Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Page 14
Vegabréfaskoðun er nákvæm, því þeir eru varkárir og dálítið varir um sig þegar útlendingar eru annars vegar. Það er heldur ekki hlaupið að því að fá vegabréfsáritun til Ástralíu: Sendiráð þeirra í Stokkhólmi er eini stað- urinn sem veitir Norðurlandabúum slíkan stimpil, og það er ekki fyrr en eftir greinargóð svör frá umsækj- endum og yfirlýsingar um að þeir hinir sömu muni halda til síns heima að lokinni heimsókninni, í stað þess að hverfa inn á víðáttu eyjaálfunnar, þangað sem starfsmenn hins opinbera í Canberra eiga ekki mögu- leika á að ná til þeirra. En þótt mikið nauð og nú kostaði að fá leyfi til þess að heimsækja Ástralíu var sú fyrirhöfn ekki unnin fyrir gýg: Þetta er stórkostlegt land og þjóð, sem á sér án efa glæsilega framtíð. Ung þjóð í einu elsta landi hnattar- UR ÞORPII milljónaborg Borgin Sydney hefir á þeim tæpum tvö hundruð ár- um, sem liðin eru frá því að nokkrir breskir tukthúslim- ir voru settir þar á land nauðugir, árið 1788, vaxið úr smáþorpi í glæsiborg 3 milljóna íbúa, sem státar af fegurstu byggingum, menningarlífi á við það sem best gerist í þeim efnum og er hreinni en flestar stórborgir í gamla og nýja heiminum. Sydney og umhverfi býður íbúum sínum og þeim sem þangað sækja upp á flest það sem nútímamaðurinn þráir og telur reyndar til nauðsynja, eins og tækifæri til útivistar og þess að geta notið sjávar og sólar. í Sydney eru 34 baðstrendur innan seilingar ef svo má segja, því höfnin, svo hrein sem hún er, lumar á ótal víkum og vogum, þar sem Ástralíubúinn sólar sig að loknum vinnudegi, ef hann fer þá ekki eitthvað lengra eða um borð í lystibátinn og siglir um hafnarsvæðið eða jafnvel til næstu fjarðar og flóa. Höfnin í Sydney býður upp á ótrúlega fjölbreytilega fegurð, eins og reyndar borgin sjálf. Höfnin er 54 km2 að flatarmáli og á kvöldin og um helgar skipta lystibátarn- ir þar þúsundum, en yfir 5 þús. slíkir farkostir eru á skrá hjá hafnaryfirvöldum. Baðströndin Bondi er frægust allra slíkra í Sydney, svipað og Coþacabana í Rió. Þetta er nokkurskonar almenningsgarður, þar sem allir geta notið sjávar, sands og sólar. Sú stefna yfirvalda í borginni að auð- velda fólki útivist og frjálsan aðgang að fegurstu stöð- um kunna íbúarnir sýnilega vel að meta. SÖMU SÝNINGAR SEM í LONDON, PARÍS Og New York Bygging óperuhússins beindi athygli heimsins að Sydney, þegar er myndir af þessu furðulega og fagra húsi tóku að berast um heimsbyggðina. Arkitektinn, Jorn Utzon, danskur maður, varð ásamt samstarfs- mönnum að leysa fjölmörg byggingartæknileg vanda- mál áður en byggingu lauk. Um tíma var jafnvel rætt um að hætta vð bygginguna eða láta hana standa hálf- kláraða. Sem betur fer tókst um síðir að yfirstíga örð- ugleikana og nú státar borgin af húsi sem er engu öðru líkt, jafnt að utan sem innan. „Hér njótum við sömu lista og menningarviðburða og fólk sem býr í London, París og New York,“ sagði Ásgeir H. Magnússon, íslenskur kaupsýslumaður, sem fyrir sex árum flutti til Sydney ásamt fjölskyldu og gerðist ástr- alskur ríkisborgari. „Leikhúsverk, tónlist, listdans — allt kemur þetta hingað enda þótt leiðin sé talsvert löng. Við hér í Ástr- alíu kunnum líka vel að meta slíkar heimsóknir og það vita listamenn um allan heim.“ Jóna Sigurðardóttir, kona Ásgeirs, tekur undir þetta: „Hér hefir maður allt það besta og svo þetta frábæra veður mestan hluta ársins.“ Ásgeir, gamall og góður vinur frá siglingaárunum, tók sér frí frá störfum og sýndi okkur Sydney. Synir þeirra hjóna, Sigurður og Magnús, búa báðir í borginni, Sigurður kvæntur Svöfu Birgisdóttur, um það bil að ljúka háskólanámi. Magnús, enn í háskóla og ókvæntur en stundar jafnframt há- skólanáminu klassískan gítarleik og kennir á gítar í virtasta tónlistarskóla borgarinnár. Öll kunna þau vel við sig í Sydney. Ásgeir rekur þar gott innflutnings- og útflutningsfyrirtæki og hefir nokkra menn í vinnu. „Hér er gott að vera og héðan fer ég aldrei", sagði Ásgeir þegar við kvöddum þessi ágætu hjón eftir skemmtilegan eftirmiðdag á heimili þeirra, þar sem íslensk málverk eftir meistarana sígildu prýða veggi. Fegursta og frægasta bygging í Sydney er án efa óperuhúsið, sem Daninn Jörn Utzon teiknaði. ví hefir oft verið haldið fram að þrjár borgir, sem allar eru nafntogaðar — keppi um hver þeirra eigi fegursta hafnar- svæðið. Rio de Janeiro með sykurtoppinn við hafnarmynn- ið, San Francisco með sína frægu brú yfir Golden Gate og svo Sydney, höfuðborg New South Wales í Ástralíu, sem Sveinn Sæmundsson heldur áfram hnattferð sinni og næsti viðkomu- staður er ein fegursta borg heimsins, Sydney í Ástralíu, þar sem m.a. er rætt við innflytjendur frá íslandi undirritaður álítur að tvímælalaust hafi vinninginn í þessari fegurðarsamkeppni. Sydney státar líka af frægri brú yfir sina höfn, Harbour Bridge, sem byggð var fyrir rúmlega 50 árum og tengir borgarhlutana tvo, aðalborgina og norðurhverfin. Þessi brú er 134 metra há og um fimm km á lengd. Þó hefir þessi fræga brú eignast skæðan keppinaut um aðdáun og hylli þeirra sem skoða fræg mannvirki, nefnilega óperuhúsið, sem stendur við höfnina stutt frá brúnni — bygging sem er byggingartæknilegt undur og frábærlega fögur. Það er merkileg reynsla að koma á flugvöllinn í Syd- ney eftir að hafa dvalið nokkrar vikur í austurlöndum. Um leið og flugvélin hefir numið staðar fyrir framan flugstöðina storma inn sóttvarnarverðir, sem sprauta farþegarýmið og jafnvel farþega með sótthreinsunar- efni. Meðan þeir marséra eftir endilangri breiðþotunni og úðinn streymir úr sóttvarnarbrúsunum sitja farþeg- arnir stjarfir af undrun yfir þessum aðförum, enda þótt þeir hafi einhvers staðar lesið að Ástralía sé verndað land — eða öllu heldur vernduð heimsálfa — þar sem óheimilt er að flytja inn lifandi dýr, blóm, uppstoppaða hluti o.fl. Með þessum ströngu reglum hafa Ástralíumenn var- ist ýmsum pestum og plágum, sem herja á dýr og plönt- ur í nágrannalöndunum þarna suðurfrá og lái þeim hver sem vill þótt þeir neyti allra bragða til þess. f flugstöðinni kemur maður allt í einu inn í Vestur- lönd, þar sem tollararnir eru hvítir en tala með þessum sérkennilega ástralska hreimi, sem er auðþekktur, en heyrist sjaldan í útvarpinu né heldur í sjónvarpi í Ástr- alíu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.