Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Side 4
£24 T ESBÓK MORGTJNBLAÐSINS Alexander hóf för sína til Asíu vorið 337 f. Kr. Hann var þá 22. ára gamall. Mörg teikn voru sögð á himni og sú frétt barst út, að mynd af Orpheusi, sem skorin var út í viðarbol, væri byrj- uð að svitna. Flestir óttuðust þessa jarteikn, en hinn ungi konungur lét það ekki á sig fá og hélt vigreifur út í óvissuna. Darius III., hinn mikli Persa- konungur, leit svo á, að hann væri upp yfir það hafinn að skipta sér persónu- lega af þessum „heimska dreng“ frá Grikklandi eins og Demoþenes hafði kallað hann. Hann lét aðstoðarmenn sína í Litlu-Asíu um það. En þegar þeir höfðu verið gersigraðir við Granikus- óna, varð honum ekki um sel og safnaði um sig 100 þúsund manna herliði. Þá var Alexander við Paxus og hafði lagt undir sig alla Litlu-Asíu. Hann vissi, að Darius, erkióvinur hans, var ein- hversstaðar í Sýrlandi. Þar mættust svo hersveitir þeirra nokkru síðar við Issos (333 f. Kr.) og flýði Darius í byrjun orustunnar, enda var hann jafnhuglaus og einræðiskenndin risti djúpt í hon- um, að því er sagnir herma. Eftir or- ustuna var Alexander sagt, að meðal fanganna væri móðir, kona og tvær ógiftar dætur Dariusar, og héldu þær hann dauðan. Alexander kallaði þær fyrir sig og sagði þeim, að Darius væri á lífi og þær þyrftu ekki að óttast sig. Lét hann menn sína sýna þeim fyllstan sóma og sagnfræðingum ber saman um, að ekki hafi hann gerzt nærgöngull við neina þeirrg, eins og sigurvegurum hætti til á þessum tímum. Kona Dariusar var álitin fegursta kona í Asíu og fegurð hennar þótti í frá- sögur færandi. Nokkrum árum síðar giftist Alexander annarri dótturinni. Persneskar konur eru augnayndi. á hann eitt sinn að hafa sagt. Eftir bví sem bezt verður vitað, var Alexander óvenju skírlífur maður. Hann drakk dálítið og þá einkum í því skyni að kasta af sér grímunni og kynnast fé- lögum sínum og veita þeim greiðan að- gang að sínum innra manni. Hann þoldi illa að vera einangraður frá mönnum sínum, en ekki hefur þeim alltaí fallið hann jafnvel í geð, því stundum gat hann tekið upp á því að gorta yfir sigrum sínum, og ekki ósjald- an þótti vinum hans skapið hlaupa með hann í göngur. Þó hélt hann aftur af sér eftir beztu getu, agaði sjálfan sig og var yfirleitt hæverskur í daglegri umgengi. Hann vissi, að oft er erfið- ara að sigra sjálfan sig en aðra og lagði mikið á sig til að það mætti tak- ast. Eins og áður er sagt, náði Alexander Egyptalandi á sitt vald án þess að kæmi til orustu. Þar lagði hann grund- völlinn að Alexandríu og var hún fyrsta stórborgin af sjötíu, sem hann grundvallaði á þessu ferðalagi sínu, og eru þær margar hinar blómlegustu enn í dag. Hann ætlaðist til, að Alexandría yrði miðdepill verzlunar og menningar við sunnanvert Miðjarðarhaf. Skyldi hún taka við hlutverki Tyrusar, sem var eyborg undan Sýrlandsströndum. Ævintýraþráin rak nú Alexander í könnunarleiðangur um Líbyueyðimörk, en her hans var í Alexandríu á meðan. Ekki löngu síðar þótti hinum unga kon- ungi nauðsynlegt að ganga enn til atlögu við Darius Persakonung og stefndi nú her sínum austur að Tigris- fljóti, þar sem fylkingunum laust sam- f"i borgina Arbela og er orustan kennd við hana. Darius var kvíðinn og c ...w. og bjóst við skyndiárás um nóttina og lét því her sinn veræ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.