Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 3
Dans saminn við Nocturne eftir Chopin. Asta Norðmann á danssýningunni i Iðnó: Dana Anitru úr Pétri Sígaunadans Gaut Sígaunadans ín, Jón, Kristín, Óskar, Ásta og Jórunn, af þeim eru á lífi auk mín systur mínar Katrín og Jór- unn. Faðir minn lést árið 1908 og þá stóð móðir mín ein uppi með hópinn sinn, yngstu börnin enn smábörn. Hún var vel stæð efnalega en erfitt hefur það ver- ið samt. Þá var það að bróðir hennar, Páll Einarsson, fyrsti borgar- stjórinn í Reykjavík, hvatti móður mína til að flytja suður, hann var þá orðinn ekkjumaður og átti tvö börn. Fengum við húsnæði í sama húsi og Páll bjó, það hét Ásbyrgi og stóð á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Það hús brann fyrir mörgum árum og þar eru nú bifreiðastæði. Móðir mín hélt hús fyrir bróð- ur sinn og börn hans tvö, Árna, síðar verkfræðing, og Kristínu, er varð eiginkona Theódórs Jak- obssonar, skipamiðlara, ólumst við þarna upp saman frænd- systkinin eins og systkinahópur væri. Bróðir minn, Jón Norðmann, hélt ungur utan til náms, hann var við nám í píanóleik í Berlín. Þess má geta að góður vinur hans á námsárunum var hinn þekkti píanóleikari Wilhelm Kemff, en það eru oft leiknar hljómplötur með leik hans í út- varpinu. Þegar Jón var heima í fríi var heimili okkar samastaður þeirra ungu listamanna, sem voru við nám erlendis á þessum árum. Þeir komu reglulega saman hjá okkur og spiluðu og sungu. Móð- ir mín, sem var ákaflega mynd- arleg húsmóðir, sá þá jafnan um veitingar handa unga fólkinu. Þessar „músík“-stundir eru mér í fersku minni svo og unga lista- fólkið, en það voru Pétur Jóns- son, óperusöngvari, Páll Isólfs- son, Dóra og Haraldur Sigurðs- son, Eggert Stefánsson, söngv- ari, og Muggur, Guðmundur Thorsteinsson, myndlistarmað- ur. Kona Muggs, sem var dönsk, kom einhverju sinni heim klædd dökkgrænni, aðskorinni flau- elskápu, afskaplega fallegri og allt öðru vísi en hér var vani að sjá í bænum og þess vegna hefur þessi flík fest mér svo í minni. Jón bróðir minn lést árið 1919 og var öllum mikill harmdauði. En þrátt fyrir föðurmissi á ung- um aldri og þá sorg, sem fylgdi láti Jóns bróður míns í blóma lífsins, er ekki hægt að segja annað en að æska mín hafi verið yndisleg. Músíkin var eins og rauður þráður í gegnum æsku- heimilið, við systkinin spiluðum öll á hljóðfæri. Þær leikkonurnar Guðrún Indriðadóttir og Stefanía Guð- mundsdóttir höfðu dansskóla fyrir börn og unglinga hér í bænum og þangað fékk ég að fara sem unglingur og lærði samkvæmisdansa, hafði ég mjög gaman af því.“ Leipzig Við þeirri spurningu hvort tónlistaráhugi á æskuheimilinu hafi orðið til að vekja áhuga Ástu fyrir listdansnámi svarar hún: „Það má vel vera og er í raun sennilegt, tónlist og dans- list eru samofnar greinar. Hér voru ekki aðrir möguleikar til að sjá danssýningar en í sambandi við uppfærslu á leikritum. Mér er það minnisstætt hvað ég hreifst af að sjá Guðrúnu Indr- iðadóttur leikkonu dansa sóló- dans, sem hún hafði sjálf samið, í Nýársnóttinni." Og unga stúlkan, Ásta, hélt út í heim til að læra listdans aðeins 17 ára að aldri. Það þætti mörgu foreldri ungt jafnvel nú til dags. „Ástæðan fyrir því að ég fékk að leggja upp í þetta ævintýri," segir Asta, „var sú, að Kristín systir mín giftist Páli ísólfssyni og voru þau á förum til Leipzig þar sem hann var við nám. Ég bjó hjá systur minni og mági þennan vetur og var undir þeirra verndarvæng. Þeir voru dýrlegir dagarnir í Leipzig og ég fékk mikið út úr dvölinni þar. Komst ég í einka- tíma til konu, sem sjálf var sóló- dansari við Óperuna í Leipzig og tók nemendur heim til sín. Hún var mér í alla staði mjög góð, kenndi mér mikið um hreyf- ingar, upphitunaræfingar og samningu dansa. Ibúð þeirra Kristínar og Páls samanstóð af stórri stofu þar sem var flygill, svefnherbergi hjónanna, herbergi, sem ég hafði, og svo var eitt aukaher- bergi, nokkuð rúmgott, þangað sem Páll flutti hljóðlaust orgel með „pedölum" sem hann æfði sig á. En í þessu herbergi fékk ég að æfa mig að vild á milli kennslustunda. Fyrir utan nám- ið ber hæst í minningum þau tækifæri, sem við systurnar fengum til að njóta yndislegrar tónlistar í Leipzig. í Gewand- haus, sem var eitt þekktasta hljómlistarhús þeirra tíma, komu fram allir þekktustu tón- listarmenn og stjórnendur. Nemendur tónlistarskólans fengu alltaf afhenta aðgöngu- miða að „generalprufum" þar og nutum við systurnar góðs af því. Auk þess fórum við alltaf einu sinni í viku til að hlusta á ynd- islegan orgelleik Páls í Tómas- arkirkjunni og á söng drengja- kórsins og er óhætt að segja, að það hafi verið sannkallaðar helgistundir. Straube prófessor var aðalkennari Páls og það sagði mér ungur Norðmaður, Arild Sanvold að nafni, sem einnig var nemandi hans, að prófessorinn hafi ekki einungis viljað fá Pál sem eftirmann sinn, þ.e. sem organista við Tómasarkirkjuna, heldur hafi hann viljað fá hann sem tengda- son líka. En Páll átti Kristínu sína og það er óhætt að segja að hún hafi verið honum alls staðar til sóma þar sem þau fóru. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.