Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Blaðsíða 15
________________________ María Jónsdóttir og Sveinn Sæmundsson íSydney. í baksýn er hluti hafnar- innar ásamt óperuhúsinu og skýjakljúfunum í miðhiuta borgarinnar. ffjóofn /- m/A/Á - rei“tr oí farar- 'r'trjf,!'-°<r »M| . Eitt af furðuverkum Sydneyborgar: Upplýstur gosbrunnur, sem jafnframt er minnismerki um þá Astralíumenn, sem féllu við El Alamein í síðari heims- styrjöldinni. Hiuti hafnarinnar í Sydney. Þar eru á skrá 5.000 lystisnekkjur. „KLETTARNIR“ „The Rocks" heitir staður við höfnina í Sydney, sem nú er vinsæll af ferðamönnum jafnt sem heimafólki. Hér gefur að líta gömul hús allt frá því hvítir menn komu hér fyrst, en eins og Sydneybúar segja með stolti: „Hér stóð vagga þeirrar Ástralíu, sem við þekkjum í dag“. Þetta borgarkerfi dregur nafn af klettahæð í ná- grenninu. Þarna er m.a. elsta hús í borginni, Cadman’s Cottage og Argyle Centre, sem á sínum tíma var byggt af föngum, sem fluttir voru frá Englandi. Þarna er nú sérkennilegt verslunarhverfi — eitthvað um 80 verslan- ir og kennir margra grasa. í „The Rocks“ eru einnig frábærar veitingastofur, matstaðir og barir. SHOUT! í Sydney komumst við í kynni við sérkennilega og skemmtilega veitingahúsamenningu. Á ölstofu einni stórri var einnig kjötbúð og á öðrum stað í þessum húsakynnum stórt grill. Þeir gestanna sem vildu snæða fóru í kjötbúðina, völdu sér steikur eða annað girnilegt og grilluðu síðan sjálfir eftir eigin smekk. Og steikurnar hjá þeim í Ástralíu eru ekkert humbúkk! Við áttum eftir að kynnast fleiru sem er sérkennilegt fyrir Sydney og sjálfsagt fleiri borgir í þessari heims- álfu. Eitt af því var hvernig menn kalla til sín þjóna á bjórstofu: Umgangurinn heitir einfaldlega SHOUT (kall) og hér er kallað og ekki dregið af röddinni! Ástralíubúar eru stolt fólk og duglegt, sem býr í auðugu landi. Þjóðin er nú um 15 milljónir. Stöðugt finnast ný náttúruauðæfi, kolanámur, málmar, olía og hér eru framleidd matvæli, sem nægja mundu margfalt fjölmennari þjóð. Segja má að Ástralíumenn séu allir milljónerar. Þeir eru miklir ferðamenn. Víla ekki fyrir sér langar flugferðir og eru tíðir gestir í Evrópu og Ameríku. íslenski konsúllinn í Sydney, Ian Barnett, sem rekur stórt lögfræðifyrirtæki í Chatswood, útborg Sydney, er mikill áhugamaður um íslensk málefni. Hann hefir komið hingað til lands og vill auka heimsóknir landa sinna til Islands. „Þegar Ástralíubúinn er kominn til Evrópu finnst honum aðeins bæjarleið aö skreppa til íslands. Þetta er ekki nema tveggja eða þriggja stunda flug frá borgum Evrópu. Hérna í Ástralíu fljúgum við upp í sex klukkutíma milli staða innanlands. Við Ástr- alíumenn þurfum ekki mikla hvatningu til þess að ferð- ast. Við erum líka nógu ríkir til þess að láta það eftir okkur," sagði þessi harðduglegi konsúll okkar íslend- inga í Sydney. kings Cross Sydney ber um margt merki þess að hér voru Bretar á ferðinni fyrstir Evrópumanna. Nöfn eins og Croydon, Kingsford, Rockdale og svo sjálf miðborg Sydney, Kings Cross, þéttsetnasti hluti þessarar milljónaborgar. Þar eru líka veitingastaðir, bókabúðir og næturklúbbar, þar sem fatafellur gleðja augu gestanna fram á rauða- morgun. Hér er drukkið fastast og lifað hæst. En í miðju þessarar borgarmiðju, sem Kings Cross er, getur að líta minnismerki, sem er andctæða þess ærslafulla skemmtanalifs sem þar fer fram, gosbrunnur, minnis- merki um orrustuna við E1 Alamein. Þar, í brjálæðis- legum hildarleik eyðimerkurinnar, féllu þúsundir Ástr- alíumanna fjarri heimalandinu fyrir þann málstað, og lífsstefnu sem gerir okkur enn í dag mögulegt að lifa lífinu frjálsir menn. Fyrir því er þessi sérkennilegi gosbrunnur eins og risastórt blóm, upplýstur allar næt- ur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JONl 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.