Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 12
I einni af mörgum keppnisferöum til Norðurlanda. Hér er Torfi á Ráöhús- torginu í Kaupmannahöfn ásamt konu sinni, Jóhönnu Pétursdóttur. „Viö vorum búnir í fyrri hluta þessa samtals að ræða um Evrópumeistaramótið í Briissel 1950, þar sem þið ifuseby unnuð ykkar frækilegu sigra. En þínum keppnisferli innanlands og utan lauk ekki þar með?“ „Því fór fjarri, enda var ég þá ekki nema 24 ára og átti að eiga allt mig bezta eftir. Árið eftir, 1951, setti ég nýtt íslandsmet í stangarstökki uppá 4,32 metra og það var þá þriðja bezta afrek- ið á heimsafrekaskrá. Þetta var að sjálfsögðu á stálstöng. Og vegna þess að ég er líklega að komast á karlagrobbsaldurinn, þá er bezt að segja frá því, að um svipað leyti kom mynd af mér utan á brezka íþróttablað- inu World Sports ásamt Arthur Wint, lækninum stóra og skref- langa frá Jamaica. Þetta ár, 1951, stóðum við ugglaust á hátindi getunnar og það var ekki verið að keppa við nein útnes eða Norðurkollubúa, heldur landslið Dana og Norð- manna. Það er kannski farið að fyrnast, en það var óneitanlega stór dagur fyrir okkur og ís- lenzkar íþróttir, þegar við unn- um þessi lönd sama daginn, 29. júní 1951. Og sama dag unnu Is- lendingar landsleik við Svía á Melavellinum. Þá voru Akurnes- ingarnir uppá sitt bezta með Rikka, Donna, Þórð og Teit. Þetta var sannarlega stór dag- ur.“ „Jafnvel hinir stærstu sigrar fyrnast og gleymast og áreið- anlega eru margir búnir aö gleyma þessu, sem gerðist þarna fyrir 31 ári. Þú hefur verið okkar tromp í þínum greinum, langstökki og stöng?“ „Já, ég keppti í þeim og vann hvorttveggja auðveldlega; var hársbreidd frá Evrópumeti í stönginni, en felldi þá hæð, 4,42, með hendi á niðurleið. Þetta var galli sem plagaði mig: að slá vinstri hendi niður, þegar yfir rána var komið í stað þess að lyfta henni upp. Auk þessa kom ég inn í 4x100 metra boðhlaupssveitina fyrir Hauk Clausen, sem hafði togn- að. Ég hljóp siðasta sprettinn; vissi að það voru beztu sprett- hlauparar Norðurlanda, sem voru á hælunum á mér; allt menn uppá 10,5 og 10,6. Ég heyrði í þeim blásturinn á bak við mig alla leiðina, en það var ég sem sleit snúruna. Það er nú raunar í eina skiptið, sem ég sleit snúru á stórmóti. Ásmund- ur Bjarnason var þá á fyrsta spretti og geysilega haröur, Hörður Haraldsson á öðrum og Orn Clausen á þriðja. Þeir stóðu sig allir mjög vel. Huseby vann bæði kúlu og kringlu, Skúli Guðmundsson há- stökkið, Guðmundur Lárusson bæði 400 og 800 metrana, Örn Clausen 110 og 400 metra grindahlaup og Hörður Har- aldsson bæði 100 og 200 metr- ana. Þetta var alveg makalaust; áreiðanlega einn af stærri dögum í sögu íslenzkra íþrótta." „Þú hefur varla veriö á þeim buxunum að hætta eftir þetta eftirminnilega sumar og aðeins hársbreidd frá Evrópumeti í stönginni?“ „Æfíngar- og keppnis- ferðir voru farnar að koma niður á afkom- unni, svo ég gerði það upp við mig, að keppn- isferillinn heyrði til liðinni tíð — og fékk engan fíðring í mig á vorin.“ „Alls ekki. En eftir áramótin 1952 sprakk í mér maginn. Það hafði í för með sér sjúkrahús- vist, langar frátafir frá æfing- um og ég átti í því framá mitt sumar. Það kom sér illa, því það var ólympíuár, framundan voru Ólympíuleikar í Helsinki. Ljóst var, að maður yrði ekki uppá sitt harðasta, og nú gat ég ekki eins og áður gengið að ákveðn- um árangri nokkurnveginn vís- um. Ég var góður annan daginn, en gekk illa hinn. Samt komst ég í ólympíuliðið og glansaði í gegnum forkeppnina í Helsinki með 4 metra stökki eins og ekk- ert væri. En þetta misjafnlega góð form sagði til sín í aðal- keppninni. Ég fór þá yfir 3,95, en felldi 4,10 á furðulega klaufa- legan hátt. Líklega vantaði mig aðeins herzlumun í tíma til að vera í toppformi. Aðeins viku síðar vann ég flesta kappana í stangarstökki; stökk þá 4,35, sem var nýtt Islandsmet og stóð að mig minnir til 1957, að Val- björn bætti það. Eins og í London 1948, voru þetta glæsilegir og eftirminni- legir Olympíuleikar og mikið ævintýri að vera þar þátttak- andi. Þarna varð sú endurtekn- ing frá Ólympíuleikunum í London, að Tékkinn Emil Zat- opek var hetja leikanna og ár- eiðanlega sá íþróttamaður þar, sem mest var dáður.“ „Nú eru liðin slétt 30 ár síð- an. Settirðu punktinn aftan við keppnisferil þinn þarna?“ „Nei, það var tveimur árum síðar. Þá fórum við nokkrir á næsta Evrópumeistaramót, sem fram fór í Bern í Svisslandi í það skipti. Það er síðasta stór- mótið á erlendri grund, sem ég tók þátt í. Enn var það stöngin, sem ég spreytti mig á, en var svo 12 Árið 1952 stökk Torfí 4,32 á stálstönginni og varö þaö áriö 9. á heimsafreka- skrá. Yfírburðir hans hér heima voru slíkir, að hann stökk rúmlega hálfum metra hærra en næsti maður. óheppinn að togna á æfingu á Melavellinum skömmu fyrir ferðina utan. Talið var að það mundi jafna sig á þeim tíma, sem var til stefnu, en svo var nú ekki. Þá þurfti að ná 4,10 til að komast í aðalkeppnina og strax í atrennunni fann ég mikinn sárs- auka. Ég lét mig samt hafa það og komst yfir. En þar með var draumurinn búinn. Þetta stökk ýfði svo upp tognunina, að úti- lokað var fyrir mig að taka þátt í aðalkeppninni og ég varð að láta mér nægja að horfa á. Þunnur þrettándi það. Sem bet- ur fór jafnaði þessi tognun sig fljótt, og aðeins 4—5 dögum síð- ar stökk ég hvað eftir annað yfir 4,30 á móti í Kaupmannahöfn. En sem sagt; þetta varð ekki önnur eins sigurför og á Evrópumeistaramótið í Brússel fjórum árum áður. Ásmundur stóð sig frábærlega þarna; hljóp 200 metrana afskaplega glæsi- lega á 21,5. Þetta sumar, 1954, varð síð- asta keppnissumarið mitt. Og heimkominn úr förinni til Bern setti ég punktinn aftan við keppnisferilinn. Lífsbaráttan tók við. Og samt var ég aðeins 27 ára og sem stangarstökkvari átti ég að eiga allt mitt bezta eftir á næstu 4—5 árum. En það kom ekki til greina að láta reyna á það frekar. Æf- ingar og keppnisferðalög voru þá farin lítið eitt að koma niður á afkomunni og maður varð að gera dæmið upp við sig. Og alla tíð hef ég verið sáttur við niður- stöðuna. Það hefði samt verið nóg við- fangsefni um langan tíma að þiggja öll þau boð sem bárust. Til dæmis kom boð frá Rússum um, að við Ragnar Lundberg færum til Sovétríkjanna í keppnisför, sem standa átti í heila þrjá mánuði og þar áttum við að keppa við þeirra fremstu menn, víðsvegar í þessum víð- lendu ríkjum. Ég þáði það ekki, meðal annars vegna þess, að þriggja mánaða dvöl í Sovétríkj- unum kostaði að vera settur á svartan lista í Bandaríkjunum á dögum kalda stríðsins, — og þá alls ekkert færi á að komast þangað. En þannig var, að um tíma hafði ég hug á að komast í herskóla í Pasadena í Kali- forníu; sá skóli var fyrir fallhlíf- arhermenn. Ég átti að vera þar skráður, læra fallhlífarstökk og æfa stangarstökk eins og mig lysti. En þegar til kastanna kom, guggnaði ég; var þá kominn með konu og barn og óttaðist að verða kannski innlyksa fyrir vestan. Og það kærði ég mig ekki um. Svo ég gerði upp við mig í eitt skipti fyrir öll, að keppnisferill minn heyrði til lið- inni tíð og þessi möguleiki yrði ekki til umræðu. Það var sárs- aukalaust; ég fékk engan fiðring í mig á vorin. En mér hefur heldur aldrei komið til hugar að sjá eftir einni einustu mínútu, sem í þetta fór.“ Gísli Sigurösson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.