Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 10
Kona i brúðarskarti. John Cleveley teiknaði 1772. Talií er að hér sé amtmannsírúin. Sigríður Magnúsdóttir. Island á átjándu öld Fljótt á litið gæti virzt, að hér hefði Cleveiey teiknað almyrkva á sólu, eða eina af „svörtu holunum“ í geimnum. En svo er nú ekki; þetta er Geysisskálin, séð ofan frá, hvernig sem listamaðurinn hefur nú farið að því. Sir Joseph Banks Banks fæddist í Lincolnshire árið 1743 og ólst upp við öll þau forréttindi og þægindi sem heldra fólk í landeigendastétt átti aö venjast. Hann naut tilsagnar heimiliskennara þangað til hann innritaðist í Etonskóla þrettán ára aö aldri. Þar lukust augu hans fyrst upp fyrir fegurð og undrum náttúrunnar, og hann ákvað að helga sig náttúruvísindunum. Hann stundaði fram- haldsnám viö Christ Church í Oxford fram til ársins 1764, og skömmu síðar lagöi hann upp í fyrstu könnunarferö sína og hélt til Nýfundnalands. Tveimur árum síðar fór hann með Cook um Kyrrahafiö, og síöan tók við íslandsleiðangurinn árið 1772. Þessar rannsóknarferðir urðu honum mjög til lofs og frægðar. Hann komst í mikið álit sem merkur vísindamaður og var kjörinn forseti Hins konunglega vísindafélags. Þaöan í frá var Sir Joseph Banks mestur áhrifamaöur um vísindi í Englandi um fjörutíu og tveggja ára skeið. Tilviljun réð því að Banks tókst ferð sína til íslands á hendur. Það hafði ekki síst verið framtaki hans að þakka að fyrsti leiöangur Cooks tókst svo vel sem raun varð á. Banks hafði á eigin kostnað látið búa skipiö vísindalegum tækjum og fengið hæfa náttúrufraeðinga og snjalla listamenn til ferðarinnar. í þessari fljótandi vísinda- stofu rannsökuðu þeir og skráðu á skýrslur og myndir lífið í sjónum og dýralíf, jurtagróður og lifnaðarhætti manna í þeim löndum sem leiö þeirra lá til. Hin fjölmörgu sýnishorn úr framandi lífríkjum sem þeir fluttu heim með sér vöktu gífurlega athygli, og sama máli gegndi um dagbækurnar sem Banks hafði haldið um leiöangurinn. Til stóð að farin yröi önnur slík ferð, og Banks lagöi mikla rækt við að undirbúa hana sem best. En á síðustu stundu reis ágreiningur um vísindalegan útbúnað á skipinu, og Banks hætti við að taka þátt í ferðinni. Þess í staö ákvað hann að halda sjálfur í leiðangur til íslands með þann mannafla og útbúnaö sem hann hafði þegar viðað að sér. Að ísland skyldi verða fyrir valinu er skiljanlegt ef þess er minnst að enskir náttúrufræöingar voru mjög ófróðir um landiö og að áhugi á eldvirkni færðist mjög í aukana um þetta leyti. Það var í von um að fá að líta „logandi fjall" að leiöangurs- menn, fjörutíu talsins, lögðu úr höfn í Cravesend á 190 tonna briggskipi, Sir Lawrence, kl. 11 e.h. hinn 12. júlí 1772. Á skipinu voru meðal annarra Daniel C. Solander, einn af fremstu náttúrufræöing- um Svía, sem hafði veriö meö Banks á Endeavour, James Lind, ungur læknir, áhugasamur um stjörnufræði og notkun vísindatækja, Uno von Troil, sænskur fræðimaður, sem fékk að slást í förina til að læra íslensku og birti fimm árum síöar frásögn af leiöangrinum í Brófum frá íslandi, og þrír kunnir myndlistarmenn bræðurnir James og John Frederick Miller og John Cleveley, Jr. Um þetta leyti, eins og svo oft fyrr og síöar, áttu íslendingar í vök aö verjast í þrotlausri lífsbaráttu sinni. í landinu bjuggu einar einustu 45.000 sálir, sem auk þess að veröa með erfiðismunum að afla sér viðurværis við sömu óblíðu skilyrði og endranær, þurftu nú að þola sífelldar blóðtökur af hálfu dönsku einokunarinnar. Einokunarkaupmenn keyptu allar útflutn- ingsvörur landsmanna, mestmegnis fisk og sauöfjárafuröir, á lægsta veröi en fluttu aftur inn frá Danmörku korn og aðrar lífsnauösynjar, iðulega skemmdar eða af lakasta tagi, og seldu á veröi sem bændum og flskimönnum var oft um megn að greiða. Þessir verslunarhættir samfara eyöandi náttúruöflum ollu því aö lands- menn bjuggu hvarvetna viö harðindi og sára fátækt. Hörmungarnar sem yfir ísland dundu á átjándu öld — stóra bóla 1707, eldgosin 1727, 1755, 1766 og loks Skaftár- eldar 1783, ásamt jarðskjálftum og vetrar- harðindum 1784 — ollu því að ísland hefur aldrei veriö eins illa statt og síðasta einn og hálfan áratug 18. aldar. John Thomas Stanley John Thomas Stanley var eins og Banks af efnuðu fólki kominn, hann var sonur og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.