Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 11
Á Bislet í Osló medan yfir stóð keppni við Norðmenn og Dani, sem íslendingar unnu og er það einhver frækilegasta frammistaða af þeirra hálfu, fyrr og síðar. Hér hafa þeir hallað sér utan í Gunnar Huseby, Magnús Jónsson, síðar óperusöngvari, Torfi Bryngeirsson, sem er fyrir miðju, og Haukur Clausen. Úr Noregsferð KR-inga 1949. Myndin er tekin í Haugasundi. Frá vinstri: Trausti Eyjólfsson, Þórður Þorgeirsson, Friðrik Guðmundsson, Torfi Bryngeirsson, Gunnar Huseby, Sfgurður Björnsson, Sveinn Björnsson og framan við hann Eggert Sigurlásson, þá norskur fararstjóri og Brynjólfur Ingólfsson, sem var fararstjóri hópsins í Noregsferð- berg var sterkur í stönginni og ég þurfti virkilega að taka á honum stóra mínum til að vinna hann. Sem sagt; hér varð að velja og það var algerlega mín ákvörðun; ég átti bæði fyrsta og síðasta orð þar um. Og um þá ákvörðun mína að velja heldur langstökk- iö varð heldur enginn ágreining- ur. Þegar kom að úrslitakeppn- inni, var lítilsháttar m^tvindur orðinn og ekki eins hagstætt að stökkva og áður. Ég fór samt strax í fyrsta stökki yfir 7 metra. Hollendingur, sem talinn var sigurstranglegur og búinn að ná 7,50, fór 7,20 í fyrstu til- raun og virtist halda að það væri talsvert vænlegt til sigurs við þessar aðstæður. í annarri tilraun náði ég mjög góðu stökki, en teygði mig heldur langt og datt afturábak úr niðurkomunni. Það var svo í 5. tilraun, að ég náði 7,32 eða 12 sm framfyrir Hollendinginn, sem varð annar — og í síðustu tilraun fór ég aftur framúr hon- um og stökk þá 7,30 m. Við gátum fylgzt með tölun- um, sem komu upp á töfluna og mér brá ónotalega þarna undir lokin, þegar ég sá einn stökkva og síðan töluna 7,44 koma upp á töfluna. Mér þótti það samt skrýtið; stökkið virtist ekkert sérstakt. Tvær mínútur eða svo liðu; þá munu einhverjir hafa séð, að mistök höfðu átt sér stað og upp kom leiðrétting: 6,44. Mér létti stórlega. Á sama tíma vann Ragnar Lundberg stöngina með 4,30 og ekki þori ég að fullyrða að ég hefði gert betur — um það er engin leið að segja. Lundberg taldi sig hinsvegar hiklaust hafa unnið í fjarveru minni, því aðra þurfti hann ekki að óttast." „Hér heima varö mikil hrifn- ingaralda, þegar þetta spurö- ist?“ „Við vorum að minnsta kosti allkátir sjálfir. Og það er rétt að þessi frammistaða þótti lofs- verð. Við heimkomuna tók Sveinn heitinn Björnsson forseti á móti liðinu og Gunnar Thor- oddsen, sem þá var borgarstjóri í Reykjavík, hafði móttöku. Ekki má ég heldur gleyma því, að heiðursvörður úr minni vakt í lögreglunni stóð við landgang flugvélarinnar. Mínir menn í löggunni voru hæstánægðir og ég fékk heillaóskaskeyti frá Sig- urjóni lögreglustjóra. Eftir á finnst mér, að þessi sigur sé ein stærsta stund í lífi mínu. Og ég mundi hiklaust taka þátt í þessu aftur, væri ég orðinn ungur í annað sinn og ætti völina." „En fieiri stórar stundir munu hafa orðiö hjá þér þetta sama ár?“ „Rétt er það. Ég staðfesti ráð mitt og kvæntist um haustið. Konan mín heitir Jóhanna Pét- ursdóttir og er úr Reykjavík. Við hófum okkar búskap í ris- íbúð við Laugateig og þótti gott þá. Nú búum við í einbýlishúsi, sem ég byggði í Blesugróf; keypti þar gamalt hús, reif það og byggði nýtt. Við fluttum þar inn 1980. Fjögur börn eigum við, sem öll eru uppkomin. Þau hafa ekki reynt að feta í fótspor mín í langstökki og stangarstökki, en synir okkar hafa þess í stað ver- ið í knattspyrnu og leika báðir með Fram.“ „Einhverntíma á árunum á meöan afrekin í Bríissel voru enn í fersku minni, flaug sú fiskisaga, að Evrópumeistarinn í langstökki væri nú orðinn út- gerðarmaöur f Vestmannaeyj- um.“ „Sú fiskisaga var ekki alveg út í bláinn. Ég hætti í lögreglunni 1955 og við fluttumst þá til Vestmannaeyja. Þar fór ég í út- gerð í bili; við keyptum 12 tonna bát, bróðir minn og ég, og við gerðum hann út í þrjú ár. Öðru hvoru var ég sjálfur á sjó og lík- aði það alltaf vel.“ „Var gott að koma aftur til Eyja?“ „Já, það var viðkunnanlegt að eiga þar heima að nýju; maður féll inn í þetta umhverfi á fyrir- hafnarlausan hátt. Og svo fór, að við bjuggum í Eyjum í 14 ár, eða til ársins 1969. Á þeim árum byggðum við einbýlishús — og niður á það eru 50 metrar núna. En sem sagt; ég hætti útgerð eftir þrjú ár og var eftir það verkstjóri hjá Einari ríka. Að sjálfsögðu var gott að vera flog- inn, þegar ósköpin dundu yfir 1973 og síðan þá hef ég ekki kannazt við mig til fulls í Eyj- um. Það, sem ég vildi helzt finna þar, er ekki lengur til og kemur aldrei aftur. Margt fullorðið fólk á erfitt með að sætta sig við það. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur ’69, vann ég um tíma við verzlunarstörf, en stofnaði eigið fyrirtæki í árs- byrjun 1974. Það heitir Búi- byggingarvörur. Þetta er um- boðs- og verktakafyrirtæki og verzlun í þeim skilningi, að sem verktaki útvega ég efni. En það er ekki venjuleg smásala. Uppúr þessu fór ég að sérhæfa mig í pappa- og asfaltþökum; bæði nýlagningum og viðhaldi. Nú er farið að nota mikinn þakhalla og járn miklu meira en áður var gert á einbýlishús til dæmis, en asfaltþök eru áfram notuð á stærri byggingar." „Þú lifir sumsé að hluta á þessum stóru mistökum, að þjóð, sem býr við aðra eins úr- komu og veðurfar skyldi nokk- urntíma láta sér detta annað eins glapræði í hug og fiöt þök.“ „Ég vil ekki meina, að það sé glapræði. Pappaþök og flöt þök hafa ekki gott orð á sér; rétt er það. En það er ekki á sanngirni byggt. Sjáðu til; járn er gott og blessað, sé þakhallinn nægur. En stundum er verið að láta það á þök með of litlum halla og þá lekur alltaf. Af mörgum slíkum húsum hef ég rifið járnið og gengið frá pottþéttu pappaþaki. Og það er heldur ekki sama, hvernig verkið er unnið. Hjá þér hafa þeir, sem húsið byggðu, annaðhvort ekki kunnað sitt fag, eða verið vísvit- andi að svindla með þvi að sleppa loftrásunum. Fúsk í þessu efni er jafn slæmt og í hverju öðru. Það er dýrt að gera pappaþök úr garði eins og þarf á íslandi, en þá er það líka bezta þak, sem völ er á. Þessi margfrægi húsleki stafar næstum alltaf af vitlausum frágangi í upp- hafi. Sé rétt að öllu staðið, er við- haldið sára lítið, en gott að endur- nýja slitlagið ofaná eftir svo sem 15 ár. I fyrra var ég að endurnýja inni. slitlagið í fyrsta sinn á 27 ára gömlu húsi og aldrei hafði það lek- ið dropa." „Sumarið er auðvitað vertíð- in í þessari atvinnu?" „Það liggur í hlutarins eðli, að vorið og sumarið er háannatími og maður dregur ekki af sér þeg- ar þurrt er. Lofthiti verður að minnsta kosti að vera yfir þrem- ur stigum vegna asfaltsins og það verður að vera þurrt á með- an lagning eða viðgerð fer fram. Að vetrinum er ekkert hægt að gera langtímum saman; þó er oft verið í einhverskonar björg- unarstarfi vegna þess að húsleki er að gera einhverjum lífið leitt. Vinnutíminn er oft æði langur á sumrin, því margir kalla á sama tíma og halda þá, að þeir séu einir í heiminum." „Það fer víst ekki á milli mála að þetta er erfiðisvinna. Ertu farinn að þreytast?” „Ekki finn ég það hið minnsta, enda er ég stálhraust- ur og verður aldrei misdægurt. Kannski er maður einum of værukær og latur við að hreyfa sig þegar lítið er að gera og þá eru aukakílóin fljót að gera vart við sig. Eins og er get ég ekki sagt, að ég sé í neinu sporti og geri ekkert sérstakt til að halda skrokknum í lagi, nema hvað ég nýt þess að fá mér hressilega göngutúra. Svo það er líklegt, að maður mundi ekki stökkva mjög langt í langstökki núna, — mundi líklega hrópa húrra fyrir sjálfum mér, ef ég næði út í gryfjuna," „Hvenær kcpptir þú síðast?“ „Það var á þjóðhátíð í Eyjum 1957 eða ’58, — þá í stangar- stökki, Valbjörn var þá uppá sitt bezta. En í þetta síðasta skipti, sem ég keppti, stökk ég 3,50 m, en fékk þá einhvern sting í gegnum mig og þorði ekki að reyna við hærra.“ Frh. bls. 12. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.