Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 14
Rússar tjölduðu því sem til var Heimsmeistaramóti stúdenta lauk fyrir skömmu í Mexíkóborg. Svo sem búist hafði veriö við stóð keppnin um efsta sætið aðallega á milli sovézku og ensku sveitanna og lauk að lokum meö sigri hinna fyrrnefndu. Vafalaust hafa þessi úrslit verið sætur sigur fyrir Sovétmenn, því árið 1978 skaut enska sveitin þeim ref fyrir rass og rauf áratuga einokun þeirra á efsta sætinu. Þann ósigur tók sovézka skáksamband- iö mjög óstinnt upp og minnti sveitar- menn heldur óþægilega á að þeir væru ekki einungis að tefla fyrir sjálfa síg með því að dæma tvo þeirra í keppnis- bann fyrír slæma hegðun á mótinu. Sökudólgarnir frá því síðast áttu svo auðvitað ekki upp á pallborðið nú þegar sveitin var valin, en í henni voru að þessu sinni þeir Jusupov og Dolmatov, sem urðu heimsmeistarar unglinga 1977 og 78, Kochiev, stórmeistari og Evrópu- meistari unglinga 1973—4, kollegi hans Mikhailchisin og varamenn voru tveir vel þekktir meistarar, þeir A. Ivanov og Kengis. Enska sveitin átti því við ramman reip að draga er hún hugðist verja titil sinn, en hana skipuðu þeir Speelman, Mestel, Taulbut, Goodman og Flear. Lokastaðan í A-riöli var þessi: 1. Sovétríkin 27. v. af 36 mögulegum. 2. England 211/2 v. 3. Argentína 20 v. 4. Kólumbía 19. v. 5. Brazilía 18 v. 6.-7. Kúba og Skotland 17 v. 8. Kína 16Ví> v. 9. Bandaríkin 16 v. 10. Dóminikanska lýð- veldið 8. v. Engin Norðurlandaþjóðanna sá sér fært að vera með aö þessu sinni, enda milljónafyrirtæki aö fara til Mexíkó. Um árabil létu íslendingar sig aldrei vanta í þessa keppni, en hafa nú ekki veriö með síðan 1976, þrátt fyrir það að við ættum aö eiga mjög góöa möguleika á sæti í A-riöli. Efstur á fyrsta borði í keppninni varð Giardelli frá Argentínu, en hann hefur verið nokkuð í fréttum hér aö undanförnu þar sem hann var meöal þátttakenda á stórmótinu í Buenos Aires. Giardelli hlaut 10 vinninga af 12 mögulegum og kom sá frábæri árangur hans mikið á óvart, því meðal andstæðinga hans voru m.a. þeir Jusupov, Speelman og kúbanski stór- me^tarinn A. Rodriguez. Jusupov hlaut 8 vinninga af 11, en Speelman kom aldrei við sögu í þessari baráttu, því í viðureign enska liðsins við Kínverja, tapaði hann, fyrst í undanrásum og síðan einnig í úrslitum. Á öðru, þriðja og fjórða borði urðu Rússarnir Dolmatov, Kochiev og Mikhail- chisin efstir. Svo sem áður var getið var nú vandað mjög til valsins á sovézku sveitinni. Jusupov varð t.d. í þriðja sæti í úrslitum á síðasta Sovétmeistaramóti, þrátt fyrir ungan aldur sinn, en hann varð tvítugur snemma á þessu ári. Skákir hans hafa vakið athygli fyrir hina frábæru enda- taflstækni hans, sem jafnvel Karpov sjálfur gæti öfundað hann af. Hann þarf ekki mikla stöðuyfirburði til þess aö vinna skák og þaö er eiginleiki sem er sjald- gæfur hjá svo ungum manni. í skák dagsins í dag kemur þessi hæfileiki hans mjög vel í Ijós. í miðtafli fléttar hann sig út í betra endatafl þar sem hann vinnur síðan öruggan sigur. Andstæðingur hans í skákinni í dag, sem einmitt var tefld á stúdentamótinu í Mexíkó er ungur Svisslendingur, Riifen- acht að nafni. Móttekna drottningarbragðið hefur öðlast nokkrar vinsældir upp á síðkastið einkum fyrir það að enski stórmeistarinn Miles hefur teflt afbirgðið 1. d4 — d5, 2. SKAK eftir MARGEIR PÉTURSSON c4 — dxc4, 3. Rf3 — rf6, 4. e3 — Bg4l? með góðum árangri upp á síðkastið. Jusupov ákveður að gefa ekki kost á þessu og velur gamalt framhald 3. e4!7, sem bezt er svarað með leik Svisslend- ingsins, 3 — e5! í sjöunda leik varð svarti á nokkur ónákvæmni er hann lék 7. — Rf6, en betra var aö leika 7. — Be6 og undirbúa þannig Rge7, því í framhaldinu náði Jusupov peðinu aftur með öllu betri stöðu. 12 — Bc5 var athyglisverö tilraun til þess aö jafna metin, því eftir 12. — c6, 13. Bd3 hefur hvítur mjög góö sóknarfæri eftir aö svartur hrókar. Eftir 13. — Bxb5 græddi hvítur ekkert á 14. exf7+ — Kxf7, því hann á þá enga hættulega skák með drottningu sinni. 15. — 0-0! var eina tilraun svarts til þess að ná mótspili, þar eð í stöðunni gat hann ekki komist hjá peðstapi. Hann virtist síðan í fljótu bragði á grænni grein eftir 18. — Bxf2+!, allt þar til 21. Rxg7! kom honum niður á jörðina aftur. Til þess að komast hjá skiptamunstapi varð svartur að skipta upp á miklu liði og lenti síðan út í nokkru lakara endatafli. Þar háði slæm kóngsstaða svörtum mest, en leikurinn 25. — Hd2? var allt of varfærnislegur. Nauðsynlegt var auðvitað 25. — Hxa2! og eftir 26. Hg7+ — Kh8, 27. Hxb7 — Kg8, hefur hvítur aö vísu töluverða vinningsmöguleika, en þá heföi fyrst reynt á endataflstækni Jusupovs. Svartur, sem teflt hafði skákina vel eftir ónákvæmnina í byrjun varð eftir þessi mistök tveimur peðum undir og úrvinnsl- an reyndist hvítum létt verk. Að síðustu vil ég biðja lesendur að taka eftir því að meistari Benóný fékk eitt sinn lokastöðuna upp í hraðskák og tókst að halda jafntefli eftir miklar klukku- barsmíðar. Hvort hann fór hins vegar löglega að læt ég lesendum eftir að dæma um, því það er ekki fyrir hvern sem er að ná a og h peði með kóngi. Hvítt: Jusupov (Sovétríkjunum) Svart: RUfenacht (Sviss) Móttekið drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. c4 — dxc4, 3. e4 — e5, 4. Rf3 — exd4, 5. Bxc4 — Bb4+, 6. Rbd2 — Rc6, 7. 0-0 — Rf6, 8. e5 — Rd5, 9. Rb3 — Rb6, 10. Bb5 — Bd7, 11. Rbxd4 — Rxd4, 12. Rxd4 — Bc5,13. e6 — Bxb5,14. Rxb5 — Dxd1, 15. Hxd1 — 0-0, 16. Rxc7 — Hac8, 17. Bf4, fxe6, 18. Rxe6 Bxf2+, 19. Kxf2 — Hf6, 20. He1 — He8, 21. Rxg7 — Hxf4+, 22. Kg3 — Hxe1, 23. Hxe1 — Hb4, 24. Rf5 — Hxb2, 25. He7 — Hd2, 26. Hg7+ — Kh8, 27. Hxb7 — h5, 28. Hxa7 — Hd3+, 29. Kh4 — Hd2, 30. Re3 — Hd3, 31. He7 — Rd5, 32. Rxd5 — Hxd5, 33. Ha7 — Hd2, 34. Ha5 — Hxg2, 35. Hxh5+ — Kg7, 36. Hg5+. Claudio Arrau Claudio Arrau er án efa einn svipmesti og þekktasti píanóleikari þessarar aldar af eldri kynslóðinni. Hann er fæddur í Chile 2. febrúar 1903 og kom fram sem undrabarn 5 ára. betta varð til þess, að ríkisstjórnin í Chile kostaði hann til náms í Berlín árið 1911. Þar naut hann kennslu gamals nemanda Liszts, sem hét Martin Krause, þeirrar kennslu naut að vísu ekki lengi viö, því að Krause andaðist 1915. Það sannaðist á Arrau að lengi býr að fyrstu gerð, því að hann hefir alla ævi verið frábær Liszttúlkari og hann hélt upp á 75 ára afmæli sitt með því að gefið var út eitt kröfuharðasta verk Liszts — 12 Transcendal Studies — auk smærri verka Philips 6747 412. Þegar Arrau stóö á tvítugu, hófst frægöarferill hans með því að hann lék með Boston-hljómsveitinni undir stjórn Monteux. Hann vann Grand Prix-verð- launin í Geneva 1927, þar sem þeir Alfred Cortot og Artur Rubinstein voru dómarar, enda talar Rubinstein mjög vel um hann í endurminningum sínum, en þaö heyrir frekar til undantekninga, að hann tali vel um aðra tónlistarmenn. Á næstu árum fór hann land úr landi og hélt hljómleika. Hann verður prófessor í Berlín við Stern-tónlistarskólann þegar hann er 22 ára, en þar hafði hann áður stundað nám og nú sökkti hann sér niður í verk meistaranna. Á 4. áratugnum hélt hann 12 tónleika í Berlín, þar sem eingöngu voru flutt verk eftir J.S. Bach. Píanósón- ötur Mozarts lék hann á 5 tónleikum, hiö sama gerði hann með sónötur Beethov- ens og Schuberts og píanóverk Chopins. Arrau hefir verið mjög eftirsóttur til hljómleikahalds. Hann hefir haldiö um 150 tónleika á ári í áratugi, en nú hefir hann heldur dregiö saman seglin, en samt eru tónleikarnir enn nálægt hundr- aði á ári. Því má skjóta hér inn, að hann hefi einu sinni komið hingað til lands og lék þá píanókonsert nr. 1 í d-moll eftir Brahms í Háskólabíói með Sinfóníu- hljómsveit íslands og þótti það mikill tónlistarviðburður. Arrau hefir verið mikilvirkur viö hljómplötugerð. Hann hefir leikiö inn á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.