Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 7
Bóndastaðan gerði Stephen G. Stephans- son að óháðu skáldi og menntamanni Ávarp Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra við vígslu sérstaks safns um skáldið á samkomu í Markerville 7. ágúst sl. Virðulegi ráðherra. Góðir vígslugestir. Ég mun fyrst tala á ensku, síðar á íslensku. F.h. íslensku ríkisstjórnar- innar leyfi ég mér að þakka menningarmálaráðherra Al- berta-fylkis og fylkisstjórninni í heild þann sóma sem minningu Stephans G. Stephanssonar er sýnd með vígslu þessa safns. Með stofnun minningasafnsins er fengin viðurkenning fyrir því, að íslenska skáldið Stephan G. Stephansson skipar heiður- sess meðal landnema í Kanada á 19. öld. Hann sannaði með dæmi sínu að landnemarnir fluttu með sér úr heimalöndum sínum margvíslegar gáfur og hæfileika, sem hin nýja fóstur- jörð auðgaðist af. Stephan G. Stephansson flutti með sér skáldskapargáfu og alhliða menningaráhuga, sem var langt umfram það, sem almennt gerist, að ekki sé minnst á að hann var óskóla- genginn maður og stundaði lengi einyrkjabúskap og aðra erfiðisvinnu sér til framfæris. Það hlýtur að vekja athygli að útlendur bóndi á landnámsjörð í afskekktri sveit í Kanada, þús- und mílur frá menntastofnun- um og „siðmenningu" skuli hafa samið skáldverk, sem standa jafnfætis eða ofar því sem gert var best í Kanada á þeirri tíð. Hins vegar gat Stephan G. Stephansson ekki orðið frægur meðal Kanadamanna almennt, því að hann orti á máli smá- þjóðar og tilheyrði örsmáum minnihluta í landi þar sem ensk tunga hlaut að ráða ríkjum ásamt frönsku að nokkru leyti. Fyrir þær sakir hefur ekki verið rúm fyrir nafn Stephans G. Stephanssonar í almennri bókmenntasögu Kanadamanna. Minnihlutamenn hafa ekki átt þar heima til þessa. Nú sjást þó teikn um það, að afstaðan til minnihlutahópanna sé að breyt- ast. Sögu þeirra ber að skrá skilmerkilega og setja í rétt samhengi við meginstraum kanadískrar sögu, sögu hins enska meirihluta. Og nú beini ég máli mínu sér- staklega til Kanada-íslendinga, sem hér eru staddir. Hvað varðar íslenska þjóðar- brotið í Kanada og framlag þess til kanadískrar menningar, er brýnt að kynna fyrir alþjóð í Kanada ævi og skáldskap Stephans G. Stephanssonar, sem sumir bókmenntafræðingar hafa talið í hópi mestu skálda, sem lifað hafa og starfað í Kanadabyggðum fyrr og síðar. Algildir dómar í þeim efnum eru að vísu vafasamir. En víst er að Stephan G. Stephansson var stórskáld og hugsuður, sem á erindi til allra manna, hvaða tungu sem þeir tala, en þó fyrst og fremst til Kanadamanna, auk samlanda skáldsins, íslend- inga. Vafamál er að nokkur land- nemi í Kanada, fyrr eða síðar, hafi lýst landnámsumhverfi sínu, mikilleika náttúrunnar og veðrabrigðum, sumri og vetri, af slíku andríki og skáldfegurð sem Stephan G. Stephansson. Enginn hefur túlkað í ljóði veruleika landnámsmannsins eins og hann. Mörg af verkum þessa íslensk-kanadíska land- námsskálds hafa ótvírætt gildi fyrir kanadíska þjóðarsögu og menningarlíf, fyrst og fremst sögu Alberta-fylkis í lok 19. ald- ar og fyrstu áratugi hinnar 20. Ég lýsi fögnuði mínum að Stephan G. Stephansson hefur nú hlotið opinbera viðurkenn- ingu Alberta-fylkis sem einn af merkustu andans mönnum, sem þar hafa lifað og starfað. Ég endurtek þakkir mínar til menningarmálaráðherrans, frú Le Messurier, og allra annarra sem unnið hafa frábært starf að því að endurreisa hús skáld- bóndans Stepðhans G. Steph- anssonar og hinnar merku eig- inkonu hans, frú Helgu Jóns- dóttur, og barna þeirra. Það er sérstök ánægja að hér er stödd dóttir skáldsins, Rósa Stefáns- dóttir, eins og hún heitir á ís- lensku. Hún er sá tengiliður við forna frægð þessa húss, sem gerir minninguna að lifandi veruleika. Síðast en ekki síst vil ég þakka frú Le Messurier þá vin- semd í minn garð og konu minn- ar að bjóða okkur að vera heið- ursgestir við þetta einstæða tækifæri. Ég á ekki orð til að lýsa ánægju minni með ferðina hingað, og tilefnið sem hún tengist. Nú mun ég mæla nokkur orð á minni eigin tungu, íslensku, og beina máli mínu til gestanna frá íslandi. Kæru landar. Hér er samankomið fjöl- menni af íslandi, langferða- menn og pílagrímar. Uppistað- an í þessum hópi eru félagar í deild Þjóðræknisfélagsins á ís- landi og íslenskir bændur og bændafólk. Fer vel á því að þessir aðilar sæki þessa hátíð- arsamkomu hér í Markerville, því að Þjóðræknisfélagið og bændasamtökin hafa átt ómældan þátt í að ráðist var í að endurreisa hús Stephans G. Stephanssonar og afla nafni hans þeirrar viðurkenningar yf- irvalda hér í landi að hús hans þætti verðugt til varðveislu sem minjasafn á vegum hins opin- bera. Þetta framtak ykkar, kæru landar, leyfi ég mér að þakka af alhug og samgleðst ykkur yfir árangri góðra verka. Þjóðrækn- isfélagið vinnur að því að hlúa að íslenskum menningarerfðum Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur hús Stephans G. Stephanssonar í Kanada formlega verið vígt sem opinbert safn á vegum fylkisstjórnarinnar í Alberta. Vígsluathöfnin fór fram í fógru sumarveðri laugardaginn 7. ágúst sl. úti fyrir húsinu sjálfu að viðstöddu miklu fjölmenni. Er talið að þarna hafi verið samankomin a.m.kv 700—800 manns, þar af 200 ferðamenn frá íslandi, aðallega bændur í bændaför, þeirra á meðal Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands. Endurnýjun hússins hefur staðið yfir í allmörg ár og unnið að verkinu af hinum mesta myndarbrag og áhuga af hálfu menningarmálaráðherra Al- bertafylkis og starfsmanna ráðuneytisins, sem um slík mál fjalla. Fer ekki milli mála að minningu Stephans G. Stephanssonar er með þessu sýndur mikill sómi. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, og kona hans voru heiðursgestir við vígsluathöfn- ina. Við það tækifæri flutti ráðherrann eftirfar- andi ávarp. Hús Stephans G. Stephanssonar í Markerville hefur nú verið endurbætt og leit þannig út í sumar. Neðri myndin er tekin í skógarlundi þar nærri á hátíðinni 7. ágúst sl., og ræðir Ingvar Gíslason og kona hans, Ólöf Auður Grlingsdóttir, við kunnan Vestur-íslending, Stefán J. Stefánsson frá Gimli. í Vesturheimi og efla tengslin milli Islendinga heima og fólks af íslenskum ættum hér vestra. Þjóðræknisfélagið hlaut því að láta sig skipta það menningar- framtak, sem hér hefur verið sýnt og opinberast nú í þessum hátíðahöldum í dag við hús skáldsins. íslenskir bændur hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og lagt því ómetanlegt lið í verki, m.a. með fégjöfum sem um hef- ur munað. Ahugi bændanna og liðveisla þeirra í þessu máli er reyndar vel við hæfi og sprottið af vitundinni um skyldur bændastéttarinnar við minn- ingu skáldbóndans, sem ber einna hæst hinna mörgu ís- lensku bænda, sem einnig voru skáld og sum mikil skáld, s.s. Bólu-Hjálmar á íslandi og landnemasonurinn Guttormur J. Guttormsson í Nýja-íslandi við Winnipeg-vatn. ■ Að vonum hafa margir undr- ast ágætan skáldskap Stephans G. Stephanssonar og ekki fengið skilið hvernig „ómenntaður bóndi" — eins og sagt er — gat lyft sér í hæðir andríkis og speki og kafað djúpt í dul mannssálarinnar. Hvaðan komu Stephani G. Stephanssyni hæfi- leikar og menntun til þess að verða mikið skáld? Að sjálf- sögðu hafði hann meðfæddar gáfur til skáldskapar og and- legrar iðju yfirleitt. Hann hafði einnig viljann og metnaðinn til þess að rækta gáfur sínar. En hví ekki að leita skýringar í því menningarsamfélagi sem hann var runninn úr, íslensku bændaþjóðfélagi, eins og það var á 19. öld og eins og það hafði þróast í 1000 ár? Frásagnir af bernsku og æsku Stephans G. Stephanssonar í Skagafirði og Bárðardal benda ekki til annars en að hann hafi lifað í vel menntuðu samfélagi og menntast sjálfur af íslensk- um bókum og samneyti við gáf- að fólk án þess að hann gengi á annan skóla en þann sem heim- ilið og sveitin voru honum. Bendir allt til þess að Stephan G. Stephansson hafi siglt til Ameríku með góða almenna menntun auk snilligáfu sinnar, sem fáum er léð. í Ameríku opnuðust honum nýjar leiðir til sjálfsmenntunar, sem hann færði sér í nyt eins og best mátti verða. Ensk tunga veitti honum aðgang að víðáttumikl- um bókmenntaheimi og upp- sprettu þekkingar. Þá virðist mér einnig — þvert ofan í það sem stundum er gefið í skyn — að lengst af ævi sinnar í Vesturheimi hafi Stephan G. Stephansson haft ýmsar næð- isstundir, utan brauðstritsins, til þess að sinna hugðarefnum sínum, skáldskap og stjórnmál- um, svo og bréfaskriftum til Frh. á bls. 16. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.