Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Blaðsíða 2
audi quattro H M'kkola/A Hertz Heimsmeistarakeppnm í Ralli t^^íTcÍucá^wíncamItJbbö B tf/airiwaatd/H. Thorsja'ius -—----—; 122 133 2 OPEL MANTA 400 n Aaltooen/L Dtews Afríku rallið er ein af þrem erfiðustu rallkeppnum í heimi: 5.250 km. erfiður akstur um grýtta vegi og vegleysur og það í geysilegum hita. Celica Twin cam Turbo sem ekið var af Svíunum B. Waldegard og H. Thorzelius var í GBsæti. Það var Hsinn í sögu rallsins sem bifreið í sinni Hkeppni, með bílstjóra sem kepptu á bílnum í Hskipti vinnur í Otilraun. Auk þess varCelica Twin cam Turbo Hbíllinn með turbovél til þess að vinna þessa keppni. Frábærlega hannaður og tæknilega fullkominn bíll í höndum reyndra ökumanna, tryggði Toyota Heinkunn í erfiðu prófi. Nýbýlavegi 8 200Kópavogi S. 91-44144 Söludeild Hafnarstræti 7 101 REYKJAVÍK S. 9125111 Tölvu- stýrðir fólks- flutn- Ingar Tölvustýrt fólksflutn- ingakerfi með fram- tíðarsvip, en þó byggt á hlutum, sem þegar eru fyrir hendi, kann að verða komið í gang í ýmsum borgum vestan hafs innan þriggja ára eða svo. Að sögn hönnuðarins, J. Edward Andersons, véla- verkfræðings við Minnesota- háskóla, ætti að vera hægt að koma þessu kerfi á og reka það án styrkja frá sameiginlegum sjóði skattborgaranna. Kerfið er kallað PRT (pers- onal rapid transit) og er sam- sett úr þremur meginhlutum: þriggja farþega vagni, 80 sm breiðri rafbraut með gróp í miðju í um fjögurra metra hæð frá jörðu og tölvustjórn- kerfi, sem tryggir örugga og lipra umferð. Einu hreyfan- legu hlutar PRT eru hjól vagnsins, dyrnar, sem opnast og lokast til að hleypa farþeg- um út og inn og snúningsrofi eða brautarskiptir neðan á vagninum, sem gerir það að verkum, að hann getur farið mismunandi leiðir eða flutzt af aðalbrautinni inn á far- þegastöðvar. Til að ferðast með PRT merkja menn ákvörðunarstað á kort, slá inn á tölvu og greiða fargjaldið. Þá fær far- þeginn segulspjald með leið- arlýsingu. Hann stingur því síðan inn í rifu á fyrsta auða vagninum í röðinni, en nokkrir verða ávallt hafðir til taks á hverri stöð, og dyrnar opnast. Þegar farþeginn er kominn inn, fer vagninn sjálfkrafa af stöðinni og inn í umferðina. Vél vagnsins notar rafmagn brautarteinanna til að knýja vagninn áfram. Orkunýting kerfisins er um það bil hin sama og bíls, sem eyðir 4 lítr- um á hundrað km. Þegar vagninn nálgast brautar- skipti, eða kvísl, hvort sem það er við stöð eða brautar- mót, stjórnar tölvan rofanum undir vagninum, þannig að sú braut er valin, sem kortið sagði til um. Brautin er svo mjó, að hægt væri að koma kerfinu upp á miðri aðalbraut eða breiðgötu. En þar sem ekki er þörf á að hafa jafnlangt bil á milli öku- tækja vegna hemlunar og á venjulegum vegum, nýtist brautin í PRT-kerfinu á við fjögurra akreina stræti. „Þeir hjá borgarskipulaginu í Denver og Indianapolis hafa nú til athugunar að koma upp PRT-kerfi,“ segir Anderson. „Við höfum hannað gott og traust kerfi, sem er tilbúið til uppsetningar. Ég býst fastlega við því, að PRT verði komið í gagnið við fólksflutninga að minnsta kosti í einni borg inn- an þriggja til fimm ára.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.