Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Side 4
HÁSKÓLI ÍSLANDS LAGA- NÁM Skilningur framar utanbókarlærdómi Lögberg, hús lagadeildar. Allt skólastarf lýtur að manneskjunni, einnig nám í lögfræði — en lagadeild á að efla með mönnum gagnrýna hugsun og æfa þá í akademískum vinnu- brögðum. Þórður S. Gunnarsson hrl. ræðir við lagaprófessorana Arnljót Björnsson og Björn Þ. Guðmundsson, sem einnig er deildars- forseti lagadeildar. Ihaust voru 75 ár liðin frá því að settur var á stofn lagaskóli hér á landi. Hver eru helstu kennileitin í náms- og kennslusögu íslenskra lögfræðinga? Arnljótur: Skipulagt laganám hófst við Kaupmannahafnarháskóla á fyrri hluta 18. aldar og íslendingar sóttu þangað lagakennslu frá 1736 til 1908, en þá var eins og fram er komið stofnaður laga- skóli hér á landi. Háskólamenntaðir ís- lenskir lögfræðingar verða fyrst til upp úr 1736 en þess má geta að alls brauðskráðust frá Hafnarháskóla um 220 íslenskir lög- fræðingar. íslenski lagaskólinn varð ekki gamall. Hann starfaði í þrjú ár eða til 1911, en var þá sameinaður prestaskóla og læknaskóla, sem höfðu starfað hér um nokkurt skeið. Þessir þrír skólar mynduðu Háskóla íslands ásamt heimspekideild, sem sett var á laggirnar við stofnun há- skólans. Segja má að allar götur síðan 1908 hafi verið samfelld þróun í lagakennslu hér á landi. Til dæmis um framfarir sem orðið hafa á síðustu árum má nefna, að árið 1955 voru fjórir kennarar í fullu starfi við deildina en eru nú níu. Lagadeild hefur fengið mjög gott húsnæði fyrir starfsemi sína en Lögberg, hús lagadeildar, var tekið í notkun á Háskólalóðinni árið 1971. Þá er rétt að nefna að árið 1970 var gerð mikil breyting á fyrirkomulagi lagakennslu og náms og óhætt er að fullyrða að laga- kennsla er nú mun betri en var fyrir 1970. Þetta má ekki misskilja á þann veg að kennarar séu nú betri en áður var. Fyrir 1970 störfuðu margir framúrskarandi lögfræðingar við kennslu í lagadeild, en vegna fámennis og aðstöðuleysis gátu þeir ekki veitt þá fræðslu sem þeir hefðu sjálfir viljað, a.m.k. ekki í jafn ríkum mæli og þeir óskuðu. Námstækifæri íslenskra lögfræðinga erlendis eru nú mun meiri en áður var og segja má að nái laganemi verulega góðum árangri hér heima eigi hann tiltölulega greiðan aðgang að fram- haldsnámi við erlenda háskóla. Þóröur: í myndarlegu afmælisblaði Úlfljóts, tímariti laganema, sem tileinkað var 75 ára afmæli laga- kennslu, er í inngangi vitnað til ummæla tékkneska rithöfundarins Franz Kafka sem sagði: „Laganám er eins og að éta hefilspæni." Er lögfræði óaðgengileg sem fræðigrein? Arnljótur: Lögfræði er að mörgu leyti óað- gengileg. Við laganám þarf að nota mikið af heimildum og slík heimilda- notkun er að mörgu leyti nýr heimur fyrir laganema. Lagasafn er að vísu aðgengilegt en dómar og þá sérstaklega dómar Hæsta- réttar eru mikilsverð réttarheimild. Dómaskrár á vissum réttarsviðum og til- vitnanir í dóma í lagasafni og fræðiritum auðvelda stúdentum og lögfræðingum könnun dóma, en rannsókn þessara heim- ilda er engu að síður bæði vandasöm og tímafrek. Þá má geta þess, að íslenskum lögfræðingum er nauðsynlegt að nota er- lendar heimildir í ríkum mæli, einkum fræðirit og dóma. Ég vil leggja áherslu á annað meginatriði sem gerir lögfræði ekki síður óaðgengilega og þá sérstaklega fyrir laganema á fyrsta námsári, en það er að nemandi í lögfræði stendur frammi fyrir stórri heildstæðri fræðigrein. Laganemi á fyrsta námsári leggur aðeins stund á þrjár til fjórar fræðigreinar innan lögfræðinnar og fær af þeirri ástæðu mjög takmarkaða mynd af lögfræðinni í heild. Undirgrein- arnar eru meira og minna tengdar öðrum greinum sem hann veit lítið sem ekkert um þannig að miklum erfiðleikum er bundið fyrir byrjanda að öðlast heildar- mynd af lögfræðinni. Þetta veldur því að tiltölulega langur tími líður þar til laga- nemi fer að skilja samhengið í lögfræðinni og fá nægilega yfirsýn. Þetta reynist mörgum fjötur um fót í upphafi laganáms. Björn: Ekki klikkar Kafka. Þarna er auðvitað skýringin á magasár- inu sem ég fékk um árið! Þórður: Yfirsýn yfir réttarkerfið í heild og lögfræðina er grundvallar- atriði í laganámi og hugsanlegt að á slika yfirsýn hafi ekki verið lögð nægileg áhersla á undanförnum árum þótt um það megi vafalaust deila. Ég er þeirrar skoð- unar að lögfræði sé almennt talað mjög erfið námsgrein og laganám krefjist mik- illar vinnu og einbeitingar. Því má heldur ekki gleyma að lögfræðinámi lýkur ekki við embættispróf. Lögfræðinám er sífellt nám m.a. vegna örra breytinga og nýjunga í lagasetningu og endalaust nýrra tilvika sem koma til úrlausnar hjá dómsstólum og öðrum úrskurðaraðilum. í framhaldi af hugleiðingum um laganám er eðlilegt að spyrja hvert sé markmið laganáms og lagakennslu. Björn: Ef Háskóli íslands hefði mót- aða menntunarstefnu væri auð- veldara að svara þessu, því að laganám og lagakennsla, eins og raunar öll mannleg fræði, er ekki og á ekki að vera einangrað fyrirbæri í skóla eða þjóðfélagi. í lögum segir m.a. að háskólinn skuli vera vísinda- leg rannsóknar- og fræðslustofnun, er veiti nemendum sínum menntun til þess að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu. Ef fara ætti bókstaflega eftir þessu ákvæði, sem er að sumu leyti leifar liðins tíma, væri hlutverk lagadeildar að ala upp embættismenn. Að mínu viti lýtur allt skólastarf fyrst og fremst að manneskjunni en ekki endi- lega væntanlegum störfum hennar, ein- faldlega vegna þess að fyrirfram er ekki vitað hver þau verða. Þess vegna er það kannski markmið skóla aö gera manneskjuna betri, auka manngildi og mannvit, því að orkan í manninum sjálfum, hugvitið, er e.t.v. arð- bærasti orkubúskapur þjóðfélags. í sam- ræmi við þessa skoðun er freistandi að svara spurningunni þannig, að markmið Björn Þ. Guðmundsson prófessor, deildar- forseti lagadeildar. laganáms og lagakennslu sé að stuðla að því að til séu „góðir lögfræðingar". Þetta er hins vegar erfitt að skilgreina eins og allt sem er háð gildismati. Ég hef stundum orðað það svo að í lagadeild eigi að efla með mönnum gagnrýna hugsun („júridísk- an þankagang") og æfa þá í akademískum vinnubrögðum. f hinu fyrra felst að mínu viti að komist sé að niðurstöðu á grund- velli þekkingar eftir rökfræðilegum leiðum og í því síðarnefnda að menn gefi sér ekki niðurstöðu fyrirfram. Akademísk vinnu- brögð fela í sér þekkingar- og skilningsleit og e.t.v. efasama afstöðu, þ.e. að menn geri sér ljóst að fátt er eins og það sýnist við fyrstu skoðun og að margar hliðar geta verið á hverju máli. „Góður lögfræðingur" verður að þekkja þær leikreglur sem þjóðfélagið hefur sett sér að fara eftir, réttarreglurnar, leita skilnings á viðfangsefni sínu og kunna að beita viðurkenndum lögfræðilegum að- ferðum við úrlausn þess. Skilningsleitin er afar þýðingarmikil, ekki aðeins í laganámi heldur öllu námi. Þess vegna hrekk ég við í hvert sinn sem laganemar kvarta yfir því að í lagadeild fái þeir fljótlega á tilfinninguna, eins og það er gjarnan orðað, að námið sé fyrst og fremst utanaðbókarlærdómur. Þetta er rangt. í laganámi gengur skilningur fram- ar utanaðlærdómi. Hitt er allt annað mál að til þess að öðlast skiining þurfa menn að kunna skil á tilteknum staðreyndum. Hjá því verður ekki komist. Arnljótur: Segja má að markmið iaga- náms sé einkum að undirbúa nemendur til að gegna þeim störfum sem lagapróf þarf til. Stundum er sagt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.