Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 6
ferðargötum borgarinnar. Ég þóttist vita að hún væri á leiðinni til fyrrnefnds veit- ingastaðar. A þeirri göngu- för átti hún eftir að fara yfir margar þvergötur með um- ferðarljósum og grænu ljósin voru vitanlega miklu skammlífari en hin rauðu því að réttur hins gangandi manns þrengist nú sí og æ í umferðinni. Mér var það sönn ráðgáta hvernig þessi fjörgamla, fatlaða mann- eskja, kappklædd mörgum þykkum flíkum og vafin sjaldruslum hið efra í brenn- andi sólarhitanum, gæti komist gangandi leiðar sinn- ar þarna í brjálaðri síðdegis- umferðinni. En sú enska skildi bersýnilega vísdóms- orð Einars Benediktssonar: „Vilji er allt sem þarf.“ Ef til vill hafði þetta sígilda spakmæli mótast í huga þjóðskáldsins okkar á ætt- jörð þessarar öldruðu konu? Enda þótt ég ætti fremur annríkt þennan dag gat ég ekki stillt mig um að fylgjast með ferðalagi konunnar góða stund. Hún dragnaðist löt- Sigurður Skúlason magister Ógleymanleg manngerð Furðulegt má heita að af mörgum þúsundum manna, sem borið hefur fyrir augun á lífsleiðinni, skuli erlend kona, sem maður veit alls engin deili á og hefur aldrei átt orðastað við, verða minn- isstæðust þeirra allra! Það eina, sem ég veit um þessa manneskju, er að hún var ensk því að fólkið í frönsku stórborginni, þar sem hún birtist skyndilega fyrir um það bil 10 árum, kallaði hana „þá öldruðu ensku". Við sáum hana fyrst, tveir íslendingar, er við sátum við veitingaborð úti fyrir greiða- sölu við fjölfarna göngugötu og vorum að horfa á og rabba saman um fjölbreytt mannlíf sem streymdi fram hjá. Þarna sat fólk af ýmsum þjóðernum og var mikið skrafað á þó nokkrum tungu- málum. Allt í einu stein- þagnaði kliðurinn og allir gestir litu í sömu átt. Eftir götunni sást eitthvert ferlíki í kvenmannsmynd koma þrammandi löturhægt, borið uppi af tveim hækjum. Þegar það nálgaðist kom í ljós að þar fór kona sem virtist dæmigerður fulltrúi hvers konar ellihrumleika hins ÖII þrautsegja Bretans virtist saman komin í þessari stór- vöxnu manneskju, sem staul- aðist áfram á hækjunum í sólarhitanum til að fá sitt te. svonefnda velferðarþjóðfé- lags. Hún hlaut að vera komin á tíræðisaldur. Starfsstúlkurn- ar í hressingarskálanum þarna brugðu snarlega við, hlupu á móti gömlu konunni, gripu undir handlegg hennar og studdu hana til sætis. Hún urraði eitthvað, sem við heyrðum óglöggt, en reyndist auðvitað vera beiðni um te, þennan alkunna átrúnaðar- drykk Englendinga. Um leið dró hún upp ærið fornlega pyngju sem hún rétti stúlk- unum. Þær sögðu okkur seinna að sú gamla hefði gert þær að eins konar fjárhalds- mönnum sínum, enda greip hún víst venjulega niður þarna í veitingastofunni hjá þeim. Svo var það nokkrum dög- um seinna að ég sá þessa há- öldruðu konu koma riðandi niður eftir einni af aðalum- urhægt áfram, nam vitan- lega staðar við allar þvergöt- urnar, sem hún þurfti að komast yfir, lamdi með hækjunum í gangstéttarnar þar og urraði um leið eitt- hvað sem enginn skildi. Og sjá: Hjálpsamir Fransmenn, sem eru allra manna greið- viknastir við hið „fagra kyn“, hlupu óðara til og svifu með kellínguna yfir göturnar. Eftir hraðanum á þessu ferðalagi að dæma taldist mér til að hún myndi verða hátt upp í tvær klukkustund- ir til veitingastaðarins; þangað hefur verið álíka langt og innan af Hlemmi og niður á Lækjartorg í Reykja- vík. Óttist ekki elli, þér Isalands meyjar, kvað höfðinginn og þjóð- skáldið Bjarni Thorarensen í frægum eftirmælum á fyrri hluta 19. aldar. Óþarft hefði verið að telja þannig kjark í þessa ensku konu fyrr á ár- um. Hún virtist í hárri elli vera hugrekkið dæmigert. Ofurmannlegur lífsþróttur hennar og ódrepandi seigla minnti mig á frægt hugtak sem kallað var BRESKA LJÓNIÐ fyrr á tíð. 6 Leiðrétting: „í Lesbók 15. maí sl. er ranglega tilgreindur höf- undur vísunnar Eg á byggð á bröttum hól, sögð eftir Þorstein Valdemarsson. Hún er eftir Guð- finnu Þorsteinsdóttur móður okkar Þorsteins, er hafði höf- undarnafnið Erla. Hún er birt í bók hennar Fífulogar á síðu 158. — Einnig er í sömu Lesbók leið- rétt nafn Sigfinns Mickaelssonar og hann nefndur Sigfús, kannast ég ekki við að það sé rétt. Sig- finnur var kunnur hagyrðingur á Austurlandi. Hann drukknaði 1930 ásamt þremur börnum sín- um. Móðir mín orti erfiljóð og birti í bók sinni Hélublóm á síðu 109. Með kveðju, Guðrún Valde- marsdóttir, Selfossi.“ Ég þakka og biðst afsökunar á mistökum mínum. Fleiri létu til sín heyra um þetta sama. Guðfinna var Austfirðingur f. 1891, d. 1954, auk ljóðabókanna, sem hér hafa verið nefndar, komu út eftir hana barnaljóð í einni bók og tvö frásagnasöfn. Meðal kvæðanna voru lausavísur og skulu nú fram tínd nokkur sýnishorn. 1. Lífið nýju Ijósi í leit ég, þegar skyggði. Eru tíðast yfir því ótal litabrigði. 2. Þegar blæða undir inn, andann mæða sárin, hugga og græða huga minn hljómar, kvæði og — tárin. 3. Last frá öörum leynt og bert lamar viðkvæmt hjarta. Ef þú sjálfur sannur ert sæmir ekki að kvarta. 4. Þó að skalli þinn sé ber það mun ekki saka. Bara ef heilinn ekki er eins og pönnukaka. 5. Misjöfn gæði lífið lér. Lánið flestir elta. Leggi happ í lófa þér lífsins hlutavelta. G. Vaknar sól í faðmi fjarðar. Flýr hin úrga nótt. Blóm af móðurbrjóstum jarðar bergja lífsins þrótt. 7. Bliknuð þyrlast blöð af grein. Blærinn hauðrið strýkur. Ef ég mætti annafargi varpa Þannig von min ein og ein út í bláinn fýkur. 8. Ekki er bót að barma sér böl þótt ýfl sárin. Þolinmóð ég baggann ber og brosi í gegnum tárin. 9. Hugann fyllir þögnin þín, þegar ein ég vaki, síðan gleðisólin mín seig að fjallabaki. 10. Sjaldan hefur sést i loft. Satt mun best að skrifa. Þetta liður, þó að oft þyki myrkt að Jifa. 11. Valið lið að veislu sat. Vistir ekki þurfti að klaga. Etin var í eftirmat allvel krydduð lygasaga. 12. Maöur kemur manns i stað, mjög til ásta frekur. Fyrr en varir öðrum að ekkjan hallast tekur. 13. Kyljan beygir bliknað strá, blöð af kvistum slítur. Sumra von og sumarþrá sömu örlög hlýtur. 14. Vilji í gönur þráin þín þjóta úr hjartans leynum, skaltu æ sem viðsjált vín varast ást í meinura. 15 Af mér hristi armlög þin, okkar skiptum réði, — sá þó glöggt, að synjan mín sveið þér innst í geði. 16. Aftur myndi ylna lund, óma þögul harpa, ef ég mætti eina stund annafargi varpa. Og svo aö lokum tvær vísur úr ávarpi til Jóns S. Bergmanns: Frónska þjóð, sem færð í arf, flest, er skáldin vinna. Illa er goldið afreksstarf óðsnillinga þinna. Langt er síðan sá ég þig, sól í heiði skína, læt nú baða og blessa mig bjarta geisla þína. J.G.J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.