Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Síða 16
Heila- æxli eytt með hljóð- bylgjum Hátíðnihljóðbylgjur eru til svo margra hluta gagnlegar, að hægt er að beita þeim við verkefni, sem eru jafn ólík og að taka mynd af fóstri og eyða nýrnasteinum. Fyrir nokkrum árum útbjuggu skurðlæknar tæki, sem kallað er CUSA (Cavitron Ultrasonic Surgical Aspirator), en það sker með hátíðnibylgjum. Nú nota skurðlæknar þetta tæki til að fjarlægja heilaæxli, sem áður var ekki hægt að skera upp við. Hátíðnihljóðbylgjur valda því, að hinn mjói oddur kannans titr- ar 23.000 sinnum á sekúndu. Þegar kanninn nemur við hluta æxlisins, spiundrast hann. Brot- in eru svo hreinsuð burt úr heil- anum með saltupplausn. Ef þetta er endurtekið nokkrum sinnum, er hægt að fjarlægja æxlið smám saman. „Áður en CUSA kom til skjal- anna, fjarlægðum við yfirieitt stór æxli með sogi,“ segir Fred Epstein, barnalæknir og tauga- skurðlæknir við læknastöð New York-háskóla. „En æxlin vildu loða við heilbrigða vefi, og þegar tekið var í þau, var togað í hluta af heilanum um leið. Slíkt tog gat valdið skemmdum á heilan- um. En CUSA veldur heilbrigð- Skurðlæknu eru ai farnir að nota hátíðnitækni til að vinna i heila- æxlum með titringi og ejða þeim þannig í hlutum smám saman. um vef engu tjóni, því að tækið virkar aðeins á hluta æxlisins í einu.“ Auk öryggisins fylgja tækinu aðrir kostir. „Með CUSA,“ segir Epstein, „get ég gert það á hálf- tíma, sem venjulega tekur fjórar stundir að gera með þeim ráðum, sem áður hafa verið fyrir hendi.“ Og tækið er einnig hægt að nota til að fjarlægja mjög föst æxli, sem ekki var hægt með sogi. Epstein skýrir svo frá, að hann hafi þegar notað CUSA með góðum árangri á um 80 sjúklingum. HUÓMPLÖTUR Sálumessa Mozarts að var í júlímánuði 1791 að gráklæddur maður kom til Mozarts og bað hann að semja sálumessu. Hér var á ferðinni sendimaður frá von Walsegg greifa. Hann hafði misst konu sína og vildi heiðra minningu hennar með flutningi sálumessu og átti að líta svo út eins og hún væri samin af greifanum sjálf- um. Mozart fékk greidda nokkra fjárupphæð fyrirfram, en þessi dularfulli sendimaður birtist aftur og aftur til að krefja hann um sálumessuna. Mozart var einn í íbúð sinni. Konstanza hafði alið son fyrir skömmu og var sér til heilsubótar á hress- ingarhæii þegar hann hófst handa um samningu sálumess- unnar. Það settist að honum banageigur þegar hann festi á blað fyrstu þættina og heilsu hans hrakaði óðfluga. Til að gera langa sögu stutta, þá entist Moz- art ekki ævin til að ljúka verkinu, en hugur hans var við samningu þess þar til yfir lauk, meðan hann hélt ráði og rænu, að hann andaðist 4. desember 1791. Það varð ekkjunni angurs- efni ef hún yrði að endurgreiða Walsegg það sem hann hafði lát- ið af hendi og til að afstýra því fékk hún heimilisvin og nem- anda Mozarts, Sússmayer, til að ljúka verkinu. Segja má að Moz- art hafi goldið sköpun verksins með lífi sínu og alla tíð síðan hefir það vakið hrifningu og að- dáun, enda þótt það sé ekki full- gert frá hendi meistarans. Það er tiltölulega sjaldgæft að frægir söngvarar skipti um hlut- verk og gerist hljómsveitarstjór- ar, samt má nefna tvo af fræg- ustu söngvurum samtímans sem bregða þessu fyrir sig, Diedrich Fischer-Dieskau og Placido Domingo, og nú hefir sá þriðji bæst í hópinn og gefið út hljómplötu sem hefir fengið ein- róma iof. Þessi söngvari er Peter Schreier og hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur, þegar hann valdi sálumessu Mozarts til flutnings. Schreier hefir að vísu fengist við hljóm- sveitarstjórn öðrum þræði allt frá 1970 og hann hefir sungið tenórhlutverkið í sálumessu Mozarts oft og mörgum sinnum, svo að hann nauðaþekkir alla innviði verksins og þess gætir í meðferð hans sem er ákaflega vönduð, skýr texti og öll hlutföll eins og best verður á kosið. Þá þykja einsöngvararnir skila sín- um hlutverkum með mestu prýði, einkum þó Margaret Price (sopran). Hinir einsöngvararnir eru Trudelise Schmidt, Franc- isco Araiza og Theo Adam. Það er útvarpskórinn í Leipzig sem syngur og ríkishijómsveitin í Dresden leikur og það er Philips sem gefur plötuna út og beitir digitaltækninni við gerð hennar — Philips digital 6514 320. Af öðr- um hljómplötum sem eru tiltölu- lega nýjar og þykja standa fyrir sínu má nefna hljóðritun þar sem Barenboim stjórnar, ASD 2788, dramatísk uppfærsla og vel sungin, en frá árinu 1972, og aðra þar sem Marriner er stjórnandinn, ZRG876, í báðum tilfellunum eru prýðis einsöngv- arar, en hljóðritunin hjá Schrei- er og flutningur hans allur þykir samt standa báðum þeim framar og þeir sem um hana hafa fjallað hafa valið henni einkunnarorð eins og opinberun. A.K. SUNNANIO V Nýrsafi.nýttbragð,' nýuppUfun. ' SUNNANIO Hreínn safíúr tíu suðrænun ávöxtum Smakkaðu hann! SAPOBJO Mjólkursamsalan 16 AUK hf, Auglýsingastofa Kristínar 3.127

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.