Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Síða 7
Veðurfar breytist af völdum breytinga í gróðurþekju. Ef svo heldur sem horfir mun loftslag jarðarinnar hafa breyst um næstu aldamót. Maðurinn mun þá hafa skaðað hárfínt jafnvægi náttúrunnar, sem leyfir honum að lifa í félagi við önnur dýr og plöntur, svo ekki verður bætt. Af yfir- borði alls lands jarðar eru 43% nú þegar eyðimörk og önnur 19% eru í þeirri hættu. Um 44 hektarar frjósams lands verða að eyðimörk á hverri mínútu og um 600 þús- und ferkílómetrar munu því eyðast á næstu 10 árum. Þetta er aðeins lítið dæmi um það, hvernig við sóum jarðvegi, sem unnt væri að nota til ræktunar. Þrátt fyrir þetta mun helmingi fleira fólk byggja jörðina eftir 25 ár. Hvernig á að fæða allan þennan fjölda? Vitað er, að eitt þúsund dýrategundir og 25 þúsund tegundir plantna eru nú þegar við það að deyja út. í Suðaustur-Asiu eru eitt þúsund plöntuteg- undir notaðar sem lyf gegn sjúkdómum, sem engin önnur lækning þekkist við. Margar eru þessar plöntur orðnar sjald- gæfar. Maðurinn nytjar aðeins um 30 plöntut- egundir. Finna verður fleiri tegundir villtra plantna til nytja áður en þær hverfa. Og í sumum hlutum Vestur-Afríku fá innfæddir 80% alls próteins úr kjöti villtra dýra. Nýlega hefur komið í ljós, að beltisdýr getur sýkst af holdsveiki eins og maðurinn og eru þetta einu dýrategundirnar, sem sjúkdómurinn ræðst á. Þessi uppgötvun leiddi til framleiðslu bóluefnis, sem getur bjargað manninum frá holdsveiki. Hormón kvenkyns kolkrabba búa yfir leyndarmáli um það, hvernig unnt er að hægja á öldrun. Og feldur ísbjarnarins, en hár hans eru hol að innan, er nú notaður til að bæta framleiðslu vetrarfatnaðar. Hættumerkin eru alls staðar. Maðurinn gætir ekki hófs og er þegar farinn að reyna mjög á þolinmæði náttúrunnar. En hann leiðir þessi hættumerki hjá sér, sem mun reynast honum dýrkeypt. Efni, sem notuð eru í landbúnaði, hafa þau áhrif, að eggja- skurn verður þynnri og brothættari og frjósemi villtra fugla minnkar. Sjófuglar við austurströnd Bandaríkjanna hafa fæðst var.skapaðir vegna efnamengunar. Efnaeitrun í Japan hefur einnig leitt til bæklunar fólks, er fyrir eitrun hefur orðið (sbr. Minamata-slysið). Og saklaus sund- sprettur í Miðjarðarhafinu getur valdið útbrotum. Harmleikurinn er sá, að við getum skemmt svo mikið á skömmum tíma, sem við getum ekki bætt — og ekki gert okkur grein fyrir skaðanum. Ábyrgðarleysi okkar getur kippt stoðunum undan dýra- lífi jarðarinnar — og þá undan okkur sjálfum. Við verðum að athuga okkar gang áður en það er um seinan. Náttúruvernd verður því að miða að því, að draga fram ástæður en ekki áhrif breytinga í umhverfi okkar. Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn, World Wildlife Fund, er frumherji á þessu sviði, en hann beinir kröftum sínum að því að upplýsa jarðarbúa um skyldur þeirra við jörðina, sem maðurinn, dýrin og plönturnar byggja afkomu sína á. Starfið krefst velvildar og fjárstuðnings ríkisstjórna og þegna landa heims. Hér má einnig geta annarra alþjóð- legra samtaka, Alþjóðlegu fuglaverndun- arsamtakanna (International Council for Bird Preservation, ICBP), sem safna gögn- um um sjaldgæfar fuglategundir. Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn lætur lífheiminn sig skipta. Viðfangsefnið er plöntur, dýr, lotslag, jarðvegur og vatn — náttúran í allri sinni dýrð. Sjóðurinn einbeitir sér sérstaklega að verndun þeirra dýra, plantna og svæða, sem hafa orðið hart úti í viðureigninni við manninn, sem sjóðurinn fylgist þó einnig með, því við getum líka orðið fyrir skakkaföllum. Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn er alþjóðleg samtök til verndar náttúrunni. Samtökin hafa aðalbækistöðvar í Sviss, en 26 útibú eru dreifð um 5 heimsálfur. Starf- semi sjóðsins miðar að því að vekja máls á þeim hættum, er að umhverfinu og lífríki þess steðja og fá eins mikinn siðferðis- og fjárstuðning og hægt er á alþjóðlegum vettvangi til verndunar lífheiminum. Pen- ingar sjóðsins renna til framkvæmda er byggj a á vísindalegum staðreyndum og rannsóknum. Vísindalega þekkingu sækir sjóðurinn til Alþjóðlegu náttúruverndar- samtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources). Þessi samtök voru stofnuð 1948 og eru fremstu verndunarsamtök heims. Að IUCN standa 475 samtök, 116 ríkisstofnanir í 110 löndum ásamt nánast öllum meginverndunarsamtökum. Mark- miðið er verndun og hæfileg nýting líf- heimsins. IUCN hafði í byrjun bæði fjár- mögnun og rannsóknir náttúruverkefna með höndum. Peningar voru ekki nægir og „Ætlarðu að leyfa þeim að slátra öllum nashyrningunum ?“ Myndin er notuð í baráttunni fyrir verndun nashyrningsins, en veiðiþjófar drepa hann vegna hornsins, sem er afar verðmætt. Þjófarnir myrða líka veiðiverði, ef því er að skipta. dýrategundum útrýmt? Alþjóðlegi nátt- úruverndarsjóður- inn hefur bjargað 33 dýrategund- um frá tortímingu Náttúruverndarmenn hafa í mörg horn að líta nú um stundir. Regnskógar hita- beltisins eru lungu jarðarbúa. Gróðurinn gefur það súrefni frá sér, sem við lifum á. Þrátt fyrir þetta mun allur regnskógurinn verða horfinn eftir 20—65 ár. Og með hon- um helmingur allra landdýra heims, er þar lifa. Maðurinn er því á góðri leið með kæfa sjálfan sig. Regnskógur láglendisins eyðist hraðast, en þar lifa flest þau dýr og plönt- ur, sem regnskóginn byggja. Eyðileggingin er gífurleg. Árlega eru felld tré á 110—245 þúsund ferkílómetra svæði (ísland er 103 þúsund ferkílómetrar að stærð), þ.e.a.s. tré á 20—45 hektörum eru felld á hverri mín- útu. Áður en maðurinn byrjaði fyrir alvöru að nýta regnskóginn var hann um það bil 16 milljónir ferkílómetra að stærð. í dag eru tæplega 9 milljónir ferkílómetra eftir — rétt rúmur helmingur. I Mið- og Suður- Ameríku eru 63% skógarins eftir, 62% regnskóga Suðaustur-Asíu lifa enn, en í Afríku hafa 52% skógarins verið felld. Ástæðan er þörf hins vestræna heims fyrir timbur til iðnaðar, framkvæmda og bygg- inga, en íbúar á svæðum regnskógarins hafa ekki heldur sýnt honum miskunn. Eyðing regnskógarins hefur leitt til eyðileggingar dýralífs og vatnaskila. Þetta hefur aftur haft í för með sér uppblástur, þurrka og flóð. Milljónum tonna af verð- mætum jarðvegi er skolað á haf út, þar sem hann eyðileggur uppeldisstöðvar fisk- tegunda og kóralrif. Regnskógurinn þrífst vegna hringrásar efnis milli skógarins og dýra hans og því er ekki unnt að bæta þann skaða, sem hlýst af eyðingu hans. Regnskógurinn teygir sig um Suðaustur- Asíu, Mið- og Suður-Ameríku og Afríku. Þetta eru einmitt þau svæði, þar sem brauðstritið er mest. íbúafjöldi þessara svæða er um 200 milljónir manna. Enda þótt þessi svæði séu frjósömustu vistkerfi jarðarinnar sveltur fólk þar. Jarðvegur regnskógarins er afar ófrjó- samur því nánast allt lífrænt efni er bund- ið í trjánum og dýrum þeim, sem skóginn byggja. Við rof á gróðurþekjunni verður því aðeins til eyðimörk eftir fáein ár úr rauðu, hörðu lateríti. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 23. JÚNl 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.