Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 13
llpphaf kvikmyndaiönaöar í Iíandaríkjunum Jakob S. Jónsson (ók saman 1. hluti LIFANDI MYNDIR — ómerkilegt ungs manns gaman Líklega leiöa fæst okkar hugann aö upp- hafi kvikmyndageröar, þótt viö séum meö- al áhugasömustu kvikmyndaáhorfenda í heimi; tölur segja til sanns, aö hver islend- ingur sæki aö meðaltali einu sinni í mánuöi í kvikmyndahús, eöa þar um bil — sambærilegar tölur hjá nágrannaþjóðum vorum og frænda eru meira en helmingi lægri. Upphaf kvikmyndageröarinnar er aö því leytinu til fróðlegt, aö mörgum spurningum, sem skjóta upp kollinum einmitt í dag — t.d. í sambandi viö videóiö alræmda — var svarað á fyrstu árum þessarar aldar og jafnvel eitthvaö fyrr, þegar kvikmyndagerö- in var aö stíga sín fyrstu spor. í þessari samantekt veröur einkum stuöst viö bók Benjamin B. Hamptons, „History of the American film industry from it's beginnings to 1931“, en einnig veröur gripiö til annarra rita eftir því sem ástæöa þykir og tilefni gefst til; myndefniö er aftur á móti fengiö héöan og þaöan úr bókum, tímaritum og blööum. Án efa eru þeir margir, sem hafa ein- hvern tímann reynt aö búa til hreyfanlegar myndir — hver veit, nema myndir frum- manna á veggi í hellum af veiöimanni aö elta bráð sína hafi verið fyrstu tilraunir til þess, jafnframt því aö reynt var meö þeim aö ná valdi yfir bráöinni. Um þaö veröur auövitaö fæst fullyrt; hitt er vitað og hverj- um manni Ijóst, aö áhugi á myndum fór sívaxandi eftir því sem aldirnar liöu; fleiri og fleiri fengu áhuga á þessu merkilega viöfangsefni, fannst þaö heillandi og skemmtilegt og eftir því sem fengist var meira viö myndina sem slíka, varö fram- þróun í notkun hennar og möguleikum. En þaö er varla fyrr en á öldinni sem leiö, aö hægt er aö tala um byltingarkenndar upp- götvanir. Lengi höföu menn þekkt skuggann sinn, og það var vinsæl iöja bæöi hér á Vestur- löndum sem og annars staöar aö leika sér aö því aö búa til skemmtilegar og skrýtnar skuggamyndir meö t.d. höndum sínum. Og þaö hljómar ekki ósennilega, aö þaö hafi oröiö mönnum hvati til aö reyna aö leita aö aöferö til aö varpa Ijósmyndum — eftir aö þær komu til sögunnar kringum 1830 — á vegg, en áöur höföu menn málaö myndir á gler og sett í sérstakan töfralampa. Og eftir aö Ijósmyndin varö mönnum kunn, voru margir varla í rónni, eftir aö þeirri hugmynd haföi skotiö upp kollinum, aö kannski mætti láta myndina „hreyfast", aö ef til vill væri hægt aö gera myndina „lifandi". Vís- indamenn, listamenn og leikmenn jafnt í Bandarikjunum sem Evrópu helguðu sig þessu vandamáli og strituöu viö aö finna lausn þess. En þótt merkilegt kunni aö virðast voru þaö hvorki vísindamenn né listamenn, sem fundu hina endanlegu lausn á því, hvernig lifandi myndir skyldu geröar — hestamenn áttu þar drýgstan hlut að máli! Þeir höföu um nokkurt skeiö deilt um þaö, hvort hest- urinn lyfti öllum fjórum fótum samtímis frá jöröu á stökki, og Leland Stanford, fjár- málajöfur, stjórnmálamaöur og hestamað- ur kostaöi miklu fé til rannsókna á stökki hestsins, en hann var þeirrar skoöunar, aö hesturinn lyfti öllum fótum samtímis frá jöröu á stökki. En andstæöingar hans voru margir og hann fékk til liös viö sig Ead- weard Muybridge Ijósmyndara og þeir Ijós- mynduöu hesta á stökki um nokkurra ára skeið. Árangurinn lét þó á sér standa, þar til Stanford réö í sína þjónustu John D. Isaacs, vélvirkja. Issacs raöaöi mörgum myndavélum saman og kom fyrir útbúnaði, sem geröi aö verkum aö myndavélarnar tóku mynd hver á fætur annarri, eftir því sem hesturinn stökk hjá. Þannig fékkst röö mynda, sem hver sýndi hestinn í mismun- andi stellingu. Til gamans má geta þess, aö þessi aö- ferö sannaði tilgátu Stanfords: hesturinn lyftir öllum fjórum fótunum frá jöröu í stökkinu, en meö þessu haföi annaö veriö sannað um leiö, þótt þaö hafi ef til vill ekki hvarflað að Stanford hestamanni: vissa var fengin fyrir því, aö hægt var aö Ijósmynda hreyfingu. Stanford gaf Ijósmyndirnar út á bók áriö 1882, og margir uröu til þess að færa sér í nyt þá tækni, sem þar var sýnd og útskýrö. Allskyns tól og tæki sem sýndu myndaraðir af sama hlutunum litu dagsins lós, og þegar þessar sýningar voru haföar fyrir almenning, uröu undirtekirnar til aö örva menn til frekari dáöa. Á heimssýning- unni í Chicago áriö 1893 sýndi Muybrldge, Ijósmyndarinn hans Stanfords Zoopraxi- scope-iö sitt, og vakti meö því athygii og umræöur um möguleikana á gerö iifandi mynda; og það var fariö aö skrifa í dagblöö um þetta nýja myndform, sem haföi þó varla litiö dagsins Ijós ennþá. Vel aö merkja: auövitaö er ekkert líf í „lifandi rnynd". Lifandi mynd er í sjálfu sér aðeins venjuleg kyrr mynd — en af því aö um er aö ræöa röö mynda, sem eru teknar af sömu hreyfingu, stig af stigi, viröist myndin vera lifandi, hreyfingin vera sam- felld. Áugaö er þaö ófullkomið, þrátt fyrir allt, að þaö tekur ekki eftir því, aö þaö er aðeins tiltekinn fjöldi kyrrmynda sýndur á hverri sekúndu; myndin veröur „lifandi". Um þetta leyti rannsökuöu margir menn hvor í sínu lagi, hvaö myndirnar þyrftu aö vera margar á sekúndu, til að hreyfingin yröi sem eölilegust á aö sjá. Tilraunir voru geröar meö allt frá sex myndum á sekúndu upp í fjörutíu myndir á sekúndu, og loka- niöurstaöan varö sextán myndir á sekúndu — en nú á tímum er brugöiö upp á hvíta tjaldinu tuttugu og fjórum myndum á sek- úndu. Þetta var nú ágætt, svo langt sem þaö náöi á sínum tíma. Verst var þó, aö engin var myndavélin til' aö taka svona margar myndir á hverri sekúndu, þótt menn heföu einhverja hugmynd um, hvernig ætti aö fara að því aö sýna þær. Isaccs haföi raöaö mörgum myndavélum saman, en auðvitaö var sú aöferö ótæk þegar til lengdar lét. Auk þess var mönnum annar vandi á hönd- um. Myndavéiar á þessum tíma voru svo mikil tæki, og myndin var tekin á gler. Allar tilraunir til aö búa til myndavél, sem gæti tekiö á sextán glerplötur á sekúndu voru því út i hött. Glerið var óþjált í meðförum og auk þess brothætt. Önnur efni uröu aö koma til sögunnar, ef átti aö takast ekki aöeins aö sýna lifandi myndir, heldur einnig aö taka þær. Lausnin haföi í raun litiö dagsins Ijós: George Eastman og fyrirtæki hans, Kodak, haföi framleitt sellulosafilmu, sem var ekki aðeins þjál, það mátti einnig varöveita hana á rúllu. En vegna þess aö Hannibal Godwin, efnafræöingur í New Jersey, haföi gert sömu uppgötvun um sama leyti, lenti uppgötvunin eftir lát Godwins hjá dómstól- um, meðan veriö var aö ganga frá einka- rétti og leyfum; en lyktir uröu þær, aö Eastman og Kodak-fyrirtækiö uröu lang- stærstu framleiöandi sellulosafilmunnar. Um svipaö leyti var Thomas Alva Edison, uppfinningamaöurinn víöfrægi, upptekinn af grammófóninum sínum, sem hann haföi sett á markað á níunda áratugnum. Edison, sem fylgdist ávallt vel meö öllum nýjum uppfinningum sem litu dagsins Ijós, þóttist sannfærður um, aö fólki myndi þykja skemmtilegt aö geta horft á lifandi myndir og hlustað um leiö á tónlist af grammófóni. Og Edison fann á endanum réttu leiðina til þess aö geta búiö til kvikmyndatökuvél: sellulosinn virtist ákjósanlegt efni í filmuna, en eftir stóö aö hanna útbúnaö, sem gæti staðsett filmuna fyrir framan linsu, haldið henni þar nógu lengi til að taka eina mynd Eadweard Muybridge bjó tii sýn- ingartæki, sem hann nefndi zoo- praxiscope. Þaö vakti mikla athygli á heimssýningunni í Chicago 1893. Kíkjukassi Edisons. Örin bendir á kíkjugatið, sem horft var í. í kassan- um var hægt aö skoöa allt að 50 feta langar kvikmyndir. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.