Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 4
Magnús Helgason forstj&ri Við þessir frœgu Erindi um Eggert Stefánsson flutt á þorrablóti Lionsklúbbsins Þórs 1968 Eggert og ég Einu sinni hélt fyrsti formaöur Lionskl. Þórs, Haraldur Á. Sigurðsson, fyrirlestur um þann merka mann Púlla, en þeir voru miklir vinir. Ööru sinni talaði félagi okkar, Kjartan Sveinsson skjalavöröur, um dr. Guðbrand, og nefndi hann spjalliö „Trúnaöarmál“. Mér finnst því nú vel koma til greina, aö ég segi ykkur nokkrar sögur af látnum vini mínum, Eggert Stefánssyni söngvara, sem margir ykkar þekktu raunar vel. Eggert skrifaöi sjálfsævisögu sína og nefndi hana „Lífið og ég“. Þar sem sögur þær, sem ég segi hér, eru allar frá viðskiptum okkar Eggerts, gæti ég kallaö þátt þennan: Eggert og ég! Maskínuskrifari lýö- veldisins númer eitt Eggert átti þaö til aö vera mjög viökvæmur og jafnvel barnalegur, eöa eins og sagt er á erlendu máli „naiv". Til að mynda hlakkaði hann svo til lýöveld- isstofnunarinnar 1944, aö fyrir jól 1943 flutti hann úr „kamesinu í fæðingarbæ sínum“ niöur á Hótel Borg, blátt áfram til aö fagna lýðveldisárinu á sómasam- legum dvalarstaö. Og þar kom andinn yfir hann og „Óöurinn til ársins 1944“ varö til á yfirnáttúrlegan hátt. Á nýárs- dag flutti hann svo verkiö í Ríkisútvarp- inu og hlaut mikiö lof fyrir. Nokkrum vikum seinna kernur hann aö máli viö mig og segir mér þau tíðindi, aö Ragnar forstjóri í Helgafelli ætli aö gefa „Óöinn" út og hafi hann ráöiö sjálfan Benedikt Sveinsson, fyrrum alþingisforseta, til aö búa verkið undir prentun. Nú biöur Eggert mig aö vélrita handritiö. Ég varö viö þessari bón hans, og aö því er mér skildist, leysti ég verkið bæöi fljótt og vel af hendi! Aö nokkrum dögum liðnum kemur Eggert enn og er honum þá mikiö niöri fyrir. Hann segist hafa veriö aö sækja „manuskriftið" til vinar síns Benedikts, og hafi hann ekki bætt í þaö svo mikið sem einni kommu! „Kæri vinur, fyrir þetta afrek útnefni ég þig maskínuskrifara lýðveldisins númer eitt!“ Nú fór annatími í hönd. Umræöur um lýöveldisstofnunina stóðu sem hæst og sýndist þar sitt hverjum. Eggert var að sjálfsögöu í þeim hópi, sem lengst vildi ganga og hraöa málinu sem mest. Hann skrifaöi margar blaöagreinar og átti í ritdeilum. Hann ætlaöist yfirleitt til, aö ég „maskínuskrifaði“ handritin fyrir sig, hvaö ég og geröi lengi vel. Alltaf áttum viö í brösum út af því, hve gjarn Eggert var á aö nota útlend orö, en oft hafði ég mitt fram. Einu sinni sagöi hann, er viö þráttuðum um þetta: „Mér er alveg sama, en dreptu bara ekki í mér andann." Einhverju sinni las Eggert fyrir mig grein, er hann haföi nýlokið viö, og þótti mér málið all-mjög dönskuskotiö. Því sagöi ég, meö spekingssvip, er Eggert haföi lokiö lestrinum: „íslenzkan er oröafrjósöm móðir, ekki þarf aö sníkja, bræöur góöir." Þetta var meira en vinur minn þoldi. Hann gekk berserksgang og skammaði mig óskaplega. Hann sagöi, aö ég skildi ekki, aö um listir væri hvorki hægt aö hugsa né skrifa á íslenzku, „og þaö er nú eitt svindliö hjá ykkur, þegar Einar Benediktsson segir: Ég skildi, aö orö er á íslandi til um allt, sem er hugsaö á jöröu“. Seinna kom aö því, aö ég þóttist ekki hafa tíma, nema þá endrum og eins, til aö vélrita fyrir Eggert, en ég fól þaö stúlku, sem starfaði á skrifstofunni hjá mér. Hún var mjög háttvís og geröi aldrei neinar athugasemdir viö þaö, sem Eggert skrifaöi, en gætti þess vandlega, aö engar ritvillur slæddust meö. Einu sinni birtist grein í Vísi eftir Eggert, og haföi frökenin vélritað fyrir hann handritið. Nú kemur Eggert til mín og spyr, hvort ég hafi lesiö greinina. Játti ég því. „Hvernig líkaöi þér hún?“ spyr Eggert. „Vel, segi ég, „nema hvaö mér fannst óþarfi af þér aö vera meö dönskuslettu", og tilgreindi ég dæmi. Þetta líkaði Eggert stór-illa og sagöi: „Þetta hefst upp úr helvítis letinni í þér!“ Þaö skal tekiö hér fram, til aö fyrirbyggja allan misskilning, aö er Eggert tók aö snúa sér aö ritstörfum fyrir alvöru, skrifaöi hann fagurt mál, einnig þegar hann ritaöi um listir. Til aö mynda sagði hann í grein um fööur minn látinn, aö hann heföi haft studíó — listasmiöju — í húsi hans. Þetta fallega orö hefi ég ekki séö né heyrt fyrr eöa síöar. Með allt vitiö í löppunum Oft haföi Eggert orö á því, hversu ókurteisir og búralegir viö íslendingar værum og aö í okkur vantaði allan heimsborgarabrag. Þegar félagi okkar, Albert Guömundsson knattspyrnu- kappi, kom heim eftir hina miklu frægöardvöl erlendis, tókust fljótlega góö kynni meö honum og Eggert. Eggert var stórhrifinn af Albert, taldi hann allra manna kurteisastan og drengilegastan og sagði, aö auðsætt væri aö hann heföi fengið sína „mann- ers“ annars staöar en á íslandi. Hélzt þetta álit hans á Albert ætíö, en einu sinni hljóp snuröa á þráöinn hjá þeim. Þeir höföu mælt sér mót um hádegi á Borginni, en Albert gleymdi stefnumót- inu. Þá varð Eggert fjarska reiöur og skundaöi út á skrifstofu til mín. Þar lét hann mörg stór orö falla um Albert og sagöi aö lokum: „Viö hverju er svo sem aö búast af þessum andskotum, sem hafa allt vitiö í löppunum". Fljótlega rann Eggert reiöin og þegar hann hélt upp á sjötugsafmæli sitt meö pompi og prakt, kom það í hlut Alberts aö mæla fyrir minni frú Lelju á móöur- máli hennar. Ræöa hans var snjöll aö dómi lærðra manna, til aö mynda sagöi séra Bjarni: „Þetta er bezta ræöa, sem ég hefi heyrt flutta á ítölsku, og undanskil ég ekki ræöu páfans, sem ég hlýddi á í Róm.“ Björn magister frá Steinnesi var innilega sammála séra Bjarna. © Ákaflega sympatisk- ur sveitamaður Eggert haföi mikið dálæti á Ingólfi á Hellu, og það meira aö segja löngu áöur en Ingólfur varö ráöherra. Hann sótti Ingólf oft heim og dvaldist þá gjarna hjá þeim hjónum um hríö. Einu sinni er Eggert nýkominn úr „weekend“ á Hellu, og er staddur heima hjá mér, og viö sitjum að snæðingi. Hann er aö lýsa meö fjálglegum oröum hinni miklu gestrisni, er hann hefur notiö hjá þeim hjónum á Hellu. Hann hælir þeim á hvert reipi, en aö lokum segir hann, eins og viö sjálfan sig: „Ákaflega sympatiskur sveitamaöur, Ingólfur!" Þaö var eitt sinn aö vinur minn kom meö skozkan kaupsýslumann í heim- sókn til mín á skrifstofuna hjá Hemco. Skömmu síðar drepur Eggert á dyr, gengur inn og er hinn kempulegasti meö stóra gráa frakkann á öxlum sér. Kunningi minn kynnir hann fyrir Skotan- um sem frægan íslenzkan óperusöngv- ara. Skotinn veröur stórhrifinn og spyr Eggert, hvort hann þekki tiltekinn ensk- an óperusöngvara, sem var hér á ferö í boöi Tónlistarfélagsins og bjó á Hótel Borg, eins og sá skozki. „No, I don’t know him,“ sagöi Eggert. „But he is very famous,” segir þá hinn. „Yes, of course, but we are so many so very famous,” svaraöi Eggert. Að konkúrrera viö skútukarla í söng Varla veröur meö sanni sagt, aö Eggert hafi haft mikiö álit á íslenzkum starfsbræörum sínum, eins og eftirfar- andi sögur sýna: Einu sinni sem oftar kom Eggert heim meö mér. Er viö höföum rabbað saman um hríö, biður hann mig aö leika nú á fóninn einhverja fagra ítalska hljómlist. Ég varö aö sjálfsögðu fúslega viö því og tók aö spila plötu með Stefáni Islandi, án þess þó aö kynna þaö á nokkurn hátt. Eggert hlustar meö andakt, en er hann haföi áttaö sig á, hver söngvarinn var, sagöi hann: „Ósköp er aö heyra þetta, hvaö gengur eiginlega á, er veriö aö kveöa rímur, eöa hvað?“ Þegar Ketill Jensson óperusöngvari kom fyrst fram sem einsöngvari, var því mjög á loft haldiö, honum til hróss, aö hann heföi lítið lært og kæmi beint af sjónum til aö halda konsert. Viö Eggert fórum saman á fyrsta konsertinn. Þegar Ketill haföi lokiö viö aö syngja fagra ítalska aríu, hvíslar Eggert aö mér: „Er þetta eins og þín grammifónsplata?” Þegar konsertinn var úti, spuröi ég Eggert, hvernig honum heföi líkaö viö kollega sinn Ketil. Þá svaraöi hann; „Hann hefur töluverö hljóö, en allt, sem heitir manners er ennþá lengst úti á Hala.“ Einhverju sinni, er ég kom inn í verzlun Hemco í Hafnarstræti, var Eggert þar, enda haföi hann studíó þar í húsinu. Þarna standa margir menn hjá honum og hlýöa á mál hans. Um leiö og ég kastaði kveöju á hópinn spuröi ég Eggert í stríönistón, hvort þeir væru nokkuö skyldir, hann og Hreinn Pálsson frá Hrísey. Þá snéri Eggert sér frá mér og sagöi meö megnri fyrirlitningu: „Þaö er nú eitt hneykslið á þessu landi, aö maöur skyldi þurfa aö konkúrrera viö skútukarla í söng.“ Litla kirkjan hans Andrésar skraddara Eins og Ijóslega sézt hér aö framan, var Eggert mjög orðheppinn. Hann get líka oft sagt ótrúlega mikiö í fáum oröum, og þaö á svo elskulegan hátt. í því sambandi minnist ég þess, hvernig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.