Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Qupperneq 3
E I-EgRÉHr S [ö; [r] S Si P í »] !C [aj il !S II! [N] 1! Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Slmi 10100. Forsídan Nokkrar íslenzkar fuglategundir standa mjög höllum fæti í lífsbaráttunni. íslenzki haförninn var nærri aldauða uppúr alda- mótum, en nú eru til 35—40 pör. Forsíðu- myndin tengist nánari umfjöllun í Lesbók að þessu sinni. Myndina tók Grétar Eiríksson. Ástralía er ennþá framandi heimsálfa, þótt hún sé í sjálfu sér vestræn. Þar er Sydney með eina fegurstu innsiglingu í heimi — og kannski fegursta óperuhús einnig. Sveinn Sæmundsson kom þar við í hnattferð sinni, hitti íslendinga að máli, og segir frá því hér. Lögfræði á að byggjast á skilningi fremur en utanbók- arlærdómi — þessi námsgrein þykir heill- andi, enda byggir lögfræðin á mannlegum samskiptum. Hér ræðir Þórður Gunnarsson hrl. við prófessorana Arnljót Björnsson og Björn Þ. Guðmundsson. Útrýming hefur að öllum líkindum átt sér stað á þúsund dýrategundum í heiminum, en af mörgum tegundum eru svo fáir einstakl- ingar lifandi, að þær rétt skrimta. Þetta er hrikaleg staðreynd og segir eins og fleira ljóta sögu um meðferð mannsins á lífríki jarðarinnar. Ólafur Jóhann Sigurðsson Andvarpið Úr fjarlægum álfum, úr frumskógum sem borgum, af brennheitum vígvelli, af blásnum hungurlendum berst oss að hlustum í blóðlitu mistri tímanna hvern dag, hverja nótt, án afláts, án afláts af öldungs vörum sem barns andvarpið hinzta úr ómælisdjúpi þjáninganna, orðin fornhelgu: Það er fullkomnað. B Ævarandi sjálfstæðisbarátta R Ið haga svo orði, að máls verði minnst, var metnaður nor- rænn, fyrst og hinst, segir / Einar Benediktsson í Arfa Þorvalds. íslendingar / \v, hafa löngum talið sig dAhi BHBkallra manna snjallasta orðsmiði, en aðallega hefur það komið fram í þeirri áráttu að minna sífellt á, að þeir séu afkomendur Sæmundar og Snorra og þeirra ókunnu höfunda fslendingasagn- anna, sem töldu það ekki ómaksins vert að auðkenna rit sín með höfundarnafni. Gott ritverk mælir með sér sjálft, hver reit það skiptir minna máli. Mengun íslenskrar tungu er nú komin á það hættustig, að nauðsynlegt er að staldra við og gera sér grein fyrir, hvar við stöndum. Ástandið er vissulega ekki orðið eins slæmt og þegar Fjölnismenn björguðu- tungunni á fyrri hluta 19. aldar. Við stönd- um í ævarandi þakkarskuld við þá fjór- menninga. Fastir þættir eru í fjölmiðlum um ís- lenskt mál og almennur áhugi er á móð- urmálskennslu í skólum með sérstakri áherslu á fornbókmenntir okkar. En ein- hvern veginn fer öll þessi viðleitni að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá al- menningi. Rétta aðferðin til málvöndunar hefur ekki fundist enn. Ýmsir aðilar hafa þó unnið gott verk á þessu sviði og má þar nefna orðanefnd Verkfræðingafélags fs- lands og íslenska málnefnd, en á vegum þessara aðila hafa komið út tækniorðasöfn og nýyrðasöfn, sem að vísu er fyrir löngu uppseld og sjást sjaldnast á fornbókasöl- um. f fyrra kom út hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs íslensk orðabók, aukin og endurbætt, 1256 blaðsíður og er mikill fengur að þessari ágætu bók. Við eigum að setja okkur það höfuð- markmið að nota aldrei erlend orð í ræðu eða riti, ekki einu sinni islensk orð af er- lendum uppruna, nema þau falli þeim mun betur að málinu. Ég var svo gæfusamur á námsbraut minni að hijóta leiðsögn afburðakennara í íslensku allt frá barnaskóla til stúdents- prófs. Veturinn 1938—9 kenndi frú Matth- ildur Matthíasson mér islensku, en hún var dóttir Einars H. Kvaran, en gift syni Matthíasar Jochumssonar, Magnúsi heild- sala. Á þeim grunni, sem hún lagði, byggðu þeir svo Guðni Jónsson, Magnús Finnbogason og Jón S. Guðmundsson. Sérstaklega er mér minnisstæður hinn mikli áhugi Magnúsar Finnbogasonar á málvöndun. Hann var óþreytandi að brýna fyrir okkur vandað mál, hjá honum hét það ekki að fara austur að Klaustri með rútubíl, menn tóku sér far með áætlunar- bifreið. Það sem aðrir töldu ómögulegt, taldi Magnús ókleift. Ég fæ aldrei full- þakkað Magnúsi kennslu hans, hún var frábær. Nokkrum árum eftir að ég lauk embætt- isprófi í lögum heimsótti ég vini mína í Vogum í Mývatnssveit og hitti m.a. Sigfús Hallgrímsson bónda þar og tókum við langt tal saman. Sigfús hafði dvalið ár- langt í Skotlandi og náð góðum tökum á enskri tungu. Að samtali okkar loknu mælti Sigfús: „Leifur minn, það eru ekki öll þessi próf, sem þú hefur tekið, eða öll þessi lönd, sem þú hefur heimsótt, sem mér finnst merkilegast í þínu fari, heldur það, að þú hefur ekki notað neitt útlent orð í klukkustundarsamtali okkar, það finnst mér merkilegt." Á síðasta aldarfjórðungi hefur fjölgað mjög öllum menntunartækifærum í land- inu og er það vel. Samfara þessari aukn- ingu hefði þurft að koma fjölgun jafn hæfra kennara við, sem nú nálgumst sex- tugt, nutum í síðari heimsstyrjöldinni. En hér er ég hræddur um, að misbrestur hafi orðið á, enda verða kennarar ekki fram- leiddir með pennastriki einu. Nám þeirra er langt og strangt og að þvi loknu verður að bjóða þeim mannsæmandi kjör. Von- andi verður ráðin bót á þessum vanda með tíð og tíma. Það er átakanlegt, þegar menntamenn koma fram í fjölmiðlum og sletta erlend- um orðum. Fyrir skömmu hlýddi ég á Helga Skúla Kjartansson í útvarpsfrétt- um, en ég hafði fram að því talið hann með menntuðustu mönnum þjóðarinnar. Hann lýsti manni einum í Lundúnum sem vafa- sömum „karakter“. Þrándur Thoroddsen var að lýsa námsdvöl sinni í Póllandi í þættinum Út og suður og tók þá m.a. þann- ig til orða: „mærkeligt nok“. í leiðara Morgunblaðsins fyrir skömmu var einhver tilraun talin „mislukkuð". Sú forystugrein var vissulega misheppnuð. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra kvartaði yfir fjármálaráðherra sínum með þessum orðum: „Albert er problem". Á aðalfundi Vinnuveitendasambands ís- lands 15. maí sl. voru pallborðsumræður og ritaði ég nokkrar slettur þátttakenda hjá mér á fundinum: Þetta sýnishorn: Typisk perioda, acceptera, plan, shock, gar- antera, diversifering, dynamiskur, krítískur, formulering. Síðar á fundi þessum flutti Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra erindi, sem var flutt á hinni ágæt- ustu íslensku. Þar er rétt kona á réttum stað. Hagfræðingar okkar hafa árum saman tönnlast á jafnvægisleysi og ójafnvægi í efnahagsmálum, þegar misvægi virðist betra orð. Menn þessa skortir alla tilfinn- ingu fyrir móðurmálinu. I gamla daga gátu menn tekið ákvörðun svona nokkurn veginn skammlaust, en nú er beðið „ákvarðanatöku“. Nú eru ekki lengur til mikil vandamál, þau eru af ákveðinni „stærðargráðu". Við skulum forðast það í lengstu lög að menga tungu okkar að því marki, að það þyki sérviska að rita hreint og fagurt mál. Það má aldrei verða, því að verndun ís- lenskrar tungu er ævarandi sjálfstæðis- barátta þjóðarinnar. LEIFUK sveinsson LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23. JONI 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.