að hafa stofnað til samsæris. Var hann þá tekinn af lífi á þann hátt, að hermenn konungs skutu spjótum í gegnum líkama hans. Alexander sendi síðan boðskap til hershöfðingja sinna í Ekbatana og skipaði þeim að drepa Parmenion —'og segja sagnfræðingar, að það hafi verið dimmasta stund í lífi hans, þegar hann tók þá ákvörðun. I augum seinni tíma manna var hér um morð að ræða. En þess ber að gæta, að í lögum Makedóníumanna sagði fyrir um, að ættingjar þeirra sem reyndu að gera samsæri gegn konungi yrðu einnig A,t-’Va Parmeníons var þvi lögleg, þó hún haíi verið ómannúð- van á því, að Alex- ander hefur tekið sér mjög nærri að þurfa að láta sin» gamla vin kenna á valdi sínu. Vorið 329 f. Kr. fór Alexander yfir Framh. á bls. 336 Darius og Alexander í orustunni við Issos. tlr frægri mosaikmynd frá Pompei,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.