Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 6
Dr. Sturla Friðriksson við rannsóknir og gróðurmælingar á Svartártorfum. Við verðum að hjálpa hinu náttúrlega lífríki til að nema landið á nú íslendingum var þaö míkiö fagnað- arefni sumarið 1974, þegar allir þing- menn okkar samþykktu með handa- uppréttingu á Þingvöllum þjóðargjöf- ina á 11 hundruð ára afmæli búsetu í landinu. Nú skyldi gera verulegt átak til að snúa við þeirri uggvænlegu þróun sem oröið haföi á gróðurfari landsins á liðnum öldum og færa til betri vegar. Gerð hafði verið landgræðsluáætlun þar sem sagt var fyrir um, hvernig að málum skyldi staðið og veitt til þess rífleg fjárhæð. Mörgu hefur líka verið snúið til betri vegar síðan, en verkefnið er viðameira en svo, að hægt sé að gera því viðunandí skil á 5—6 árum. Nú er ný og endurskoöuð landgræðsluáætlun í uppsiglingu sem lögö verður fyrir þingið á þessu ári. Þar er lagt til, aö fjárupphæð að sama verögildi og fyrri landgræðsluáætlun veröi varið til þessara mála á næstu 5 árum. Við skulum vona, að sú tillaga nái fram að ganga óskert. Öllum þjóðhollum ís- lendíngum hlýtur að vera það mikið metnaðarmál, að gróðurlendi landsins sé sýnd sú virðing sem það á skilið. Hér er ekki aðeins um það að ræða hver afraksturinn af landinu er, þótt hann skipti auövitaö miklu. Umhverfi okkar allt hefur ekki síður félagslegt © og menningarlegt gildi, sem allir eiga að láta sig varða, hvort sem þeir búa í þéttbýli eða sveit. Þetta er mönnum að verða æ Ijósara. Framlag ríkisins til landgræðslu skiptir auövitaö höfuðmáli, þegar um er að ræða svo viðamikíð verkefni, en það er líka mikiö undir því komið, að félög og einstaklingar sýni vilja sinn í verki — leggi sitt af mörkum til að klæða landið í þann skrúða gróðurs, sem hér getur dafnað, ef honum er rétt til þess hjálpandi hönd. Hér eru starfandi bæði félög og félagasamtök sem beita sér fyrir landgræðslu og landvernd, skógrækt- arfélög, Landvernd og náttúruverndar- samtök um allt land, svo nokkuð sé nefnt, en önnur félög, sem hafa þessi mál ekki beinlínis á stefnuskrá sinni, hafa líka látið til sín taka, öðrum til eftirbreytni. Frumkvæðið að slíkri félagslegri uppgræðslu á íslandi áttu félagar í Lionsklúbbnum Baldri, þegar þeir hófu tilraun til aö græða örfoka land við Hvítárvatn í 430 metra hæð yfir sjó og vildu með því stöðva uppblástur sem ógnaði gróðurlendi þar sem heita Svartártorfur. Dr. Sturla Friðriksson var einn í þeim hópi og hann var beðínn aö segja frá tildrögum þessa framtaks og ár- angrínum. „Forsagan er nokkuð löng. Þaö var vorið 1963 sem Lionsfélagar í Baldri hófu sölu á svokölluðum „landgræðslufötum" meö blöndu af áburði og grasfræi. Þessar fötur voru seldar á bensínstöðvum og við buðum þetta fólki, sem var á leið út úr bænum á föstudögum og laugardögum. Með þessu vildum viö hvetja landsmenn til að huga aö gróðri landsins. Áður hafði Rannsóknarstofnun landbún- aðarins vakið athygli vegagerðarinnar á því, að nauðsynlegt væri að fara nærgætn- ari höndum um gróður í tengslum viö vegabætur og vegagerð — græða þyrfti upþ ýtuför, sem víða heföu valdið jarðraski og vatns- og vindrofi. Vegagerðin brást vel við og hóf að græða vegkanta og ýtuför. Ástæðan til þess, að viö Lionsfélagar fórum að sinna landgræðslu, var sú, aö við vildum skaþa fordæmi og fötusalan var hafin í því augnamiði, að fólk fengi þarna handhæga pakkningu, sem það gat tekið með sér í ferðalagið til að græða upp í áningarstaö eða við sumarbústaöi. En aöallega var þetta gert í áróðursskyni til aö vekja athygli fólks á þessum málum. Um líkt leyti var haldin landbúnaðarsýn- ing í Laugardalnum. Þar fengum viö Lionsmenn sýningarsvæði þar sem sýnt var rofabarð eins og þau gerðust úti um land hér með tilheyrandi útskýringum. Þetta vakti töluverða athygli. Upp úr þessu kom til tals hjá félags- mönnum að taka landspildu á hálendinu til uppgræðslutilrauna. Viö vildum gerast brautryðjendur — sýna að þetta væri Hulda Valtýsdóttir ræöir við dr. Sturlu Friðriksson um gróö- ureyöingu og land- græöslu og sér- staklega um framtak Lionsklúbbsins Bald- urs við uppgræöslu á Svartártorfum viö Hvítárvatn hægt. Einn félaga okkar, Karl Eiríksson flugmaður, hafði kynnst áburðardreifingu og sáningu fræs úr flugvél á námsárum- sínum í Bandaríkjunum og var því þessum málum kunnugur. Hugmyndin fékk góðar undirtektir hjá félagsmönnum og grasa- nefnd var sett á laggirnar sem sinna átti undirbúningi. Ég skrifa stundum dagbók og í henni sé ég, að fyrsta landgræösluferð félaga úr Baldri var farin 9. júlí 1965. Ég hafði fengist við uppgræðslu í tilraunareit við Hvítárnes á svokallaðri Tjarnheiði í nokkur ár og árangur af tilraunum með ýmsar grasteg- undir innan girðingar var jákvæöur. Um leið hafði ég fylgst með gróðri á Svartár- torfum undanfarin 10 ár, en hann var á hröðu undanhaldi og var raunar að hverfa. Gróðurvinin viö Hvítárnes er einn sér- stæðasti hálendisgróður á íslandi og við Svartártorfur er mikil náttúrufegurö eins og þar. Hvítárvatn og Langjökull blasa við í vestri og fjallasýn er fögur allt um kring. Okkur fannst því nokkurs virði ef okkur tækist að bjarga þessum gróðurleifum og réðumst því í þetta með því hugarfari, að tækist þetta vel, gæti það orðið gott fordæmi. Fyrsta árið var borið á svæöið, rutt niður moldarbörðum og sáð. Annað árið var landið girt. Þá höfðum við samið við bændur, sem þarna áttu afrétt, að við gætum tekið þetta land til uppgræðslu, en mundum síðan skila því aftur. Girðingin nær frá brúarsporðinum á Hvítá neðan við Hvítárvatn og aö brúnni á Svartá. Svæðiö er vestan vegarins að Hvítárnesskálanum og er 4 km að lengd og 1 km aö breidd. Eins og áður sagði, var landið þarna að blása upp og víða voru Svartártorfur horfnar með öllu en suðurhluti svæðisins örfoka. Landið þarna hefur áður verið gróið og því hlýlegt meöan það var þakiö víði og birkiskógi. Utan girðingar er landið nú víðast blásið ofan í eggjagrjót eins og það var í lok jökultímans. Þegar slíkt land, þar sem jarðvegur er þurr og með þykkum vikurlögum er snöggbitið, er ekki á góðu von. Með ofbeitinni veikist svöröurinn og rof myndast og þá á uppblásturinn greiðan aðgang. Landgræðslan eða Sandgræðslan eins og hét þá, var okkur hjálpleg. Á hennar vegum var borið á svæðið úr lofti og þarna hefur verið dreift árlega 18 tonnum af áburði úr flugvél, aðallega á örfoka melana sunnan megin í girðingunni. En frá upphafi hafa Baldursmenn fariö í árlegar feröir og unnið þarna aö uppgræðslu." „Hvers vegna var þessi staður valinn — langt uppi á hálendi? Því ekki í byggð, þar sem nóg er af melum og urð?“ „Það er vissulega víða þörf á land- græðslu í byggð, en þar koma til fleiri hendur við að bæta gróður. Gróðri er hættast á mörkum hálendis og láglendis. Þar hefur beitin gengið svo nærri gróðri, að þar er hann á hröðustu undanhaldi. Þar er þörfin því mikil að stöðva uppblástur. Og svo var forvitnilegt að vita hvernig þessi tilraun tækist. Hitt er svo annað mál, að það er erfitt fyrir áhugamannahópa að sinna slíku iandi. En okkur fannst þetta mikið hugsjóna- mál og tímabært að opna augu almennings fyrir þessum málum. Sandgræðslan á vegum ríkisins hafði vissulega unnið gott Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.