Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 2
ASTA NORÐMANN fyrsta íslenzka konan sem lærði listdans Fyrri hluti - Bergljót Ingólfsdóttir skráði [>að þykir ekki lengur í frá- sögur færandi þó íslensk ung- menni leggi land undir fót, haldi út í heim til að nema einhver þau fræði, sem ekki er hægt að fullnema hérlendis. Fyrir nokkru.n áratugum þótti slíkt tíðindum sæta, eins og þeir muna, sem til vits og ára eru komnir. En fyrir rúmlega hálfri öld heyrði slíkt til undantekninga, ekki síst ef í hlut áttu ungar stúlkur, enda í þá daga fyrst og fremst um það hugsað, að þær fengju menntun í þeim kvenlegu fræðum, sem að gagni myndu koma í húsmóðurstarfinu. En hugur hennar Ástu Norð- mann, fyrstu íslensku konunnar, sem lagði stund á nám í list- dansi, hefur greinilega beinst á aðrar brautir en þær hefð- bundnu. Hvað skyldi hafa orðið til þess, að kornung stúlka úti á Islandi fékk áhuga fyrir slíku námi, stúlka, sem aldrei hafði til útlanda komið og því ekki séð fyrir sér listdans? I>að var um þetta og margt fleira, sem undirritaöa langaði að fræðast, er hún bað þennan frumkvöðul danslistarinnar á ís- landi að segja frá námi sínu, starfi og IíFi yfirleitt. Að gömlum og góðum íslensk- um sið er sjálfsagt að biðja Ástu að segja fyrst frá foreldrum sín- um, systkinum og uppvexti. Ef til vill er þar að finna hvat- ann að því ævintýralega fram- taki ungrar stúlku að halda út í hinn stóra heim og hefja nám í þeirri framandi listgrein, dans- inum, fyrir meira en hálfri öld. „Ég átti yndislegt æskuheimili“ segir Ásta, „og á ákaflega dýr- mætar minningar um foreldra og systkini. Foreldrar mínir voru hjónin Jórunn Einarsdóttir frá Hrauni í Fljótum og Jón Steindór Norðmann frá Barði í fljótum, síðar kaupmaður á Ak- ureyri, en þar bjuggu foreldrar mínir mest allan búskap sinn. Þeim fæddust sjö börn, þar af lést eitt, Einar, í bernsku. Hin systkinin eru í aldursröð: Katr- Frá fyrstu danssýningunni í Iðnó: Asta Norðmann í ungverskum dansi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.