Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Side 9
tvö hundruð fugla til fyrri heimkynna á Hawaii-eyjum, þar sem þeir þrífast vel á nýjan leik. Arlega greiðir Alþjóðlegi náttúruvernd- arsjóðurinn mikið fé til verndunarverk- efna á vegum þjóðgarða í Ecuador og til Charles Darwin-rannsóknarstöðvarinnar á Galapagos-eyjum, en þar fann Charles Darwin lifandi sannanir fyrir kenningu sinni um uppruna tegundanna. Stórkost- legt og einstætt dýralíf er á þessum eyjum. Einstaklingar margra tegundanna eru ólík eftir því á hvaða eyju í klasanum þau lifa. Má nefna mörg afbrigði af finkum, en stofnarnir á hinum ýmsu eyjum Galap- agos-eyjaklasans hafa mismunandi gogg í samræmi við mismunandi fæðu þeirra. Skel risalandskjaldbökunnar hefur mis- munandi lögun frá einni eyju til annarrar. Sæeðlur (marine iguana) kafa niður á sjávarbotn til að ná sér í þaragróður. Skarfategund ein (flightless cormorant) getur ekki flogið. Ástæðan er einföld. Fuglinn hefur enga þörf fyrir vængi því hann á sér enga óvini á eyjunum. En sjó- ræningjar og hvalveiðimenn hófu að slátra dýrum sér til matar. Landnemar fluttu með sér framandi dýrategundir eins og svín, geitur, hunda og rottur, sem eyði- lögðu gróðurinn og gerðu mikinn usla með- al dýra eyjanna. Náttúruverndarsjóðurinn styrkti stofn- un rannsóknarstöðvarinnar á Santa Cruz- eyju, en starfsmenn er byrjaðir að fjar- lægja aðkomudýr og framandi jurtir af eyjunum svo Galapagos verði áfram lif- andi líffræðistofnun. Eggjum risaland- skjaldbökunnar er ungað út og ungunum sleppt þegar þeir eru orðnir sjálfbjarga. Margar tegundir arna, fálka, váka, gleða og kondóra eru að verða útdauðar. Þeim hefur fækkað örar í seinni tíð vegna skemmdarverka á fæðu- og hreiðurstöðum þeirra og eggjasöfnunar. Skordýraeitur hefur haft hörmuleg áhrif á fuglana. Það kemst með fæðu ofan í þá og veldur ófrjó- semi, vansköpun unga — og tortímingu. Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn hefur styrkt uppeldi hundrað förufálka í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Þegar hefur 230 fuglum verið sleppt og dafna þeir vel. Þá hefur sjóðurinn aðstoðað nokkrar Evrópuþjóðir til að bjarga haferninum. Vörður er haldinn um hreiður þeirra og ómenguðum mat er dreift á mikilvægum tímabilum varptímans, en varp hefur batnað við það. „Einar einmana" er kannski hægt að nefna síðustu risalandskjaldbökuna, sem lifir á Pinta-eyju Galapagos-eyjaklasans. Ef kvendýr finnst ekki, hverfur einn stofn þessarar tegundar, þegar „Lonesome George" fer á vit ættfeðra sinna. í Serengeti-þjóðgarðinum í Afríkuríkinu Tanzaníu er óvenjulegur fjöldi stórra landspendýra; meira en milljón gnýir, sebrahestar, gasellur, gíraffar og önnur hófdýr. En í Serengeti er einnig að finna höfuðóvini þessara dýra, Ijón, hlébarða, blettatígra og hýenur. Náttúruverndarsjóðurinn styrkir þjóð- garðinn á marga lund. Hann greiðir vörð- um, sem berjast gegn veiðiþjófum, og tek- ur þátt í að fylgjast með hjörðum dýranna úr lofti og gróðurþekju, en þannig er fylgst með vistkerfi svæðisins. Óttast er, að fíllinn deyi út vegna mikils veiðiþjófnaðar, en þjófarnir eru á höttun- um eftir tönnum dýrsins, fílabeininu. f raun veit enginn nákvæmlega hversu margir fílar eru lifandi í dag. Sjóðurinn hefur styrkt þriggja ára rannsókn á sam- bandinu milli fíls, manns og umhverfis í Afríku og Asíu. Er ólögleg sala fílabeins þar rannsökuð. Ef konur skammast sín nú fyrir það að spranga um í kápum úr feldi tígrisdýra, hlébarða, jagúars, blettatígurs og óselots (ocelot), þá er það Alþjóðlega náttúru- verndarsjóðnum að þakka. Hann stóð fyrir mikilli herferð gegn notkun felda þessara dýra í fatnað. Naut hann aðstoðar þekkts fólks í skemmti- og fataiðnaðinum. Sú al- þjóðíega stofnun, sem skinnasalar eru að- ilar að (International Fur Trade Federat- ion), fór þess á leit við félaga, að þeir hættu að versla með feldi tígrisdýra og tveggja hlébarðategunda (snow leopard, clouded leopard). Afleiðing þessa hefur verið sú, að 59 þjóðir hafa nú strangara eftirlit með verslun skinna af þessum kött- i um og öðrum afurðum villtra dýra og plantna. Einn mikilvægasti griðastaður fyrir villt líf í Vestur-Evrópu er Donana-þjóð- garðurinn á Spáni. Þar er m.a. að finna helming allra fuglategunda í Evrópu eins og t.d. flæmingja, ýmissa hegrategunda og flatnefs. Hann er eitt síðasta vígi spænsku gaupunnar (Spanish lynx) og þar eru nokkrir úr hópi hinna síðustu gammarna (Spanish imperial eagle). Náttúruvernd- arsjóðurinn kom Spánverjum til aðstoðar við gerð þjóðgarðsins. Mýrar, fen og óshólmar víða í heiminum njóta nú verndar sjóðsins. Þar lifa milljón- ir anda, álfta, gæsa, vað- og vatnafugla. Sjóðurinn sér t-d. um svipuð vatnasvæði á Austur-Englandi (East Anglia) og sama gildir um óshólma á suður- og norðvest- urströnd Bretlands. Markmið stærsta verndunarverkefnis Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins er frið- un regnskógarins, sem teygir sig eins og grænt belti í kringum miðju jarðarinnar. Sjóðurinn hóf árið 1976 baráttu fyrir verndun mikilvægustu hluta regnskógar- ins í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Monteverde-skógur Costa Rica, sem nú er verndaður, er griðastaður meira en þúsund plöntutegunda, þrjú hundruð fuglategunda og hundrað tegunda spendýra. Þar dafnar m.a. fuglinn kvesal (quezal), hinn heilagi fugl Azteka. í undirbúningi eru 17 verkefni til verndunar svæðum í regnskógum Indónesíu. Þúsundir nashyrninga eru drepnar ár- lega til að ná hornum dýrsins, sem notuð eru m.a. sem skaft á hnífa. Nashyrningur- inn lifir í Afríku sunnan Sahara eyðimerk- urinnar, á Indlandi, Súmötru, Jövu og í Nepal. Kjörsvæði hans er skógur, savanna- svæði og hálfgert votlendi. Horn dýrsins kostar um 250 þúsund krónur kílóið. í rikj- um við Persaflóa kostar hnífur með skafti úr horni nashyrnings tæpar 300 þúsund krónur. Auk þess er hornið selt til lækn- inga í Austúrlöndum, en engin sönnun er fyrir því, að „lækning" felist í notkun hornsins. Náttúruverndarsjóðurinn ein- beitti sér að verndun nashyrningsins 1979—1980 og söfnuðust rúm 800 þúsund bandaríkjadala (tæpar 24 milljónir króna), sem varið var til 33 verkefna til verndunar hinum rúmlega 20.500 nashyrningum, sem eftir eru af fimm nashyrningstegundum, en 90% nashyrninga Áfríku hafa verið drepin vegna græðgi mannsins. í lok þessarar kynningar á starfi Alþjóð- lega náttúruverndarsjóðsins og stöðu nokkurra dýrategunda í heiminum í dag þykir hlýða að segja í nokkrum orðum frá risa-pöndunni (giant panda), þessari vin- sælu dýrategund, sem sjóðurinn setti í merki sitt fyrir 23 árum. Risa-pandan lifar aðeins í Sichuan- héraði í Vestur-Kína. Hún nærist á bambustegund, sem er þó ekki næringar- rík svo dagsþörf dýrsins er 10—15 kíló. Pandan nærist aðeins að litlu leyti á öð- i-um jurtum. Árin 1975 og 1976 blómstraði bambustegund á ákveðnu svæði Sichuan- héraðs í fyrsta sinn í um 100 ár og dó síðan í samræmi við lífsreglur tegundarinnar. Afleiðing þessa var sú, að 148 pöndur af 400—1.000 dýrum (oft er miðað við 15%) fundust soltnar í hel. Alþjóðlegi náttúru- verndarsjóðurinn hóf söfnun til verndunar risa-pöndunni í samvinnu við kínversk yfirvöld, sem hafa stofnað 10 griðasvæði fyrir tegundina og munu reisa rannsókn- ar- og verndarstöð fyrir dýrin í samvinnu við sjóðinn á Wolong-verndarsvæðinu (Wolong: eiginlega „drekinn hvílandi"), sem er 140 kílómetra norðvestur af Chengdu, höfuðborg Sichuan-héraðs. Sjóð- urinn leitast við að safna einni milljón bandaríkjadala (um 30 milljónum króna) af þeim þremur milljónum dala, sem kín- verska stjórnin þarf til að reisa rannsókn- arstöðina. Hópur vsindamanna undir stjórn dr. George Schaller fór til Wolong árið 1980 fyrir stuðning náttúruverndarsjóðsins og hafa rannsóknir á risa-pöndunni farið frám í samvinnu við kínverska vísinda- menn undir forystu Hu Jin Chu prófess- ors. Markmiðið er að kanna þarfir dýrsins til að geta lifað í náttúrunni. Þá hefur gengið vel að fá dýrin til að fjölga sér á afgirtum svæðum. Alþjóðlegi náttúru- verndarsjóðurinn hefur einnig aðstoðað við að setja hálsólar á pöndur, en á þeim hefur verið komið fyrir senditækjum. Eft- irlit hefur því orðið betra og auðveldara. Það er einkum tvennt, sem veldur því, að milljónum bandaríkjadala er varið í verndun risa-pöndunnar. Annars vegar njóta fleiri dýra- og plöntutegundir vernd- unarinnar þar sem vísindamenn einbeita sér að friðun þess svæðis, sem pandan byggir. Hins vegar er pandan eitt ástsæl- asta dýr heims, auk þess að tegundin eyk- ur enn fjölbreytileika lífheimsins, fjöl- breytileika, sem maðurinn, með skeyt- ingar- og ábyrgðarleysi sínu, er óðum að höggva stór og óbætanlega skörð í. Unnid úr gögnum frá skrifstofu Alþjóölcga náttúru- verndarsjóösins í Kaupmannahöfn. Þeir, sem vilja veita sjóðnum fjárstuðn- ing eða gerast meðlimir hans, geta skrifað til: David Hooper, Director of Development, World Wildlife Fund, CH-1196 Gland, Schweiz. — ing.joh. SJÁ NÆSTU SÍÐU í hættu vegna VEIÐIWOFNAÐAR ÚTBREIÐSLA I'JÖLDI ORSÖK VEIÐIPJÓFNAÐAR NASHYRNINGUR: Afríka sunnan Sahara, Indland, Ncpal, Súmatra og Java. I.ifir í skóglendi, á sav- vannasvæðum og þar sem votlent er. Indvcrskur nashyrningur 1.200 Jövu nashyrningur 50 Súmötru nashyrningur 300 Svartur nashyrningur 15.000 Hvítur nasnyrningur 4.000 Horn nashyrningsins kostar um 240 þúsund krónur hvert kfló. Hnífur með skafti úr horninu kostar um 300 þúsund krónur í löndunum við Persaflóa. Hornið er auk þess selt til „lækninga" í Austurlöndum. „Lækningamáttur" þess er mjög dreginn í efa. FÍLL Afríka sunnan Sahara, Indland, Kína, Indókína og Indónesía. í Afríku eru um 1,3 milljónir dýra. Á Ind- landi eru í mesta lagi 35.000 fílar. Fflabein kostar tæplega tvö þúsund krónur hvert kfló. Tennur karldýrs Afríkufflsins geta kostað allt að einni milljón króna. Fílabein er m.a. notað í skartgripi og er þeirra gætt scm væri gull eða silfur. FJALLAGÓRILLA Afríkuríkin Zaire, Rwanda og Uganda. Regnskógurinn. I>aó eru um 200 fjallagórillur lifandi. I>rátt fyrir útflutningsbann er dýrum smyglaó til annarra landa. Lifandi fjallagórillu er hægt að selja fyrir um 600 þúsund krónur. I>ær eru vciddar fyrir dýragarða eða til vísinda- rannsókna. Hendur og fætur fjallagórillunnar eru einnig uppstoppaöar og seldar feröamönnum sem minjagripir. SIMPANSI í miðbaugslönduni Afríku. Apinn lifir í regnskóginum og skóglendi, sera helst minnir á savannasvæði. Um 35.000 dýr eru lifandi, en þcim fækk- ar óðum. Lifandi simpansa er unnt að selja fyrir 90—120 þúsund krónur. Þeir eru notaðir til rannsókna og í fjölleikahúsum, sjónvarpi og kvikmyndaiðnaðinum. ÓRANGÚTAN Borncó og Súmatra. Regnskógurinn. Tæplcga 0.000 dýr eru eftir. Lifandi órangútan er unnt að selja fyrir 180—240 þúsund krónur. Þrátt fyrir útflutningsbann er dýrum smyglað frá Indónesíu til rannsókna, í dýragarða og seld sem gæludýr. HLÉBARÐI Noröaustur-Asía (Kórea), Austurlönd nær til SuÖur-Afríku. Lifir viÖ margs konar aðstæður þar sem gott er að fela sig. Sex hlébarðategundir cru nú í hættu, þ.á m. snjóhlébarðinn, arabiski hlébarð- inn og Sinai hlébarðinn. Hlébarðakápa kostar 600—1.500 þús. krónur í Tókýó. Hlé- barðar eru ckki bara veiddir fyrir feldskera heldur einnig fyrir dýragaróa og safnara. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 23. JÚNl 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.