Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 15
Húsgögn á markaðnum Útskorin húsgögn halda alltaí velli "XL ' ÍK 1 B M WBhajpm [j| . í húsgagnaþáttum þessum, sem hófu göngu sína í sumar, hafa verið kynnt nýtízkuleg húsgögn og einnig hefðbundin, — en báðir þessir flokkar skiptast í margar undirdeild- ir. í síðasta þætti voru til dæmis kynntir enskir stólar og sófar með hefðbundinni vattstungu. Annað — og trúlega ennþá hefðbundnara, eru svo útskorin húsgögn. Raunar má alveg fullyrða að þau eigi sér lengsta sögu ails þess, sem fæst á húsgagn- amarkaði og nægir að benda á út- skurð forfeðra okkar, víkinganna. Sá þráður hefur aldrei slitnað. En nú á dögum vélvæöingar í húsgagna- iðnaði eru handskornir munir sjaldgæf fyrirbæri. Það er einfald- lega of seinvirk aðferð i fjöldafram- lciðslunni. Þeir framleiðendur eru þó tU, sem hafa haldið sínu striki í handskurði á tréverki — og þeir hafa átt sinn kaupendahóp ekki síð- ur en aðrir. Handskorin húsgögn hafa verið fáanleg á husgagnamarkaði hér síð- asta áratuginn og ugglaust Iengur. Mesta úrvalið hefur verið frá Wood Bros í Englandi; kallað Old Charm. Lengi vel voru þessi Old Charm- húsgögn seld í Húsgagnaverzluninni Dúnu, sem hefur nú hætt smásölu, en búðin er áfram í Síðumúla 23 og hefur Húsgagnaverzlunin Víðir tekið við henni og selur Old Charm áfram. Þarna er um margt að velja; eink- um skápa af ýmsum gerðum og borðstofuhúsgögn. En einnig fjöl- breytt úrval af smáborðum og stól- um, jafnvel bar og hjónarúm með himni. Hér verður látið nægja að kynna boröstofu, sem er svo klassísk, að hún gæti verið úr búi langafa og langömmu. Þetta eru eikarhúsgögn í ævagömlum stíl, en eikin er öll massíf og hægt að fá hana bæsaða með tvennskonar blæbrigðum. Borð- stofuboröið er hægt að lengja uppi 2,65 m; það er á útskornum súlufót- um og með þverslá. Verðið á því er kr. 13.450. Stólarnir eru úr samskonar eik með útskurði og yfirdekkt meö nautsleðri. Verðið er 4.950 kr. stykk- ið, en armstólarnir kosta kr. 6.450. Ýmsar gerðir borðstofuskápa eru fá- anlegar með, en skápur eins og sá sem sést á myndinni kostar kr. 23.600. Allt borðstofusettið kostar því kr. 70.140. Húsgagnaverzlunin Heimilið hf. á Sogavegi 188 hefur um árabil haft á boðstólum útskorin húsgögn, innflutt frá Belgíu. Væntanlega verður svo áfram; þar á meðal þetta útskorna og virðulcga borðstofusett, sem er að segja má klassískt í þá veru, að annar skápurinn er hár og með gleri í hurð- um, en hinn á breiddina og hugsaður sem góð hirzla fyrir það sem heyrir til borðstofu. Borðið er sporöskjulagað og undirstrikar þær mjúku línur, sem víöa koma fyrir, t.d. í öllum fótum. Trúlega er þó ekki hægt að heimfæra þetta uppá neinn ákveðinn stíl. Efnið er eik, sem allsstaðar er massíf nema í borplötunni og um út- skuröinn er það að segja, að hann er að vcrulegu leyti vélunninn, en að lok- um yfirfarinn með handverkfærum. Sumt er raunar þess eðlis, t.d. skreyt- ingarnar efst á skápnum, að þar verð- ur einungis að handskera. Áklæðið á stólnum er pluss. í fuliri stærð er borðið 2,30 m á lengd og er þá rúmgott fyrir 10 manns. Það kostar eitt sér kr. 10.600. Stólarnir eru á kr. 2.100 stykkið, glerskápurinn á kr. 10.150, en aðal- skápurinn er á kr. 23.600. Hann fæst einnig styttri. Eins og sjá má á inn- felldu myndinni, fæst sami skápur cinnig með yfirstykki, þar sem hægt er að raða diskum samkvæmt gamalli hefð. Hann kostar kr. 34.300. Allt settið, sem á myndinni sést: Borð, 6 stólar og skáparnir tveir, kost- ar samtals kr. 56.950. r i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.