Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 12
Við erum kannski dá- lítið stórir uppá okkur - Rætt við Lennart Pallstedt sendikennara í sænsku Lennart Pallstedt sendikennari í sænsku hefur aöeins dvalizt hér í fáeinar vikur og segir afsakandi, að lítil reynsla sé komin á starf sitt af eðlilegum orsökum. Eigi að síður var hann mjög greinargóður viðræðu og barst tal okkar víða. — Svíar hafa sendikennara við háskóla um allan heim nema helzt í Suður-Ameríku, — sagði hann. — Sjálfur er ég nýkominn frá Gdansk í Póllandi og þangað kom ég frá Melbourne í Ástralíu. Á báðum þessum stöðum var mikill nemendafjöldi og áhug- inn talsverður, einkum í Póllandi. — Hvað rekur fólk frá fjarlægum þjóðum með óskyld tungumál til að læra sænsku? — Það er sjálfsagt sitt af hverju. Fyrst og fremst almennur áhugi á tungumálum og kannski líka áhugi á sænsku stjórnarfari og lífsháttum, en við það varð ég mjög var í Póllandi. Pólverjar ferðast þó nokkuð til Svíþjóðar, enda þurfa þeir ekki aö hafa vegabréfsáritun þangað. í sumum tilvikum tekst þeim að fá vinnu þar um stundarskir, og þá er að sjálfsögöu hagstætt fyrir þá aö kunna eitthvað í málinu. Enda þótt sænska og pólska séu gerólík mál er furöu auövelt að kenna Pólverjum sænsku. — Hvernig finnst þér íslenzkir nemendur í stakk búnir fyrir há- skólanám í sænsku? — Þeir hafa allir einhverja undirstöðu, en þó mismikla. Þeir sem hafa dvalizt í Svíþjóð standa vitaskuld vel að vígi, en hinir, sem hafa einungis lært dönsku eiga við ýmsa erfiðleika aö etja. Þeir blanda málunum saman, þannig að úr verður þessi sérkennilega skandinavíska, sem margir íslendingar tala, til dæmis þú. Þetta fólk verður að byrja á að læra réttan framburð í sænsku, og það getur stundum vafizt fyrir því í upphafi. Annars líst mér mjög vel á nemendahópinn sem ég hef og hugsa gott til þess að vinna meö honum. — Hefur þú einhverja kunnáttu í íslenzku? — Þegar ég var við norrænunám í Lundi á sínum tíma lagði ég stund á forníslenzku og las heilmikið af íslend- ingasögum. Ég hef lítið haldið þeirri kunnáttu viö, og í nútímamálinu hef ég ekkert lært. Ég hef aöeins einu sinni komiö hingað áður og þá sem ferðamaður í nokkra daga. Mér leizt hreint ekkert á blikuna eftir að hafa veriö hér í rigningu og roki í heila viku, þannig aö ekki sá út úr augum. Síðan hefur veðrið verið bjart og fallegt, og mér er strax farið að líöa vel. Vinnuaðstaðan hér í Norræna húsinu er til fyrirmyndar, og íslendingar eru þægilegir og vingjarnlegir. Allt er að vísu mjög smátt í sniðum samanborið við aðra staði, þar sem ég hef starfað, en ég kann því ágætlega. — Verður þú eitthvað var við, að íslendingar vilji fremur tala við þig á ensku en sænsku eða skandinav- ísku? — Ég ávarpa íslendinga alltaf á sænsku, en það kemur fyrir að menn svari mér á ensku. Ég hugsa að það sé einkum vegna þess að fólk er feimið við framburö- inn fremur en að það vilji ekki nota Norðurlandamálin, og það væri mikill skaði, ef við Noröurlandabúar reyndum ekki lengur aö tala saman á frændtungum okkar. Að sjálfsögöu er þetta miklu erfiðara fyrir ykkur og Finna heldur en okkur hina, og ég er ekki frá því, aö viö Svíar séum dálítið stórir upp á okkur og segjum sem svo: — Við tölum sænsku, þið eigið að skilja okkur. En viö verðum vitaskuld allir að leggja okkur fram, svo aö tjáskiptin gangi eðlilega og hið norræna Lennart Pallsedt víö vinnu sína. /Z: ' 1 ' . ___’. .v ' _... .. iií--* ■ ____... Málafólk á norrænu málaári — Eftir Guörúnu Egilson Vildi kanna hvort íslenzka væri til 1 raun og veru — Rætt við Tor Ulset sendikennara frá Noregi Norski sendikennarinn heitir Tor Ulset og er hann nýtekinn við starfi sínu. Hann talar þó prýðilega íslenzku og milli þess sem hann sinnir nemendum sínum, vinnur hann viö rannsóknir á sögu Hákonar konungs Hákonarsonar eftir Sturlu Þórðar- son. — Ein ástæðan til þess að ég sótti um þetta starf er sú, að ég þóttist viss um að hafa hér góða aðstöðu til að vinna að rannsóknum mínum, segir hann. — Sú hefur líka orðiö raunin. — En hvernig stendur á íslenzku- kunnáttunni og félagsskapnum við Sturlu? — Það stendur þannig á því, að þegar ég var í menntaskóla rákumst viö kunningi minn á nokkrar málsgreinar í íslenzku, og okkur datt í hug að koma hingað og athuga, hvort þetta mál væri raunverulega til, en ekki aöeins á bókum. Við gerðum alvöru úr þessu, fórum til Eskifjarðar og unnum í síld eitt sumar. Það var mjög gaman — mikiö fjör, og ef ég væri ekki í þessu starfi, myndi ég sennilega bregða mér austur á Firöi í síldina aftur. Nú, þetta sumar lærði ég dálítiö í íslenzku, og þegar ég var búinn að taka háskólapróf í öðrum hluta norsku, sótti ég um aö komast hingað sem styrkþegi og dvaldist hér veturinn 1973—1974. Sá tími reyndist mér mjög gagnlegur, og ég lagði bæði stund á íslenzkt fornmál og nútímamál. Síðan hef ég haldið áfram að lesa íslenzku, og við Sturlu hef ég glímt í 2—3 ár. Það er skemmtilegt verkefni, en verst er, hvaö hann er langorður. — Nú er líka til fornnorska. Sinnir norska skólakerfiö henni ekk- ert? — Jú, í menntaskóla er skylda aö lesa eitthvaö í forníslenzku, og fólki finnst það yfirleitt mjög leiðinlegt, en ekki síður mjög erfitt. Því veldur einkum málfræðin, sem er afskaplega flókin samanborið við það sem við eigum að venjast. Annars eru íslenzkar bókmenntir og ekki sízt konungasögurnar vinsælar í Noregi og þær hafa mikið verið þýddar yfir á nútímanorsku. Til dæmis kom nýlega á markaðinn mjög vönduð útgáfa af Heimskringlu í tilefni af átta hundruö ára afmæli Snorra. Norðmenn nota yfirleitt hugtakið „Snorri" yfir Heimskringlu, en það virðist vera nær óþekkt hjá ykkur. K S173 VlðTAL VlðTHOR WEST JU0:0000 HMM:511 TNR:5 JU:0,5 — Eru ekki alltaf deildar meiningar um bókmál og nýnorsku? — Jú, ég held að það sé nokkuð, sem hver einasti Norömaður hefur einhverja skoðun á. Til skamms tíma var þróunin sú, að bókmálið vann stöðugt á, en áhuginn á nýnorsku fór dvínandi. Á undanförnum áratug hefur þetta gerbreytzt. Sú umræöa, sem varö vegna hugsanlegrar aöildar Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu og höfnun hennar í þjóðaratkvæðagreiöslu viröist hafa stuölaö aö útbreiðslu nýnorsk- unnar og einnig aö áhuga á varðveizlu mállýzku. Ungir rithöfundar nota nýnorsku í auknum mæli og oft ber hún merki þeirrar mállýzku, sem þeim er töm. Stundum er þessu blandað saman á skemmtilegan hátt. Kjartan Flögstad rithöfundur, sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráös árið 1977, skrifar á nýnorsku, en í síðustu bók hans koma fyrir kaflar á mállýzku þeirri sem töluð er í Bergen. — Hvort notar þú bókmál eða nýnorsku við kennsluna hérna? — Nemendur á fyrsta ári læra eingöngu bókmál. Á öðru ári er kennd nýnorska og nemendur fá einnig aö kynnast ýmsum mállýzkum. Raunar er ég aðeins með einn nemanda á öðru ári eins og sakir standa, en fjóra á fyrsta ári. — Nú er engin norska kennd í íslenzkum framhaldsskólum, þannig að nemendur hafa varla mikla undir- stöðu? Tor Ulset kennir í Norræna húsinu. í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.