Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 14
í kíkjukassastofu þeirra tíma. Á skömmum tíma spruttu þær upp eins og gorkúlur um öll Bandaríkin og kvikmyndirnar uröu einkanlega skemmtan alþýðu- fólks. og rúllaö filmunni svo áfram, svo hægt væri að taka margar myndir í röö. Jafnframt hugsaöi Edison sér sýningarkassann þann- ig, að í honum væri bæöi grammófónninn og kvikmyndasýningarvél, sem byggöi á hliöstæðum útbúnaöi og tökuvélin — og þannig gæti áhorfandinn og áheyrandinn hlustað á tónlist um leið og hann kíkti í gat og sæi myndina. Edison fól einum aðstoöarmanna sinna, W.K.L. Dickson, að framkvæma verkiö, og þremur árum síöar, eöa áriö 1889, leit „kin- etoscope" Edisons dagsins Ijós. í kineto- scopinu mátti sýna fimmtíu feta langa filmu, sem fór af einni spólu yfir á aöra, og um leiö og skildingi var stungið í vélina, kviknaöi á rafmagnsljósi, mótorinn, sem knúöi spólurnar fór í gang og áhorfandinn sá einfaldar myndir af dýrum og mönnum á hreyfingu. bessar fyrstu kvikmyndir voru ekki nema tæp mínúta aö lengd, og mynd- efnin voru t.d. maöur að hnerra, stúlka að dansa, tveir menn aö slást og þar fram eftir götunum. En engu að síður heillaöist al- menningur af þessari nýjung á sviði lifandi mynda, og fyribæriö vann skjótt hylli. Aö vísu geröi Edison sér enga grein fyrir því, hvaö þarna hafi litiö dagsins Ijós. Vafa- lítið er sitthvaö rétt hjá þeim, sem hafa haldiö fram, aö hann þekkti of lítið til meöal-bandaríkjamannsins til aö geta gert sér nokkra grein fyrir væntanlegum vin- sældum þessa fyrirbæris — og auk þess var hann niðursokkinn í upphaflegu áætl- unina, þá aö tengja saman myndi og hljóö. En „kíkjukassarnir" unnu almenningshylli, og uröu mun vinsælli en grammófónarnir höföu nokkurn tímann verið. í augum Edi- sons voru „kíkjukassarnir” hins vegar aö- eins leikfang, og þaö af ómerkilegra taginu. Þá komu menn meö betra fjármálavit til skjalanna, og hugsuöu meö sér, aö fyrst Edison vildi ekki grípa gæsina, þegar hún gæfist, skyldu þeir bara gera það sjálfir. Og fljótlega höfðu alls kyns eftirlíkingar af kíkjukassanum hans Edisons litiö dagsins Ijós út um öll Bandaríkin — og meöal þeirra, sem fremstir voru þar í flokki, var Dickson, sem hafði sagt upp störfum hjá Edison til þess aö láta hugmynd sína afla sér fjár. Fyrirtæki hans og félaga hans, Biograph, varð fljótlega einn fremsti fram- leiðandi kíkjukassa og kvikmynda í hann, og rakaði saman skildingunum í álitlegar fúlgur. Edison haföi aö vísu aflað sér einkaleyfis í Bandaríkjunum á hinni nýju uppfinningu sinni, en hann hirti ekki um aö afla sér sams konar réttinda í Evrópu. Fljótlega uröu því alls kyns eftirl/kingar til handan Atlantshafsins: Robert Paul í London og Lumiére-bræður í París framleiddu kíkju- kassa og tökuvélar, og hófu öflugan út- flutning til Bandaríkjanna. Kíkjukassarnir uröu vinsælir og þeim var komið fyrir víðs vegar á aimannafæri: á billjardstofum, á skotbrautum, í tókbaks- búöum, á járnbrautarstöðvum og annars staöar, þar sem fólk eyddi tíma sínum; og skildingastreymið jókst og jókst. Þaö er því varla nema von, fyrst almenn- ingur tók jafn vel og raun bar vitni við hinni sjónrænu nýjung, aö reynt yrði að búa svo um hnútana að margir gætu séö sömu sýn- inguna í einu. Kíkjukassinn fullnægði ekki lengur kröfum tímans; nú var þörf fyrir öfl- uga sýningarvél, sem gæti varpað lifandi myndum á stórt tjald, sem margir gætu horft á í einu. Auðvitað áttu menn von á því að Edison tæki sér fyrir hendur aö smíöa slíka sýningarvél; en hann haföi ekki öðlast neina trú á lifandi myndum, í hans augum var hér um nýjung aö ræða, sem myndi án efa hverfa í tímans rás, um leið og nýja- brumið væri farið af og fólk búið aö missa áhugann. Það er margra alda alkunna, að mannsaugað „geymir“ ímyndina af því, sem á er horft, örstuttu andartaki lengur en horft er í raun. Thauma- trope-ið svokallaða sannar það, svo ekki vcrður um villst. Það er t.d. hringlaga karton, sem á er teiknað, öðru megin fugl en hinu megin búr. Ef spotti er bundinn í skífuna og henni snúið á ákveönum hraða, sýnist fuglinn sitja inni í búrinu. Augað „geymir“ sem sagt báðar myndirnar nægilega lengi til þess að þær renni saman. En þar sem Edison haföi engan áhuga, urðu aörir til að leysa vandann, og tvær geröir sýningarvéla litu dagsins Ijós á undraskömmum tíma, „pantopticon" og „Vitascope“. i báöum vélunum höfðu tvö aöalvandamál verið leyst: hvernig mætti forða sellulosafilmunni frá því að brenna í hitanum af Ijósaperunni, og hvernig mætti sýna filmuna á svipaöan hátt og tekið var á hana: með því að renna hverri myndinni á fætur annarri, sextán á sekúndu, fyrir lins- una, halda henni kyrri í nægilega langan tíma, svo augað mætti nema hana, og þannig hverri myndinni á fætur annarri. Hvorugt fyrirtækjanna, sem framleitt höföu þessar sýningarvélar, höfðu bol- magn til að framleiða vélar í þeim mæli að dygði fyrir síauknar kröfur almennings fyrir lifandi myndir. Dickson, sá sem haföi á sín- um tíma unnið fyrir Edison, átti þátt í gerö pantaskopesins, en vitascope-sýningarvél- in var runnin undan rifjum Thomasar Arm- at. Edison féllst á það á endanum fyrir tilmæli tveggja samstarfsmanna sinna að framleiða sýningarvélar í samvinnu viö Armat — en undir eigin nafni. Edison Vita- scope var formlega tekin í notkun í apríl- mánuöi áriö 1896 — og eins og gefur aö skilja var hún tæknilega fullkomnari en báöir fyrirrennarar sínir, og árangurinn var enda ausinn lofsorði og hástig lýsingarorða ætlaöi vart að nægja fólki til að lýsa hrifn- ingu sinni. Sýningarvél Edisons seldist grimmt, og brátt voru sýningar kvikmynda orðin staö- reynd í öllum helstu borgum Bandaríkj- anna; en aö vísu skipti í tvö horn, hvernig móttökurnar voru. Vaudeville-leikhúsin sóttust á þessum tíma stööugt eftir nýjungum til handa gest- um sinum, en stjórnendur þeirra misstu skjótt áhugann á nýju sýningarvélunum sínum þar sem þeir töldu hér aöeins um tímabundiö æöi aö ræöa, er tæki fljótlega enda. En kvikmyndin hélt velli, og þar sem einn missti áhugann, uröu tíu aörir til aö fá hann. Þeir, sem höföu áöur áttt kíkukassa- stofur, sóttust eftir sýningarvélum, og þeir tóku síðan filmurnar úr kössunum og splæstu þær saman á lengri filmur, sem þeir sýndu síöan á vegg í stofunni — aörir leigðu sér sæmilega rúmgott húsnæöi, röö- uöu saman eldhúskollum og tjaldi á veggn- um á móti; þar meö var „bíóið" tilbúið. Margir verslunareigendur geröu sér bíó á loftinu fyrir ofan búöina, og bíóið varö nokkurs konar fjölskyldufyrirtæki: sonurinn annaöist sýningarvélina, dóttirin seldi miöa eða vísaði til sætis, en foreldrarnir önnuö- ust rekstur verslunarinnar á neðri hæöinni. Kvikmyndirnar, sem sýndar voru í bíóun- um voru síst merkilegri en þær sem höföu áður verið í kfkjukössunum; en þaö virtist ekki skipta neinu máli. Fólk á gangi úti á götu, dansari aö æfa sig, hnefaleikakappar aö slást, stúlka að máta skó — allt þetta og margt annað álíka virtist gleöja áhorf- endur ósegjanlega mikiö. Þaö er merkilegt aö hugsa til þess, hversu víðtæk áhrif þessi nýja uþpfinning haföi. Nú höfðu aö sönnu margar merkar uppfinningar litiö dagsins Ijós áöur, ritsím- inn, talsíminn, rafmagnsljósið. Hvert og eitt þessara nýju fyrirbæra haföi verið bylt- ingarkennd nýjung, en þaö var fjarri því aö þau heföi rekið á fjörur hins almenna borg- ara. Þaö voru aðeins betri borgarar sem höfðu fengið sér síma, rafmagniö haföi alls ekki verið leitt inn á hvers manns heimili, þegar þarna var komið sögu og ritsíminn var varla notaöur til annars af fólki almennt en til aö tilkynna veikindi eöa dauöa náinna ættingja. Kvikmyndirnar uröu aftur á móti allra eign, nánast frá upphafi; þær voru ódýr almenningskemmtun en ekki tii lúxusauka fyrir fáa útvalda. Nú ber þess aö geta, aö langstærstur hluti þjóöarinnar naut ekki á þessum tíma leiklistar í neinum mæli. Þar kom einkum þrennt til: aögöngumiðar í leikhús kostuðu sitt, leikritin voru yfirleitt skrifuö og sýnd á þann hátt aö aöeins fáir útvaldir skildu þau til fulls; þau voru því ekki líkleg til almennra vinsælda, og síöast en ekki síst haföi kirkj- an skömm á leiklistinni af ýmsum ástæö- um, einkum þó siðferðislegum. Svanur Elíasson HÚS Á SANDI Sé ég yfir kaldan sandinn grá regnský koma boðbera eyðileggingar húss þess sem ég byggöi á sandi. Vel skal til vanda ef lengi á að standa. Eric Wobma — Hollandi REYKJAVÍK Eins og mávur sveima ég um framandi götur Regndropar breyta ásjónu snæviþakins brons Ég finn til skyldleika með hörkulegri grænkunni án þess að veita athygli hæðnislegu gargi hvítra strandfuglanna NOTT A AKUREYRI Eins og aðrar nætur er þessi dimm en samt öðruvísi Engin friðandi móða umlykur titrandi stjörnurnar sem ég vil sameinast Fingur rita hringi á skelfdan pappír. Að nóttu eru allar afsakanir einskis virði. Linda Vilhjálmsdóttir VISSAN UM ÓVISSUNA Gleymdu ekki sumrinu vinur. Finndu það. Núna. Finndu. Árviss kattahlandfýlan í hámarki, þefaðu elskan. Opinberir litir á undan haldi, sjáðu ástin. Sko, skræpótt sumarið. Heyrðu! Kondu og kysstu mig. Núna. Hérna. í þessu hræðilega hryllilega hraungrýti. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.