Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 331 Stufí samtal við Valdimar Kristófersson: „ÉG STÓD MEÐ FÖTUNA I ANNARI HENDI.................." EKKI alls fyrir löngu kom upp á skrif- stofur Morgunblaðsins bóndi vestan af Snæfellsnesi, Valdimar Kristófersson, að nafni. Hann er bóndi á Skjaldar- tröð undir Jökli, en þar hafa þeir lang- feðgar búið í fjóra liði. Valdimar er sérkennilegur á margan hátt, en skemmtilegur og kann frá ýmsu að segja. Hann er minnugur vel, en sér ekki allt sömu augum og aðrir og ekki hefur hann verið vanur að binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn- irnir. Eg rabbaði stundarkorn við Valdi- mar Kristófersson og fer brot af þessu samtali hér á eftir. Valdimar sagði, að faðir hans hefði þótt maður skýr og fróður um gamlar sagnir, enda haft af þeim mikið yndi. Hann hét Kristófer Ólafsson, sonur Ólafs bónda Ólafsson- ar frá Skjaldartröð, en Ólafur þessi var „einn meðal hinna nýtari Jökla- manna“, eins og Einar Þorkelsson segir um hann í dálitlum þætti, sem hann mér. Eg er fílhraustur. En ef eg yrði lasinn, þá haltu mér ekki heima fvrir alla muni. Komdu strax á spítalann“. „Talaðu ekki svona, Júrotsjka. Guð gefi þér góða heilsu. Hvers vegna að hrópa á ógæfuna?“ „Mundu það, að ekkert heiðarlegt fólk er eftir, og engir vinir. Þvi síður neinir sérfræðingar. Ef eitthvað kemur fyrir, þá treystu engum nema Pitsjusj- kin. Það er að segja, ef hann verður þar enn. Ertu vakandi?“ „Djöflamergirnir fengu ekki nógu mikið kauþ, þess vegna fóru þeir. En nú eiga það að heita tilfinningar og ættjarðarást. Maður mætir þeim á göt- unni, og þeir taka varla i höndina á manni, sperra bara upp augabrúnina og segja: „Nú, vinnið þér fyrir þá?“ Þá segi eg: „Eg geri það. Og ef yður er sama, þá er eg stoltur af skorti okkar og ber virðingu fyrir þeim mönnum, sem leggja hann á okkur“. hefur af honum ritað. Ólafur var sonur Ólafs hreppstjóra á Brekkubæ á Hellis- völlum og síðar á Skjaldartröð Illuga- sonar hreppstjóra í Einarslóni og var systir Ólafs hreppstjóra Kristín Illuga- dóttir, sem kölluð var Melabúðar- Kristín. Hana átti Sigurður skáld Breiðfjörð, eins og frægt er orðið. I biðilsbréfi sínu til hennar sagði skáldið meðal annars: „Líkt og flugan loftsins heita langur vetur þegar dvín, minn vill hugur löngum leita, linna fleta sól, til þín“. Ólafur hreppstjóri drukknaði 1848 ásamt Friðriki syni sínum og þremur mönnum öðrum. Þá var Ólafur afi Valdimars 19 vetra og tók við bústjórn á Skjaldartröð með móður sinni. Hann var hagleiksmaður og stundaði báta- smíði alla daga, þegar milli var há- karlaleganna hjá honum á vetrum. Valdimar bóndi sagði, að þau Kristín og séra Ásgrímur Hellnaprestur Vig- fússon (1758—1829) hefðu oft eldað grátt silfur saman í kveðskap. — Kristín var ráðskona hjá Jóni ríka í Melabúð og áttu þau börn saman, þó ógift væru. Þetta mislíkaði presti og vandaði um við þau. Þannig hófst mis- klíðin. Prestur ásakaði Kristínu fyrir lauslæti í hjúskap, en hún prestinn fyrir drykkjuskap og aðra óreglu og var engu hlíft í þeim vopnaviðskiptum. En mest af þeim kveðskap, sem af þessu spannst, hefur nú gleymzt. Þó man eg eftir vísu um maddömu Sigríði, konu prests, sem eignuð var Kristínu. Hún er svona: Auðgrund hét á aumingjann, ef eignaðist prestinn laka, síðan hún fékk þann svarta mann, Sigga — nefnist — kaka. Maddaman var kölluð Sigga kaka, eins og af vísunni má sjá. Hún þótti blóðnísk, en prestur höfðingi hinn mesti. — — Þeir voru ribbaldar þarna undir Jökli í gamla daga, hélt Valdimar áfram: — O, þegi þú nú bölvuð kakan, sögðu þeir við maddömuna: — O, það er alveg sama. Eg má segja satt, sagði hún þá. Faðir minn talaði jafnan með virð- ingu um séra Asgrím Hellnaprest. Hann hafði heyrt honum lýst sem glæsilegum gáfumanni, að vísu talinn héraðsríkur og óvæginn, þegar því var að skipta og stórbokkar eða danskir áttu í hlut. En alþýðuhylli naut hann meiri en ýmsar bókaðar sagnir benda til, eftir því sem faðir minn hermdi mér. Á þessum stöð- um var lengi mikil fátækt, enda hafa Snæfellingar sjaldan fitnað um fingur af þeim opinberu fjánum. Faðir minn sagði mér ítarlega frá málaferlum séra Ásgríms og tildrögum þeirra, en eftir því sem eg hef síðar séð og heyrt í ræðu og riti, finnst mér jafnan ómak- lega hallað máli fyrir presti, sem átti sínar hendur að verja. Hann átti jafnan í útistöðum við dansklundaða valds- menn og handbendi þeirra, en var oft hlífiskjöldur fátæklinga. Um það bera munnmæli ótvírætt vitni: I tíð séra As- gríms bjó að Hellnum bláfátækur þurrabúðarmaður í Þórubúð svonefndri og eru tóttir hennar enn uppi stand- andi. Maður þessi, sem eg held hafi heitið Gunnlaugur, var hlaðinn ómegð. Sá grunur lá á, að hann hefði gerzt sek- ur um sauðaþjófnað, og var nú ákærð- ur fyrir það og einnig fyrir að hafa hnuplað fiskneti úr hjalli eins efna- mannsins þar á staðnum. Var Gunn- laugur þessi nú í miklum vanda stadd- ur sökum grunsemdanna um sauða- þjófnaðinn, og óttaðist, að hann yrði annaðhvort fangelsaður eða píndur til sagna og síðan sendur á Brimarhólm. Vinir hans ráðlögðu honum að leita fulltingis séra Ásgríms. Gáfu þeir Gunnlaugi flösku af brennivíni, sem hann skyldi gleðja prest með og greiða sín erindi, því mikið lá við. Séra Ás- grímur þáði flöskuna, bað hann bíða atekta, og hægðist nú Gunnlaugi við undirtektir prests. A þingstað í Brekkubæ, þegar mál hans var tekið fyrir, var þar til andsvara séra Ás- grímur og mælti eitthvað á þessa ieið: „Það get eg sagt ykkur öllum, sem hér eru nærsaddir, að hann Gunnlaugur er ekki hót sekari en þeir hinir, sem hann vilja nú kæra, því við erum allir þjófar Hellnamenn, ef út í þá sálma er farið. Kann þó margt fyrri til að bera en við séum allir dæmdir og straffaðir". Sýslu- manni sýndist hér illt í efni, skaut

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.