Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 5
Tryggvi V. Líndal NÆTUR- VÖRÐURINN í kvöldhúminu snýr leðurblökumaðurinn lyklinum rglampandi skránni. í síðum frakka stikar óreglumaðurinn út um hliðið heima. Ég heyri spor mín fjarlægjast, harðsoðin augu nágrannanna finn ég í hnakkanum. Stífur eftir strætisvagni bíður hann, meðal flissandi unglinga, og brothættra drykkjuræfla undir lögreglueftirliti. Nóttin: Þögn í glerbúri. Eyrun gæla við vélarhljóð, dynki, brunabjöllu sem aldrei hringir, nema stundum. Villt hljóð máfanna skerast út úr himinhveli ljósaskiptanna. Skuggar þeirra byltast um í fjöruborði himinsins. Úttaugaður, brothættur sem róni, gengur hann heim ísilagðar stéttir, beljar vindur hátt yfir borginni hans. Svört maría hímir inni í húsasundi: Fælast augu almennings löggur sem éta samlokur. Hringsóla svo um bæinn, leitandi góðkunningja til að skutla aftur í; fylla kvótann, eyða bensíni skattborgaranna. Ungling sé ég vakna af dásvefni, í örmum lögreglu; heilsar nýjum degi með blótsyrði: „Snarhaltukjafti Lögreglan brosir með létti. Kem heim, fyrir allar aldir, vek umtal fyrir óreglu, nætursukk. Byrgi glugga, sem glæpon, læt fallast á dýnuna. Miskunnsöm hvíldin; minn eini kvenmaður. í svefnrofum, með magakveisu: Biðst fyrirgefningar af gömlum ástkonum, ströngum foreldrum, góðum kennurum. Sem hafa öll Iöngu fyrirgefið oggleymt. Nema stundum. . Hlakka til síðdegisins; hábjarts dunandi dagsins, verslunarferða, röðulhærðra i kvenna með börn. i Andlit sem minna á ' eitthvað vandlega grafið græða sár næturinnar, eða valda í mér ringulreið. Frelsi eða ólög Verkalýdshreyfingin hefur rerið einn helsti áhrifavaldur í íslenskum stjórn- málum alla þessa öld. í fyrstunni voru þetta veikburða samtök fátækra erfið- ismanna, stefnt gegn ofurvaldi fjár- sterkra eignamanna. Svo er talið að margur hafi þá hikað við að ganga í stéttarfélag af ótta við atvinnumissi, enda var atvinnuleysi þá stöðugt og landlægt. Nú er þetta löngu snúið við. Atvinnurekendur eru ekki lengur þeir burgeisar að þeir geti sett nokkrum manni stólinn fyrir dyrnar, heldur hið gagnstæða! Þeir eru nú einatt upp á náð annarra komnir: bankanna, ríkis- valdsins og síðast en ekki síst — laun- þegaforystunnar, sem hefur það nú í hendi sér að ganga af þessu þjóðfélagi steindauðu hvenær sem henni sýnist svo. Stéttarfélögin velta stórfé og þurfa forystumenn þeirra ekkert að spara, hvorki í skrifstofuhaldi, eigin launum né ferðalögum á »ráðstefnur« sem gjarnan enda með sólböðum á suðræn- um ströndum. Fyrir löngu er komin hefð á skylduaðild. Hefji maður vinnu innritast hann um leið sjálfkrafa í eitthvert stéttarfélag eða að minnsta kosti — greiðir til þess gjald! Gjald þetta nemur í sumum félögum allt að tveim prósentum af heildarlaunum og þá auðvitað mun hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum. Það munar um minna. »Lýðræðið« í stéttarfélögunum er svo þunglamalegt að hinn almenni félagi hefur þar sama sem engin áhrif. Hins vegar hafa stjórnmálaflokkarnir þar sterk og vaxandi ítök. Vígorðin: »samráð við verkalýðshreyfinguna« — skírskota ekki til Péturs eða Pálínu í frystihúsinu heldur til formannsins sem situr »ráðstefnu« í Stokkhólmi eða sólar sig við Svartahaf. í augum stjórn- málamanna eru stéttarfélögin peð í valdatafli — og ekki að ástæðulausu, því þannig hefur þeim verið beitt óspart á undanförnum áratugum. Ef óbreyttur félagsmaður ratar í vandræði á vinnu- stað er mál hans annaðhvort blásið út sem pólitískt moldviðri eða því er alls ekki sinnt. Verra er nú á dögum að lenda i útistöðum við forystu síns stétt- arfélags en fyrrum að elda grátt silfur við atvinnurekandann. Að komast upp á kant við vinnuveitandann gilti forð- um sama sem að vera rekinn úr vinn- unni. Að espa stéttarfélagsforystuna upp á móti sér getur nú á dögum endað með þeim ósköpum að manni sé hrein- lega vísað úr félaginu sem gildir í raun sama sem missir starfsréttinda og þar með útlegðardómur. Er naumast hægt að líkja því við annað en útskúfun þá sem enn kvað tíðkast meðal frumstæð- ustu þjóðflokka í Afríku þar sem galdramaður særir á brott hinn óæski- lega. Aðferðirnar sýnast ólíkar. En eðlismunur er enginn. Ef það samrýmist ákvæðum stjórn- arskrárinnar um félagafrelsi að neyða skuli mann til að ganga í félag og greiða til þess gjald — félag sem kannski þjónar ekki hagsmunum hans heldur þvert á móti — þá er sú stjórn- arskrá ónýt og að engu hafandi og allt tal um lýðræði og frelsi skrum eitt. Að sjálfsögðu á manni að vera í sjálfsvald sett hvort og hvenær hann gengur í stéttarfélag. Einnig hvenær hann geng- ur úr því. Engu betri er sú valdníðsla að leyfa ekki hverjum sem er að stofna hags- munafélag — svo mörg sem verða vill á hverjum stað og í hverri starfsgrein. Vandalaust er að leiða rök að því að launþegaforystan hafi beinlínis unnið gegn hagsmunum umbjóðenda sinna vegna pólitískra markmiða sem hún hefur metið meira. Hlálegt er t.d. að yfirborganir svokallaðar skuli jafnan vera þyrnir í augum forystunnar. En skýringin er þó, þegar öllu er á botninn hvolft, augljós: Geti menn náð hag- stæðari samningum fyrir sjálfa sig en forystunni hefur tekist — til hvers eru þá félögin? A fyrstu áratugum verkalýðshreyf- ingarinnar hér voru félögin hugsjóna- lega sterk. Nú eru þau að vísu orðin pólitískt voldug og fjársterk — en hug- sjónalega farlama. »Samstaða« í Pót- landi stóð — áður en hún var bönnuð og forystumenn hennar lokaðir inni — / svipuðum sporum og verkalýðshreyf- ingin í Vestur-Evrópu á fyrstu áratug- um þcssarar aldar, naut hvorki skyldu- aðildar né öruggra tekna af félagsgjöld- um sem innheimt væru af öllum. Þeim mun meiri var samheldnin og raun- verulegur stuðningur við forystuna. Hér er oft talað um endurskoðun stjórnarskrárinnar þessi árin og nú á það verk að vera í gangi. í reynd er þá alltaf átt við smábreytingar á kjördæmaskipun og — fjölgun þing- manna. Hvílík reisn! Hvílíkur hug- sjónacldur og lýðræðisást! Stjórnarbót stendur ekki undir nafni ef hún miðar ekki að því að auka frelsi þegnanna og bæta lífið. Ef þjóðfélag er þeirrar gerðar að mönnum er ekki frjálst að vinna hvaða vinnu sem er og taka við launum af hverjum sem er nema greiða um leið skatt til einhvers þriðja aðila, hvort sem þeim er það Ijúft eða leitt, og kjörnir fulltrúar á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar treysta sér ekki til að fella úr gildi slík ólög fæ ég ekki séð hvaða gagn á að vera fólgið í að fjölga slíkum fuHtrúum. Ég segi: burt með skylduaðild! Og það strax! Erlendur Jónsson öllum er sópað undir teppið, hvort sem þeir vilja það eða ekki. Hverskonar iög eru þetta eiginlega? < i i < < < < 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.