Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Qupperneq 7
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS 327 höfundur geta breytt með úriell- ingum eða breytingum . . . Andinn í skáldsögu yðar ber vott um, að þér viðurkennið ekki sósíalista- byltinguna (kommúnistabylting- una)“. Þó að bréfið væri furðanlega hógvært miðað við síðari árásir flokksins á Pasternak, þá leið lang- ur tími, þar til það var birt í bók- menntaritinu Literary Gazette, og varð það til þess, að margir itan Sovétríkjanna, sem lesið höfðu Dr. Zivago, fóru að glugga aftur í bókina. Hvað var það eiginlega í henni, sem angraði kommúnistana svo mjög? Það kemur ýmislegt fram í sög- unni, sem fulltrúum kommúnista- flokksins hlýtur að hafa fundizt æði óviðeigandi, auk þess sem höf- undur fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar á hlutverki ein- staklingsins og rétti hans til þess að hugsa frjálst. Hér verða sýnd nokkur dæmi þess: „Já, það lítur út Jyrir, að ég verðl að segja upp vinnunni. Það er allt- af sama sagan — hún endurtekur sig aftur og aftur. Fyrst er allt í bezta lagi. ,Vertu velkominn. Við fögnum góðri, heiðarlegri vinnu, við fögnum hugmyndum, einkum nýjum hugmyndum. Hvað gæti glatt okkur meir? Leystu af hendi verk þitt, keppstu við, haltu áfram'. Svo kemst maður að raun um, að það sem þeir eiga við með hug- myndir, er ekkert nema orðin tóm — áróðursbrella til að veg- sama byltinguna og stjórnina. Eg er orðinn dauðþreyttur á þessu. Þetta á alls ekki við mig“. „Marxisminn byggir á of ó- ákveðnum grundvelli til þess að hann geti verið vísindi . . . Það er meira jafnvægi, meira hlutleysi í vísindum. Eg þekki enga hreyfingu, sem snýst meir um sjálfa sig og er fjarlægari staðreyndunum en marxisminn“. „Samband hans (Strelnikovs) við bolsévika byggist á tilviljunum. Á meðan þeir þurfa hans við, umbera þeir hann .. . Þegar sú stund kem- ur, að þeir þurfa hans ekki lengur við, kasta þeir honum fyrir borð miskunnarlaust og fótumtroða hann eins og þeir hafa gert við aðra hernaðarsérfræðinga“. „Til þess að hylja mistök með öllum þeim ráðum, sem ógnar- stjórn hefur tiltæk, er nauðsynlegt að kenna fólki að hugsa hvorki né dæma, þröngva því til að sjá það sem ekki var til og sanna, að það sem allir gátu séð, væri ekki til“. „Stærsta bölið og upphaf ógæf- unnar var það, að menn glöt- uðu trúnni á verðmæti eigin skoð- ana . . . Við héldum, að það væri nauðsynlegt að syngja saman í kór og nærast á óvéfengjanlegum hug- myndum, sem gerðar eru eftir for- skrift yfirvaldanna“. „Hugmyndin um þjóðfélagsum- bætur, eins og hún hefur verið skilin frá því í októberbyltingunni, fyllir mig ekki eldmóði. Því fer fjarri, að verið sé að framkvæma hana, og talið um hana eitt saman hefur kostað slíkt blóðhaf, að ég er ekki viss um, að tilgangurinn helgi meðalið". „Þannig er í pottinn búið, að flestir okkar verða að lifa tvöföldu lífi, hvíldarlaust og kerfisbundið". „Borgaralegar stofnanir ætti að reisa á lýðræðisgrundvelli; þær ættu að vaxa upp frá rótum . . . Það er ekki hægt að reka þær niður með hamri eins og girðingastaura“. „Lífið er ekki efni, kjarni, sem hægt er að móta. Lífið fylgir lög- máli sjálfs-endurnýjunar; Það er sí og æ að endurnýja sjálft sig og endurskapa, breytast og ummynd- ast. Það stendur óendanlega langt fyrir ofan hjákátlegar kenningar þínar eða mínar um það“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.