Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 4
Heimili þeirra Kristínar og Páls var samkomustaður þeirra íslendinga sem dvöldu í Leipzig um þessar mundir. Má þar nefna Sigurð Nordal, Björgu Þorláksdóttur (sem fyrst ís- lenskra kvenna lauk doktors- prófi), Arnfinn Jónsson síðar skólastjóra (föður Róberts leik- ara), Jóhann Jónsson skáld og konu hans, Nikkelín, Friðþjóf, son Jónasar í Bárunni í Reykja- vík, Annie og Jón Leifs. Það var oft glatt á hjalla, ým- islegt skrafað og gert sér til gamans, þegar landarnir hitt- ust. Dag einn þegar komið var saman hjá þeim Kristínu og Páli spyr Páll Jón Leifs hvort hann sé með nokkurt nýtt tónverk á prjónunum. Jón kveður já við því og þá biður Páll hann að lofa þeim að heyra. Jón sest við flyg- ilinn, spilar mikið og þungt um stund. Að því loknu ræskir Páll sig en Nikkelín segir: „Aum- ingja hljóðfærið." Eitt sinn er Sigurður Nordal kom í heimsókn stakk Páll upp á því, að við færum öll í Auer- bach-bjórkjallarann, en þar er sagt að Göethe hafi skrifað Faust. Þarna í kjallaranum stóð stór bjórtunna upp við vegginn og var það siður manna að setjast klofvega á hana. Og það gerðu þeir Sigurður og Páll. Kristín vildi ekki láta sitt eftir liggja, hún var svo heppin að vera í víðum kjól, og gerði sér lítið fyrir og snaraði sér upp á tunn- una. Þegar við vorum komin aft- ur að borðinu bar þar að blóma- sölukonu og keypti Sigurður af henni yndislega rós, gengur til Kristínar, nælir rósina í barm hennar, stígur eitt skref aftur á bak, segir „Madame" og hneigir sig djúpt að „Hoffmannasið". Heimkoman En námstíminn í Leipzig tók enda og Ásta hélt heim. Oskar bróðir hennar hafði þá keypt neðri hæð hússins nr. 35 við Laufásveg og þar bjuggu þau með móður sinni næstu árin þau þrjú systkinin, sem ekki höfðu stofnað eigið heimili, þau Óskar, Ásta og Jórunn. „Það fyrsta, sem ég gerði við heimkomuna," segir Ásta, „var að æfa fyrir danssýningu, sem halda átti í Iðnó. Hákonsen, sem þá rak Iðnó, lét setja teppi á sviðið því ég dansaði berfætt. Dansarnir voru tíu að tölu og samdi ég þá sjálf að undantekn- um ungverskum dansi og „menuett". í tveim síðasttöldu dönsunum var ég þó ekki ber- fætt, heldur í stígvélum úr leðri, sem ég kom með með mér heim, í ungverska dansinum og í hvít- um skóm með lágum hælum í „menuettinum". Lárus Ingólfsson teiknaði fyrir mig búningana og voru þeir mjög fallegir. Þessari sýningu var ákaflega vel tekið, enda var hún sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Um gagnrýni frá listrænu sjónarmiði var ekki að ræða, enda hafði enginn þekkingu til að fjalla um slíkt á þeim tíma, en dr. Helgi Pjeturss fór um hana nokkrum orðum í Vísi dag- inn eftir, og lýsti henni með Æskuheimili Ástu Norðmann í Ásbyrgi í Reykjavík. Við píanóið situr Jón Norðmann, hjá honum stendur Kristín, fyrir miðri mynd eru Óskar og Katrín. Til luegri er svo Jórunn Einarsdóttir með yngstu telpurnar, Astu sér við hsgri hönd, og Jórunni við vinstri. Myndin er líklega tekin 1915. Hér túlkar Asta draum í dansi. þessum orðum: „Nú er vorið komið." Um haustið, það var árið 1922, hóf ég danskennslu í Bárunni (síðar KR-húsið), sem stóð yið norðvesturhorn Tjarnarinnar í Reykjavík. Ég var þá 18 ára og heldur uppburðarlítil. Mágur minn, Einar Viðar, eiginmaður Katrínar systur minnar, kom með mér niður eftir til að vera mér til halds og trausts við upp- haf fyrstu kennslustundarinnar. Hann leiddi mig út á gólfið og kynnti mig fyrir væntanlegum nemendum mínum með þeim orðum „að hér væri komin unga stúlkan, sem ætlaði að kenna þeim dans.“ Kenndi ég bæði barna- og samkvæmisdansa, nemendur voru á öllum aldri. Næstu árin hélt ég kennslunni áfram, fyrst í Bárunni, eins og áður segir, síð- an í Gúttó en lengst af í Iðnó. Á tímabili var með mér við kennsluna æskuvinkona mín, Guðrún Eiríksdóttir, nú de Fontenay, einn vetur kenndi með mér þýsk kona, Lis Thor- oddsen, eiginkona Emils Thor- oddsen, og í mörg ár unnum við saman ég og Sigurður Guð- mundsson klæðskeri og dans- kennari. Tryggur förunautur minn með músíkina var Vigdís Jakobsdóttir. Á hverju vori voru haldnar danssýningar nemenda, dans- ana samdi ég jafnan sjálf. Fór ég yfirleitt árlega til út- landa til að kynna mér nýjungar í dansinum. Eina slíka ferð fór- um við saman árið 1929, Katrín, systir mín og ég. Sáum við mjög margt fallegt og þar á meðal hlustuðum við á fiðlusnillinginn Fritz Kreizler í Albert Hall og sáum sjálfa Önnu Pavlovu dansa í Dauða svansins, en það var einmitt sá ballett, sem gerði hana heimsfræga. Ekkert kynslóðabil Það var á þessum tíma, sem ég tók mig til og fór að læra á gítar. Móðir mín átti gamlan gítar, bassastrengirnir voru úr kopar og efri strengirnir úr girni. Fór ég til eldri konu, Höllu Waage, systur Jens Waage leikara, í gítartíma. Halla bjó í gömlu húsi í Þingholtsstræti á móti sótt- varnarhúsinu. Hún kenndi mér öll gripin á gítarinn og fjöldann allan af lögum þessa mánuði, sem ég var hjá henni, þar á með- al nokkuð sem heitir „niður- stemmdir valsar" og voru mjög erfiðir, þá hef ég hvorki spilað fyrr né síðar. Halla bjó í einu herbergi og hafði svartan olíu- ofn til að hita upp með og sjóða á. Það var alltaf funhiti hjá henni þegar ég kom, hún setti lok á ofninn og reykeisi þar á, svo sátum við sín hvoru megin við ofninn, gamla konan og unga stúlkan, með sinn gítarinn hvor og spiluðum við saman af hjart- ans lyst þessar kvöldstundir. Þar var ekkert kynslóðabil. Það var líka mikið spilað og sungið heima hjá okkur á Lauf- ásvegi, þangað kom ungt fólk og nágrannar, sem gaman höfðu af að hlusta á tónlist og syngja." Síðari hluti birtist í næsta blaði. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.