Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 13
r samstarf á aö vera á jafnréttisgrundvelli. — Eigið þiö Svíar ekki í erfiöleik- um meö aö skilja Norömenn og Dani, þear þeir tala sínar eigin þjóðtungur? — Eg held aö langflestir Svíar skilji Norðmenn án nokkurra öröugleika og einnig sænskumælandi Finna. Hins vegar gengur okkur öllu verr aö skilja Dani, einkum vegna framburðarins. Þegar sænska sjónvarþið sýnir danska þætti eru þeir alltaf meö sænskum texta, og stund- um norskir þættir líka. Mér finnst þaö slæmt vegna þess að Svíar leggja sig þá síður fram viö aö skilja grannmálin. — Eru ekki til margs konar mállýzkur í sænsku? — Jú, fyrir utan staöbundnar mállýzkur eru til nokkrar málgeröir, sem allar eru jafnréttháar. Þær helztu eru miðlands- sænska, vestursænska og suöursænska. Sumir telja, aö fallegasta sænskan sé töluð í Norrland, en þar er málið ákaflega tært og skýrt í framþurði. Eftir því sem sunnar dregur veröur þaö ógreinilegra. Hinar staöbundnu mállýzkur eru yfirleitt mjög á undanhaldi, og er útvarpi og sjónvarpi yfirleitt kennt um. Sannleikurinn er hins vegar sá, aö skólarnir eiga hér mikinn hlut að máli, því aö kennsla fer ekki fram á mállýzkum. Yngra fólkið er því smám saman aö týna þeim niöur, en þó eru ekki mörg ár síðan íbúar tveggja smábæja i Dölunum gátu alls ekki skiliö hver aðra, enda þótt ekki væri mjög langt á milli staðanna. Víöa í Svíþjóö eru starfandi félög, sem reyna aö sporna gegn því aö mállýzkurnar deyji út, og á undanförnum árum hefur þaö oröið tízka hjá ungu tónlistarfólki aö syngja texta á ýmsum mállýzkum. Þetta virðast hafa oröið eins konar viöbrögð gegn ensk-amerískum áhrifum, sem voru mjög ríkjandi á tímabili og eru raunar enn. — Á tímabili andaöi mjög köldu frá Svíum í garö Bandaríkjamanna, er þaö þá liðin tíð? — Eftir heimsstyrjöldina síðari litu margar þjóöir á Bandaríkin sem frelsara heimsins, en í sambandi viö Víetnamstríöið breyttist þessi skoöun. Svíar urðu manna háværastir í gagnrýni á Bandaríkin og sambúö ríkjanna varö mjög stirö um skeið. Eftir aö Bandaríkjamenn hættu hernaði í Víetnam hljóönaöi gagnrýnin aö mestu, og rödd Svía á alþjóðavettvangi hefur ekki veriö mjög áberandi síöan. Ég er þess fullviss, aö viö Noröurlandabúar höfum mikið aö gefa öörum og því meira þeim mun betur sem viö stöndum saman. Þess vegna er norræn samvinna ekki aðeins mikils viröi fyrir okkur, heldur einnig fyrir aörar þjóðir heims. — Mér sýnist flestir þeir, sem hafa lagt stund á norsku hér, hafa einhvers konar tengsl við Noreg, enda þótt þeir hafi ekki allir dvalizt þar. Og aö sjálfsögöu kemur dönskukunnátta til góöa viö norskunám. Grundvöllur sem íslenzkir nemendur hafa er yfirleitt mjög góöur og allt annar en hjá Norðmönnum, sem byrja að læra íslenzku og þurfa aö eyða löngum tíma í aö læra aö þeygja orðiö hestur í öllum föllum eintölu og fleirtölu. Kannski myndu fleiri nemendur en raun ber vitni læra norsku, ef þeir heföu von um aö geta notfært sér kunnáttu sína viö kennslu, en mér skilst að danska sé allsráðandi í íslenzka skólakerfinu, þótt nemendur geti fengiö aö taka próf í norsku eða sænsku, ef þeir hafa verið í Noregi eða Svíþjóö eða eiga norska eöa sænska foreldra. Sem stendur viröist því vera dálítill lúxus aö læra norsku hér á íslandi. — Ýmsir íslendingar, sem hafa verið í Noregi, kvarta yfir því aö Norömenn viti sáralítið um ísland nútímans. Heldurðu aö þaö rétt? — Já, ég hugsa aö Norðmenn viti yfirleitt miklu meira um fornsögurnar en þaö sem er aö gerast á íslandi nú á tímum. Þaö er lítiö um almennar fréttir frá íslandi í norskum fjölmiðlum, og norska sjónvarpið flytur sárasjaldan efni frá íslandi. Mér er vel kunnugt um þaö, því aö ég hef yfirleitt veriö beöinn um að þýða þaö sjónvarps- efni, sem norska sjónvarpinu hefur borizt frá íslandi. Þaö kemur varla fyrir, aö íslenzkar kvikmyndir séu sýndar í norskum kvikmyndahúsum. Ég held aö ég hafi bara séö eina. — Telur þú, aö íslendingar séu utan- garös í norrænni samvinnu? — Ég var nýlega að lesa grein eftir Indriöa G. Þorsteinsson rithöfund, þar sem hann heldur þessu fram, og þótt hann hafi tekið nokkuð djúpt í árinni, er sennilega mikiö tii í því sem hann segir. í vitund Norðmanna þýöir hugtakiö norræn sam- vinna samstarf Noregs, Svíþjóöar og Dan- merkur. Finnland er innan sviga og ísland alveg úti í horni. Þessi hugsunarháttur gefur þó ugglaust ekki rétta mynd af því, sem raunverulega á sér staö á vettvangi Noröurlandaráðs. — Nú er það nokkuð almenn skoöun á hinum Norðurlöndunum, aö íslendingar séu undir sterkum bandarískum áhrifum. Finnst þér þetta líka? — Mér fannst það fyrst, þegar ég kom hingaö og ég gæti trúað því, aö margir Skandinavar, sem hingaö koma fái þetta sterklega á tilfinninguna. En viö nánari kynni af íslendingum kemst maöur aö raun um, aö amerísku áhrifin eru einkum á yfirboröinu. Þau rista alls ekki djúpt. VISUR í Mjög gerist vesælt menningarfátæki vort Fyrir skömmu gekk smiöur þessa þáttar framhjá tveimur gömlum mönnum, sem sátu á bekk á torgi. Þeir voru aö tala um heilsufar sitt og aldur. Annar þeirra sagði meö nokkrum þunga: Það skal ég segja þér, karl minn. Þaö fer enginn einum degi fyrr en honum er ætlað, þaö skakkar ekki mínútu. í íslenskum bókmenntum er víöa talaö um örlög og forlög. Þetta ér rík trú meðal íslendinga, bæöi í heiðindómi og á öldum kristnínnar, á okkar tímum er talað um forsjón guðs. Til er aldagömul vísa er hljóðar svo: Forlög koma ofan aö, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum staö, en ólög fæðast heima. 1Í þessari gerð er vísan eignuö Páli Vídalín lögmanni, f. 1667, d. 1727, en eldri gerö er til, nokkuö ööruvísi og er hún í rímum eftir Guðmund Andrésson frá Bjargi, sem dáinn var nokkrum árum áöur en Páll fæddist. Tvær gamlar vísur: 1. Auönuslyngur einn þá hlær, annar grætur sáran, þriðji hringafold sér fær, fjórða stinga dauðans klær. 2. Góðar stundir gleðinnar glati lundarpínum, Ijúfa pundið lukkunnar lendi í mundum þínum. Margar eru vísurnar sem ortar hafa l veriö á íslandi í anda hinnar römmu i forlagatrúar sem hér hefur ríkt — og ríkir kannski enn. Ein er svona: Hvað á að segja? Forlög fleygja okkur, eins og heyji í harðviðri, hels að degi kastandi. striðsarunum siöari, er sagt fra Asgeiri Einarssyni á Þingeyrum. Hann var hagur á flest. Um bát, er hann haföi smíöað, orti hann: Til þín vandist bænin bein, ég bið með anda sterkum, að engum standi manni mein af mínum handaverkum. Þessi bænavísa er gott dæmi um þaö hve mikla trú menn höfðu á skáldskapn- um. Þaö geröi heita bæn til almættisins enn líklegri til áhrifa, aö binda hana í rím og hljóðstafi, eins og vísa ætti öruggari áheyrn en sundurlaust bænakvak. Til eru margar stökur af þessu tagi, stundum lét bátasmiðurinn þaö vera sitt síðasta handtak aö skera út slíka vísu á þóftu eða plitta, oft var þá nafn bátsins og stundum eiganda þar innbundið. Um skáldskap var aö sjálfsögöu varla aö ræöa í þessu sambandi. Ásgeir Einarsson alþingismaöur frá Kollafjarðarnesi í Strandasýslu flutti aö Þingeyrum í Húnaþingi vorið 1861. Hann var oft í viðarflutningum frá Ströndum og var stundum hætt kominn. í einni slíkri ferö orti hann vísu þessa: Ei mig hræðir aldan stinn, oft sem næði brýtur, því á hæðum hugurinn hafnir gæða lítur. Hvergi koma prentvillur sér jafnilla og þar sem bundið mál er annarsvegar. Ef skakkur bókstafur býr til nýtt orö getur þaö gjörbreytt merkingu eöa skemmt rím og hljóðstafasetningu. Þá er ekki um annað aö ræða en prenta vísurnar aftur í von um betri útkomu. Eftirfarandi stökur eru eftir vestur-íslenska skáldiö Káinn: Aldrei brenni ég bragða vín né bragi nenni að tóna. Fellt hefur ennþá ást til mín engin kvenpersóna. Kunnugir töldu þetta aö öllu öfug- mælavísu, hitt var sönnu nær: Önnur, sem líklega Strandasýslu, er svona: er ættuö úr Boða kljúfum amaóms á unaðsljúfu fundum, þó að skrúfur skapadóms skemmtan rjúfi á stundum. Oft eru það óskilgreinanleg máttar- völd, sem ráöa. Rétttrúaöir nefna tæpi- tungulaust þann guö, sem öllu ræöur. Hér er ein vísa af því tagi. Dagana alla drottinn minn dilli þér á örmum. Sútargalla sefi þinn sólarhalla kóngurinn. Sútargalli er auövitað mótlæti, hugar- angur, og aö kunna ekki aö taka öllu meö kristilegu jafnaöargeöi. Hér er því ósk og predikun. í minningabókinni Gamlar glæöur eftir Guöbjörgu frá Broddanesi, er út kom á Mín eru Ijóð ei merkileg, mínir kæru vinir. En oft og tíðum yrki ég öðruvísi en hinir. Roskinn rithöfundur, sem aö sjálf- sögðu er búinn aö lifa sitt fegursta og besta skeið og því farinn aö fella af, var spurður hvernig honum litist á bók- menntasmekk bókaþjóðarinnar sem geröi kynlífsreynslubækur aö metsölurit- um ár eftir ár. Hann svaraði meö eftirfarandi vísu: Mjög gerist vesalt menningarfátæki vort, mætti ég heldur biðja um rómatískustu vellu en þessa lágsigldu kynóðu kellingasort og karlmennskuhugsjón drukkinnar rennusteinsmellu. J.G.J. — S. 41046

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.