Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 5
I hann kynnti tvo heiðursmenn fyrir mér. Það var úti í Berlín 1938, að við hittum á götu íslending, sem Eggert þekkti. Hann sagði: „Má ég kynna fyrir þér vin minn, Þórarin Jónsson tónskáld frá Mjóafiröi, hérna Heiðbláa fjólan mín fríða?“ Og 10 árum síðar hittum viö annan listamann í veitingahúsi í Reykja- vík. Þá sagði Eggert við mig: „Þetta er vinur minn elskulegur, Siguröur skáld frá Arnarvatni, Blessuð sértu sveitin mínl“ Það mun hafa verið árið 1958 aö Eggert tekur á leigu afar skemmtilega risíbúð í nýlegu húsi á horni Háteigsveg- ar og Lönguhlíöar. Þar var fagurt útsýni til allra átta. Eggert vildi ólmur sýna mér herlegheitin og við röltum því af stað. Er við komum upp á tröppur hússins staðnæmdist Eggert og tók að benda mér á það markverðasta, sem fyrir augun bar. „Þarna er Háteigur, þarna er verið að reisa 4ra turna cathedral — Háteigskirkju — þarna er Sjómanna- skólinn og vatnsgeymirinn gamli.“ Svo bendir hann í austurátt á kirkju Óháða safnaðarins og segir brosandi: „Og þarna er litla kirkjan hans Andrésar skraddara." (Andrés klæðskerameistari Andrésson var fyrsti formaður sóknar- innar.) Fyrsta flokks kontóristi Það var á stríðsárunum, aö Eggert brá sér til Bandaríkjanna. Var hann um tíma í New York hjá vini sínum Fritz Kjartanssyni síldarkaupmanni. Vinir Fritz vissu, að hann var gáfaður, en værukær og enginn kontóristi. Þegar Eggert snéri heim til íslands spurði ég hann frétta, m.a. um Fritz. „Hann hefur það fínt, hefur kontór í Wall Street og kemur þar svo sem einu sinni í viku til að sénda telegrams og skrifa undir tékka," sagði Eggert. Þetta var áreiöan- lega að hann áliti einn angi hins Ijúfa lífs! Meðal elztu og tryggustu vina Eggerts var tvímælalaust Björn Ólafsson ráö- herra. Þegar Björn var menntamálaráð- herra, vildi Eggert leggja á ráðin hjá honum í menningarmálunum. En Björn var ekki leiðitamur og mislíkaði Eggert þaö oft. Einu sinni kemur Eggert til mín og er í leiðu skapi. Hann er að koma ofan úr stjórnarráði frá Birni, og hafði ráöherrann hafnaö einhverju þjóðráöi, sem Eggert gaukaði að honum. Og nú vandaði hann Birni ekki kveöjurnar. Og eins og vant er, þegar hallað er á sjálfstæðismenn, tók ég upp hanzkann fyrir Björn. Ég sagði m.a. að ég sæi ekki annað en að Björn væri fyrirmyndar embættismaður. Þá segir Eggert: „Satt er það að allt er í röö og reglu á skrifborðinu hjá honum, hann svarar bréfum á réttum tíma og afgreiöir menn, sem eiga erindi við hann. Hann er sem sé fyrsta flokks kontóristi, en ekki stjórnmálamaður fyrir fimm aura!“ Aö endurtaka vegna fjölda áskorana Þaö var einhverju sinni á stríösárun- um, aö Eggert kemur til mín og segir mér þau tíðindi, að nú ætli hann aö halda konsert og kveðja sönginn. Hann sýndi mér söngskrá, sem hann hafði sett saman og spurði, hvernig mér litist á prógrammið. Ég sagði eins og var, að mér litist illa á það, því þaö væri allt of háfleygt og þungt. Ég sagði honum, að ég vildi, aö hann syngi létt, falleg og vinsæl lög, til að mynda Kaldalónslögin, og svo auðvitað ítölsk lög. Lög sem kæmu manni í gott skap og maður flautaði ósjálfrátt, þegar út af konsertin- um væri komiö. Eggert varð mjög hugsi, en sag£i svo: „Þú ert the man in the street, og kannski ætti maður einu sinni að fara eftir því sem lýðurinn segir.“ Það verður síðan að ráði að næsta dag boöum við til fundar við okkur í stúdíói Eggerts hjá Hemco mann, sem að vísu var ekki oröaður neitt sérstak- lega við músík, en haföi hins vegar orö á sér fyrir aö vera seigur viö að selja aögöngumiða á konserta, Lárus Blöndal bóksala. í stúdíóinu ræddum við málið frá ýmsum hliðum, og kom þá fram sú hugmynd, að bezt væri aö hafa skemmtunina í kabarettformi, þar sem ýmsir listamenn kæmu fram, en aöal númerið yröi að sjálfsögðu söngur Eggerts með undirleik bróður hans, Sigvalda Kaldalóns. Þegar ég stakk upp á því, að einn af elztu og beztu vinum Eggerts, Vilhjálmur Þ. Gíslason flytti formálsorö, varð Egg- ert aö oröi: „Á ég nú líka að lofa aumingja Vilhjálmi aö vera meö og flytja prologus?" Það er skemmst frá því aö segja, að Eggert kvaddi sönginn í lönó. Var það mikil og góð skemmtun, húsið troðfullt og stemningin gífurleg. Hápunkturinn var, þegar Eggert söng síðasta lagið — Good Bye — og yfirgaf senuna áöur en seinustu tónarnir voru hljóðnaöir. Þá ætlaði allt um koll aö keyra af fögnuöi. Daginn eftir hittumst viö í Austur- stræti. Er viö höfðum rabbað þar nokkuð saman, brýtur Eggert upp á því, aö sennilega hafi nú ekki allir komizt á konsertinn, sem viljað hafa, og réttast væri að efna til annarrar skemmtunar. Ég minnti hann þá á í stríönistón, aö hann væri búinn aö kveðja sönginn, og vinir hans treystu því, aö hann stæði við það! Þá sagði Eggert og brosti sínu breiöa brosi: „Þið variö ykkur ekki á því, þessir andskotar, að það er alltaf hægt aö endurtaka vegna fjölda áskorana!" Ég gæti sagt ykkur margar fleiri sögur af vini mínum, en einhvern tíma verður að segja amen. Samt get ég ekki stillt mig um að klykkja út meö þessari sögu: Svo Ijónin geti nagað hnúturnar í friði Það var á fundi hjá okkur í Lions- klúbbnum Þór. Eggert er heiöursgestur og ætlar að lesa upp úr verkum sínum. Karl forstjóri í Björnsbakaríi er formaður og stýrir fundi. Það var mjög jafn-skjótt, að formaöur býður Eggert velkominn og gefur honum oröið og þjónarnir Ijúka viö að bera á borö baunir og saltkjöt, girnilegt mjög, enda sprengidagur. Menn eru svangir og taka hraustlega til matar síns. Þegar Eggert er tæplega hálfnaður með sitt mál, er svo komið, aö varla heyrist í honum fyrir glamri í diskum, hnífapörum, kjamsi og smjatti í mönnum. Eggert er að sjálfsögðu orö- inn öskureiður, en er þó stilltur vel. Hann snýr sér virðulega aö formannin- um, tekur ofan gleraugun, hneigir sig og segir: „Herra formaður, nú skal ég fella lesturinn í bili, svo Ijónin geti nagað hnúturnar í friöi!“ Silfurbrúðkaup Lelju og Eggerts Stef- ánssonar. Veizla á Nýja-Garði. Á myndina vantar marga veizlugesti, t.d. Halldór Laxness og frú, Vilhjáim Þ. Gíslason og frú, Agnar Koefod og frú, Ingibjörgu á Reykjum, Björn Pétursson og sjálfan brúögumann, en málverk af honum (eftir Gunnlaug Blöndal) hangir á milli glugganna. 1. Þórdts Andrésdóttir 15. Luðvig Hjálmtýsson Z Gunnar A. Jónsson 16. Krístjana Pétursdóttir 3. Snæbjöm Kaldalóns 17. Jón Bjamason 4.? 18. Jón Gunnlaugsson 5. Dr. Gunnlaugur Þórðarson 19. Herdts Þorvaldsdóttir 6. Einar Amalds 20. Páll ísólfsson 7. Magnús Helgason 21. Frú Gunnlaugs Blöndal 8. Hjörteifur Elíassson 22. Eyja Amakis 9. Dr. Gunnar Thoroddsen 23. Gunnlaugur Blöndal 10. Margrél Kaldalóns 24. Hafliði Helgason 11. Lelja Stefánsson 25. Fjóla Ólafsdóttir 12. Dr. Halldór Hansen 26.? 13. Selma Kaldalóns 14, Gudlaug ekkja Bjama frá Vogi 27. Vala Thoroddsen ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.