Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 3
a lestinni Hannes Pétursson HEIMKYNNI VIÐ SJÓ Lambhúsatjörn er jafn blá og blátt getur orðið. Selskarðstúnið eins grænt og guð lætur sjást. ■ Hestur þar svo fifilbleikur að framar kemst enginn hestur. Himinninn vfir jafn skær og himni er veitt, í veðurnæmu landi. Sífellt ber eitthvað annálsvert fyrir sjónir. Kjalrák í grjóti. Kvika. Már yflr djúpi. Þönglar og söl. Svalvindur utan af Flóa. I mýrum fyrir ofan sjást moldargarðar við skurði. A túnum fyrir ofan er taðan sólþurr i flekkjum. Sjavarströnd! Stundirnar líða bláar eins og hafið brúnar og grænar eins og sveitin. Þessar fjörur sem ég geng eru Furðustrandirnar mínar. Tvö Ijóö úr nýrri Ijóðabók Hannesar, sem út er komín hjá bókaforlaginu löunni. Bókin er samfelldur Ijóöabálk- ur, hvert Ijóö auökennt með númeri og eru tvö eftirfarandi númer 39 og 40. en þeir flýta sér aö lyfta því á hjólatík; síðan gefur hann þeim meö sama hætti merki um hvert skuli ekið og geingur sjálfur í snoörænu af þeim mjög hægfara, hnitmiö- uöum skrefum sem aldrei fipuöust í taktinum, og samt altaf einsog dálítið annars hugar, augnaráðiö hvílandi í fjarska ofar stund og stað. Þegar flutningurinn var kominn í réttan áfanga brosti hann ögn utanvið sig ofanúr skýum sínum í viður- kenningarskyni og gekk áfram leið sína með tignu yfirbragði og upphafinni ró sem ekki hefur sést á járnbrautarstöðvum Norðurálfu síðan. Og hvað gerðu þessir snareygu ítölsku facchini sem eru einsog aörir menn á hnotskóg eftir eyrinum? Hlupu þeir kanski óðir og uþpvægir á eftir honum og æptu, signore signore pagare pagare? Nei ekki aldeilis. Þeir stóðu límdir viö stéttina og horfðu slappir á eftir þessum ógnarlega manni. Loks kinkuðu þeir kolli hver framaní annan einsog Ijós heföi runnið upp fyrir þeim — í því landi þar sem menn vita hvað mikilmenni er. Þeir stóðu þar enn og göptu og góndu á eftir fyrirburðinum þegar sögumaður minn sá síðast til. Annað höfðu þeir ekki fyrir snúð sinn. En þeir höfðu séð Ágústus keisara endurborinn. Eggert í „Ljónagryfjunni" sem svo var nefnd. Skömmu eftir að hann kom til New York í fyrsta sinni bar svo til einn dag að hann sá fyrir sér þokkalegt hótel þar í götu einni breiöri og fjölfarinni. Nafn þess reyndist vera Waldorf-Astoria. Hann geingur inn og síðan upp riöið í forsalnum án þess að líta til hægri eða vinstri, og sjá glöggir verðir af fasi þessa manns að hér er hans staöur og hneigja sig fyrir honum úr hæfilegri fjar- lægð í vissu þess að fylgdarliö hans og aðjútantar séu á næstu grösum. Gesturinn skoöar sig vel um bekki og standa stélin á þjónunum útí loftiö hvar sem hann stígur fram; þó líkar honum einginn salur með öllu fyren hann er staddur í þeim sem líkir eftir Norðurlöndunum meö víkinglegum útskuröi og drekaskrauti. Þar býst hinn tigni gestur til að sitja. Nú drífur að þjónalið að taka við hatti og frakka; hið ameríska leysíngarvatn er borið fram og séffinn breiðir úr matseðlinum á borðið, en þeir „seðlar“ bera svip af stórblöðum heims- borgarinnar, margar stórar blaðsíður meö flóknu prentmáli þar sem hlemmiglásir á frönsku halda þrósessíu upp og ofan dálka. Eggert Stefánsson rennir augum úr mikilli hæð ofaneftir þessari upptalningu mann- fagnaðar sem mestur verður í heimi, og þjónarnir standa kríngum borðið með blýanta og þaþpírsblakkir á lofti reiðubúnir að skrifa upp krásirnar, einn átmatinn, annar vínin, og svo framvegis. En þá leggur Eggert Stefánsson frá sér matseðilinn með ofurlitlum flökurleikamerkjum en þó virðu- lega, segir síðan meö náðugu brosi: Einn molakaffi, gerið svo vel. Það var gaman að vera með svona frægum manni í London, manni sem allir rýmdu til fyrir og hneigðu sig djúpt. Þó var þaö aukaatriöi hjá hinu, aö Ijúfari og hugkvæmari gáfumann var ekki hægt að eiga að félaga, né jafn sífeldlega sunnu- dagslegan gestgjafa og veislugest. Það fylgdi honum sólskin og viðhöfn og hátíð og andleg heldrimennska hvar sem hann kom og hversu oft sem hann hittist og hann var ævinlega heiður þess manns sem samneytti honum. Eggert Stefánsson giftist úngur glæsi- legri konu ítalskri af ættum stóriðjuhölda og áhrifamanna þar í landi en þau skildu í aldarfjórðúng eftir brúðkaupið nema hitt- ust endrum og eins á ferðalögum hér og hvar í heiminum. Á silfurbrúökaupsdaginn sinn mæltu þau sér mót í Reykjavík, hún kom úr Róm, hann úr New York, og héldu brúðkaupsveislu meö fjölmennum hópi vina og velunnara og skildu síðan aungvan dag upp frá því í tuttugu ár meðan bæði lifðu. Þau gerðu bú sitt í smábæ á Norðurítalíu, Schio, skamt frá Vicenza. Ég skrifaði áðan aö Eggert Stefánsson hefði verið slíkur maður að það var sunnudagur að hitta hann. í raun réttri var hann sonur sólarinnar einsog keisarar í Kína og Japan og slíkum stöðum. Um jólaleytið 1936 þegar við vorum samtíða í London töluðum við mart um sólina og afréðum að gera uppfrá því merki í almanakinu hvor hjá sér 21. desember ár hvert þegar þessi sérkennilegi himna- kroppur snýr við og kemur aftur. Það kom uppúr dúrnum að sóldýrkun var báðum okkur ásköpuð. Uppfrá því ijerðum við okkur ævinlega dagamun ef svo bar til að við áttum samdvöl í einhverri borg á vetrarsólhvörfum. Væri lángt á milli send- um við hvor öðrum heillaskeyti á viðhafnar- eyðublöðum símans 21. desember. Á Þorláksmessu kom Lelja sunnanaf ítalíu í fallegu loðkápunni sinni til að halda jólin. Þau bjuggu þar sem hét á Manhattan hóteli. Stiginn upp til þeirra var mjór og lángur. Það var kalt uppi hjá þeim. En hvar sem þau voru bæði saman, þar var renisanshöll. Lelja gaf mér í jólagjöf vélrænan stút til að setja á flösku svo hægt væri að hella úr henni án þess sullaðist. Síðan tóku þau mig með sér í jólaveislu sem þau voru boðin að sitja á aðfánga- dagskvöld hjá gamalli hefðarfrú sem hét, ef mig misminnir ekki, lafði Wolseley. Við þrjú og þrófessor nokkur frá Oxford vorum alt sifjalið laföinnar á jólum. Þetta var sígildur enskur jóladinner stórbrotinn, bæöi með steiktum kalkún og þeirri skyldugu rúsínu- köku sem hefur verið geymd í tusku eins og kjalarneskjúka síðan á jólunum í fyrra; og vínfaung sem best mátti kjósa. Lafðin var svo orðljót og illkerskin í tali að unun var á að heyra. Það mátti einu gilda á hvað var minst, kóngafólkið, brigadérana, þá sem sátu í parlamentinu, franska menn- íngu, götusóparann í South Kensington, — hið gamla góða íslenska svartagallsraus gilti um alla jafnt: ilt er það alt og bölvað, skítt veri með það og svei því. Einsætt var að laföin hafði afráðið að bölva og ragna út öll jólin. Þaö var mikil tilbreytíng í því að fara svona rækilega á mis við jólasveininn í eitt skifti og viö vorum öll í sjöunda himni. Nú datt mér í hug að kanski mundi lafðin kunna aö meta íra að veröleikum, því þeir eru fullir af b I a r n e y einsog einglend- íngar segja, og ekki altént par fallegir í munninum. Og átti ég ekki kollgátuna, þarna haföi mér loksins hugkvæmst þjóö sem lafðin var tilbúin að lofa sem vert er á jólum, enda gerði hún það á sinn hátt svo myndarlega að ég hef ekki gleymt því síðan: af öllum mönnum mundi ég helst kjósa að íri skæri mig á háls („I would rather have an Irishman cut my throat than anybody else“). Það er til marks um örlæti Eggerts Stefánssonar að einusinni þegar hann var staddur heima í Reykjavík en ég að fara af landi brott kallaði hann mig í konsertsal í Gamla Bíó til að halda sérstaklega fyrir mér saungskemtun þá sem hann efndi til í bænum. Hann saung fyrir mér alla saung- skrána einsog hún lagöi sig, heilan kvöld- konsert, með aðstoð undirleikara síns. Ég var einn áheyrenda í þessum fimmhundr- uðmanna sal — og ein gömul kona, móðir hans. Hann saung af háfjalli forklárunarinn- ar. Ég hef ekki komið á þær saungskemt- anir er haft hafi meiri áhrif á mig en þessi. Hittumst heilir á Kili, sagði skáldið Matthías Jochumsson þegar hann kvaddi góða vini. 'Ég kvaddi Eggert Stefánsson með hrærðu hjarta og við mæltum okkur mót að vanda á hraðlestinni London-París-Róm. Frh. á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.