Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Síða 12
Býli við Winnipegratn. Sé bóndinn einbúi er hann kallaður „baslari“ á restur-íslenzku, trúlega dregið af bachelor á ensku, en minnir einnig í eyrum íslendinga á baslið, sem hlýzt af einreru. séu að mestu leyti óbeygð í eintölu, og eru þetta ekki óveruleg málfræðileg einkenni. Fyrir alllöngu rannsakaði ég íslensk mannanöfn vestra. Snemma var tekið að leggja áherslu á föðurnöfn í samræmi við engilsaxneska hefð, en sumir þóttu frem- ur hvikulir í afstöðu sinni til nafnanotkunar. Sumarið 1888 ritaði Einar Hjörleifsson ritstjóri hvassyrta grein í blað sitt Lögberg. Sagði hann þar frá Sveini nokkrum Grímssyni, sem svo hét réttu nafni meðal íslendinga. Þessi maður nefndist þó Sveinn Vestmann þegar hann þurfti að skrifa undir opinber skjöl. Meðal enskra nefndist hann John Anderson, sem honum fannst þó sjálfum heldur óviðkunnanlegt nafn, svo að hann átti það til að breyta því í Thomas Edison eða George Byr- on. Einar taldi Svein þennan þó ekkert einsdæmi. Hann hefði haft fregnir af íslendingi sem hefði nefnst Mr. Christ á kjörskrá í Winnipeg. Hvatti Einar landa sína til þess að móta ákveðna stefnu í nafnamálum. Hver svo sem áhrif þessarar ádrepu Einars Hjörleifssonar kunna Winnipeg nútímans er með alröru skýjakljúfa og æði stór- borgarleg. Trúlegt er að Winnipeg-íslendingum þyki mið- bær Reykjavíkur heldur lágreistur ísamanburði rið þetta. að hafa verið, þá má segja að fastar venjur mynduðust um meðferð mannanafna. í flestum tilvikum urðu föð- urnöfn að ættarnöfnum, en í daglegu tali breyttust slík nöfn að einhverju leyti. Þannig varð Björnsson að Bjorns(s)on og Jónsson að Johnson. En ættu Bjorn Bjornson eða John Johnson saman við marga alnafna að sælda, og þess eru mörg dæmi, var eins víst að þeir tækju upp ættarnöfn dregin af íslenskum staðheitum. Valdimar Björnsson fyrrverandi ráðherra í Minnea- polis sagði mér að afi sinn, Jón Jónsson, hefði á fyrstu árum sínum vestra unnið með níu íslenskum alnöfnum sínum hjá fyrirtæki einu í Winnipeg. Hefði verkstjóran- um, sem var af enskri ætt, fundist nóg um og ekki haft annað ráð en að númera Jónana alla frá einum og upp í tíu. Afi Valdimars, sem var númer átta, kunni þessari tölfræði illa og tók sér ættarnafnið Hurdal sem hann dró af Hörðudal, þaðan sem hann var upp runninn. í safni mínu af íslenskum mannanöfnum vestra, sem birtist í Tímariti Þjóðræknisfélagsins árið 1958, eru um sextíu ættarnöfn. Oftast gefa þau til kynna hvaðan af íslandi nafnberendur eru ættaðir. Allmörg dæmi eru um það að föðurnöfn breyttust allmjög eftir að þau urðu að ættarnöfnum. T.d. gat Sveinbjorns(s)son orðið að Swinburne og fjölmargar sambærilegar breytingar mætti til tína. Um skírnarnöfn er það að segja að þau hafa hlotið verri útreið en föður- eða ættarnöfnin. Þótt alíslenskt nafn væri fært inn í kirkjubók, varð Björn að Barney, Hinrik að Henry og þar fram eftir götunum. Sú venja að skíra börn íslenskum nöfnum hefur látið undan síga. Ef skyggnst er í kirkjubækur Fyrstu lút- ersku kirkjunnar í Winnipeg, sem var löngum fjölsótt- ust allra vesturíslenskra kirkna, má sjá að árið 1920—21 hlutu 57% skírðra barna alíslensk nöfn, 27% blönduð nöfn, þ.e.a.s. nöfn úr íslensku og ensku, en 16% nöfn úr ensku eða þá öðrum málum en íslensku. Árið 1950—51 eru engin dæmi um alíslensk nöfn, 38% blönd- uð, en 62% alensk eða úr öðrum málum en íslensku. Um íslensk staðheiti í Vesturheimi mætti rita langt mál. Hér er ekki tóm til að gera þessu efni skil, en í fyrrnefndri grein minni í Scandinavian Studies og í safni Örnefnastofnunar íslands er að finna rækilegar skrár um þessi nöfn. í Kanada eru 25 þinglesin staðarnöfn af íslenskum uppruna og fjögur í Norður Dakóta. Við þetta má bæta að í Nýja íslandi hétu sveitabæir íslenskum nöfnum, um það bil 170 að tölu. Sum þessara nafna eru enn notuð af kunnugum, en mörg orðin hluti af bókmáli. Væri fróðlegt að bera nafngiftarvenjur Ný-íslendinga saman við nafngiftir hér á landi á landnámsöld. Tveim atriðum má bæta hér við um mannanöfn og staðheiti, sem telja má til málfræðilegra einkenna. Það er ekki einungis að fólk veigri sér við að beygja þessi nöfn og segi: „Ég mætti Grettir Johanson", eða „Hann er á leiðinni til Árbörg." Heldur verður hér einlægt framburðarbreyting, þ.e.a.s. nöfnin eru borin fram upp á enskan máta. Má vissulega telja þetta fyrirbæri og alla meðferð mannanafna og staðheita eitt af mörgum sérkennum vesturíslensku. Af hljóðfræðilegum sérkennum skal ég aðeins nefna flámælið og þá einkum rugling á i og e. Þótt ekki hafi verið gerð á þessu nein viðhlítandi könnun, hygg ég að mikill meirihluti þeirra Vestur-íslendinga sem enn tala íslensku sé flámæltur. Fyrst í stað hélt ég aö hér væri á ferðinni máleinkenni sem vesturfarar hefðu flutt með sér frá íslandi. Geysimargir úr þeirra hópi komu af flámælissvæðum. Fann ég þessa og nokkur örugg dæmi. Síðar meir hallaðist ég nokkuð að því að hljóðkerfi enskunnar hefði hér haft nokkur áhrif, og kann það að hafa við rök að styðjast. í þriðja lagi þykir mér senni- legt að hér sé um eðlilega málþróun að ræða þ.e.a.s. sérhljóðasamruna af svipuðu tagi og kunnur er úr fyrri alda íslensku. Þótt íslenskukennsla væri talsvert í ís- lendingabyggðum vestra, voru samt engin tök á að berja þar niður flámæli af sama þrótti og mér er tjáð að gert hafi verið í skólum hér heima. Hvað sem þessu líður er flámæli svo útbreitt vestra að það styður mjög þá áætl- un mína að vesturíslensku megi skilgreina sem sérstaka mállýsku. Ef benda ætti á setningafræðileg einkenni þá yrði líklega fyrst að nefna undanhald viðtengingarháttar. Skal aðeins nefnt eitt dæmi, en það er setningin „hann heldur að bróðir sinn sé heima“. Líklegt er að aftur- beygilega eignarfornafnið, sem hér er í nánum tengsl- um við viðtengingarhátt, hverfi fyrst og að í staðinn komi eignarfall þriðju persónufornafns. Verður þá setn- ingin „hann heldur að bróðir hans sé heima." Loks er líklegt að viðtengingarháttur hverfi og að setningin verði „hann heldur að bróðir hans er heima.“ f fyrsta dæminu liggur líklega bróðir minn er heima til grund- vallar aukasetningu, og því er um óbeina ívitnun að ræða. í öðru dæminu er óbein ræða og aukasetningin tvíræð. í síðasta dæminu er aukasetningin málfræði- lega ótæk. Oftlega kemur bein orðaröð á eftir atvikslið. „í dag ég fer heim“ nægir sem dæmi. Gefa þessi tvö atriði vís- bendingu um vissa tegund málþróunar. Þótt enskan hafi gert harða hríð að vesturíslensku, er það þó ekkert smáræði sem Vestur-íslendingar hafa gefið út á prent á móðurmáli sínu. Eins og áöur getur, vóru sumir snemma nokkuð uggandi um framtíð ís- lenskrar tungu í Vesturheimi. Aðrir voru bjartsýnni og ætluðu íslenskunni þar mikið hlutverk. Jón Ólafsson ritstjóri Heimskringlu skrifaði langa greinargerð sem birtist á prenti árið 1875 handa forseta Bandaríkjanna. Fjallaði hún um fyrirhugaða stofnun íslenskrar ný- lendu í Alaska. Segir í greinargerðinni að innan fjög- urra alda ættu Alaska-íslendingar að verða orðnir eitt hundrað milljónir að tölu, enda væri þá íslenska orðin einráð frá hafi til hafs þar nyrðra og tekin mjög að breiðast suður á við. Taldi Jón að tungan myndi orðin ósigrandi þegar hún loks héldi yfir landamærin milli Kanada og Bandaríkjanna. Þótt spá Jóns Ólafssonar rætist ekki á næstu öldum, hefur þó íslensk tunga í Vesturheimi verið furðulífseig. Á langri leið hefur hún fengið á sig sinn sérstaka svip sem veitir henni rétt til mállýskuheitis. Ég nota því hiklaust heitið vesturíslenska, hvorki til lofs né lasts, heldur með það eitt í huga að hér sé um að ræða brot af okkar eigin þjóðtungu sem sé allrar athygli vert. Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði f framhaldi af ræðu Stefáns Val- geirssonar í Degi 28. apríl 1984 Trygg við Eyja frægan fjörð forna spekin heldur vörð, reiddu forðum rök til þings ræður Einars Þveræings. Aðrar tölur eru þar uppi á þingum Framsóknar. Ein er sú er ekki deyr eldfastan er steypt í leir. Eins og Dagur innir frá áttunum er þörf að ná. óttast kappinn angurvær íhaldið með beittar klær. „Ógn ogkvíða af því hlýt útlendum að moka skít. Álfurstar við Eyjafjörð eftir skilja sviðna jörð.“ „Aukabúgrein efla má eftir nýrri stefnuskrá.“ Lífríkið skal litka frægt loðsilunga hefjist rækt. Rausnartíma ríkir sjá, refir bíta grenjum hjá. Vaða yfir vengi þar villiminkar Framsóknar. „Aukin ræktun oss er vís umboðslaunin hirðir SÍS. “ Ærna bera ávexti útsæði af Finnlandi. Einokun skal auðga land undanrennu seljum bland. Mysuneyslan mettar sál í Mangósopa kneyfum skál. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.