Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Page 8
Fætur fílsins eru einnig gerðar holar að innan og seldar ferðamönnum sem ruslakörfur. Regnskógurinn — maðurinn hefur eytt belm- jngi hans. Njóti skógurinn ekki rerndunar í framtíðinni mun hann hrerfa á 20—65 árum. Indlandi og þrjú í Nepal. Verndunarverk- efni eru einnig í Bangladesh, Bhutan, Ind- ónesíu og á Thailandi. Árið 1980 var rúm- um 150 þúsund bandaríkjadölum (rúmum 4,5 milljónum íslenskra króna) varið til þessara verkefna. Árið 1976 hófst barátta Alþjóðlega nátt- úruverndarsjóðsins fyrir verndun vatna- svæða undir vígorðinu Hafið verður að lifa („The Seas Must Live“). Hafið verður æ mengaðra eftir því sem tíminn líður vegna úrgangs hins iðnvædda heims, sem við lif- um í. Til skamms tíma voru hvalir veiddir svo víða lá við, að þeir yrðu útdauðir. Sæskjaldbökur fá ekki að hafa egg sín í friði fyrir manninum þegar þær koma á land til að verpa, eða þeim er slátrað vegna kjötsins og skjaldarins. Krókódílum er slátrað vegna skinnsins, sem notað er í handtöskur og skó. Rostungar eru veiddir vegna tannanna. Selum er slátrað á hroða- legan hátt til að ná í skinnið, sem notað er í kápur. Mörgum tegundum stórhvela og smá- hvela (höfrungum og hnísum) auk sela er ógnað. Strandkrókódílum (costal croco- dile), sækúm (dugong, manatee) og þrjátíu tegundum strandfugla er einnig ógnað. Síðasti munkselurinn í Karabíska hafinu (Caribbean monk seal) sást hinsta sinni fyrir 25 árum. Verndunarverkefni á þessu sviði eru mörg en það stærsta miðar að því, að fá hvölum, höfrungum og selum griðastaði. Vernda á sæskjaldbökur á hreiðurstað þeirra í Kaliforníuflóa, í Mala- síu, Panama og víðar. Eitt árangursríkasta verndunarverkefni náttúruverndarsjóðsins er friðun ísbjarn- arins, en dýrið var hætt komið vegna ofveiði. Þær fimm þjóðir, sem liggja að Norðurpólnum, ákváðu að undirlagi sjóðs- ins að banna veiðar. Þetta voru Norðmenn, Kanadamenn, Sovétríkin, Bandaríkin og Danmörk, en hið síðastnefnda gerði norð- austurhluta Grænlands að þjóðgarði, þann stærsta í heimi, en þar eru uppeldisstöðvar margra ísbjarna. Norðmenn fóru svipað að og fundu ísbirninum griðland á Svalbarða. Arabíska oryx-antilópan (Arabian oryx antilope) var nánast útdauð þegar nátt- úruverndarsjóðurinn styrkti flutning nokkurra þeirra þrjátíu dýra, sem eftir voru, frá Jórdaníu og óman til dýragarðs- ins í Phoenix í Arizona-ríki Bandaríkj- anna. Þau eru nú kjarni tegundarinnar í heiminum. Áformað er að flytja þau aftur til upphaflegra heimkynna. Lík er sagan um néné-gæsina (néné goose), en sjö hundruð fuglar voru aldir í Englandi af nokkrum foreldrum, sem fangaðir voru. Náttúruverndarsjóðurinn styrkti flutning leiddi það til stofnunar Alþjóðlega nátt- úruverndarsjóðsins 1961. Frá stofnun hans hefur yfir 40 milljónum bandaríkjadala (rúmum 1,2 milljörðum króna) verið skipt á milli rúmlega tvö þúsund verndunar- verkefna í um 140 löndum. Þessi verkefni hafa komið í veg fyrir, að dýr og plöntur dæju út og varðveitt mikilvæg landssvæði fyrir lífheiminn, samtals 1,5 milljónir fer- kílómetra eða 1% af öllu landi jarðar. Sjóðurinn hefur reist eða stutt 260 þjóð- garða í fimm heimsálfum — svæði á við tvöfalda stærð Vestur-Evrópu. Sjóðurinn hefur eflt öll náttúruverndarstörf og notað áhrif sín þar sem tafarlausrar verndunar hefur verið þörf. Hann hefur fengið yfir- völd á hættusvæðum til að beita sér fyrir verndun, og aflað þeirrar vísindalegu þekkingar, sem nauðsynleg er til mark- vissrar verndunar. Starfsemi Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins og IUCN byggir á plaggi, sem nefnist Drög að alheimsvernd- un (World Conservation Strategy). Þessi drög voru samþykkt árið 1980 af sjóðnum, IUCN og UNEP (United Nations Environ- ment Programme), sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, er fjallar um um- hverfismál. Drögin fjalla á vísindalegan hátt um nýtingu lífheimsins og hvað beri að aðhafast. Mikilvægi þeirra felst í þeim fjölda náttúruverndarmanna, er hafa sam- einast um þau. Frá stofnun Alþjóðlega náttúruvernd- arsjóðsins hefur 33 dýrategundum verið bjargað frá því að deyja út. Þúsund teg- undir eru í hættu. Hér á eftir verður getið nokkurra verndunarverkefna, sem hafa tekist vel. Þess má geta hér, að Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn gaf fé til kaupa á Skaftafelli, sem gert var að þjóðgarði. Þetta er raunar eina skiptið, sem sjóður- inn hefur aðstoðað íslendinga. Fyrir fimmtíu árum voru villt tígrisdýr eitt hundrað þúsund talsins. Átta mismun- andi undirtegundir lifðu í Tyrklandi, íran, Kína, Sovétríkjunum, Suðaustur-Asiu og á Indlandi. Dýrin voru ofveidd m.a. vegna feldsins, sem notaöur var í fatnað og er því miður enn. Nú eru tæplega fimm þúsund tígrisdýr lifandi. Sjóðurinn hóf verndun- arstörf árið 1972 í samráði við viðkomandi ríkisstjórnir. Verkefnið Tígur („Operation Tiger") hófst. Nú eru níu verndarsvæði á Það eru einungis nokkur hundruð risa-pöndur enn lifandi f heiminum. Þær eru allar í Kína. Risa-pandan er eitt ástsælasta dýr jarðar og betur milljónum bandaríkjadala rerið rarið til rerndunar hennar. Myndir eru birtar með leyfi frá Alþjóðlega náttúrurerndarsjóðnum (World Wildlife Fund). Fimm sjaldgæfustu fuglar jarðar Kauai Oo Tæplega 10 fuglar eru lifandi (Hawaii-eyjar). Máritanskur turnfálki (Mauritius kestrel) 24 fuglar (Máritanía) Kalifornfukondor (Californian Condor) Tæplega 40 fuglar eru enn lifandi (Bandaríkin) Kakapo Tæplega 100 fuglar (Nýja Sjáland) Gammörn (Spanish Imperial Eagle) 150 fuglar (Spánn) Fimm sjaldgæfustu spendýr jarðar Jövu-nashyrningurinn (Javan Rhinoceros) Um 50 dýr eru enn lifandi (Indónesía) Rauðúlfur (Red Wolf) Tæplega 100 dýr (Bandaríkin) Arabíska oryx-antilópan (Arabian Oryx) Um 150 dýr eru enn til og þá fönguð. Risa-pandan (Giant Panda) Nokkur hundruð dýr (Kína) Munkselur Hawaii-eyja (Hawaiian Monk Seal) 700—1.000 dýr eru lifandi (Bandarikin) Afríkanskur fíll befur lent með fótinn ígildru og sröðusár hefur myndast. Veiðiþjófarnir sken síðan úr honum tennurnar og selja sem efnirið f skartgripi. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.