Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 1
Kvennalisti og Sjálfstœðisflokkur vilja fresta afgreiðs/u húsbréfa: Bendir til að annar- leg sjónarmið séu að ná yfirtökum slarfsflokkarnir og jafnvel þinn ci|>inn flokkur hal'i ekki sýnt málinu nægilegan stuðning? „Minn flokkur hefur allan tímann staðið að baki mér í þessu máli, þótt það hefði kannski mátt meira koma fram opinberlega. Það er bú- ið að vinna mjög vel að þessu máli í eitt og hálft ár. Þess vegna spyr ég hvers vegna eigi að bíða fram á næsta haust. Hvað á að kanna? Það er bú- ið að kannaöll hugsanleg áhrif af þessu kerfi. Ég bið menn um að bera það saman við það kerfi sem komið var á 1986, þegar Alexander Stefánsson var félagsmála- ráðherra. Það kerfi kom til umræðu á föstudegi, varð að lögum á þriðjudegi, fjórum dögum seinna. Þá komu ekki fram óskir um að kanna mál- ið betur út og suður. Ég spyr: Hvað býr hér að baki?“ Jóhanna sagði að þjóðfé- lagið hefði ekki efni á því að bíða fram á haustið með af- greiðslu þessa máls, þar sem fjöldi fólks væri í neyð i hús- næðismálum og kerfið væri að úthluta 600 miljónum á hverjum mánuði til fólks, þar sem að minnsta kosti helmingur rynni til fólks sem hið opinberra þyrfti í raun ekki að styðja. „Ég fer að efast um að það sé til nokkuð sem heiti heið- arleiki í pólitík. Mér finnst margt benda til þess að ann- arleg sjónarmið séu að ná yfirtökum í þessu máli,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra. segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. „Ég fer að efast um að það sé til nokkuð sem heiti heiðarleiki í pólitík, “ segir ráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segist standa við yfirlýsingar sínar um að segja af sér einbætti félagsmálaráðherra verði húsbréfafrumvarpið ekki að lögum á þessu þingi. Ráð- herrann segist raunar vera undrandi á fréttum sem flutt- ar hafa verið af stefnubreyt- ingu hjá Sjálfstæðisflokki og Kvennalista, en báðir flokk- arnir hafa lýst yfir að þeir vilji fresta afgreiðslu fram á haustið. Eins er vitað um sömu afstöðu tveggja þing- manna Framsóknarflokks- ins. „Ég fer að efast um að það sé til nokkuð sem heitir heiðarleiki í pólitík," sagði Jóhanna í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Hún segir margt benda til að annarleg sjónarmið séu að ná yfirtök- um í þessu máli. „Ég er mjög undrandi á þessu og trúi varla að þetta sé rétt að Sjálfstæðisflokkur- inn sé búinn að skipta um skoðun. í nefndinni sem hef- ur starfað í þessu máli app undir ár voru þeir meðmæltir þessu. í fyrstu umræðu um málið lýstu þeir stuðningi við þetta frumvarp og þar talaði formaður flokksins. Ég veit ekki til þess að það sé nokk- uð sem hafi komið fram, sem valdið geti slíkri stefnubreyt- ingu,“ sagði Jóhanna Sig- urðardóttir um fregnir af því að sjálfstæðismenn séu ekki reiðbúnir að styðja frum- varpið á þessu þingi. Félagsmálaráðherra sagði að afstaða Kvennalistans kæmi sér einnig mjög á óvart: „Kvennalistinn var já- kvæður fyrir þessu í nefnd- inni. Öll stjórnarandstaðan hefur fengið að fylgjast með frá upphafi. Það kemur mér líka á óvart að fulltrúi Kvennalistans skuli lýsa því yfir í sjónvarpi, að mikil óvissaséum áhrif húsbréfa- kcrfisins á markaðinn. Fyrir liggur álit frá sérfræðingum sem ríkisstjórnin skipaði í þessu máli. Þar kemur fram jákvæð niðurstaða, að því er varðar peninga- og fjárfest- ingamarkaðinn. Nefndin, sem fulltrúi Kvennalistans á m.a. sæti í óskaði eftir enn frekari áliti frá Þjóðhags- stofnun. Hún vísarsama veg- inn. Fulltrúi Kvennalistans vitnar í að fram hafi komið í nefndinni eitthvað sem sýni annað. Ég trúi ekki að Kvennlistinn meti meira nið- urstöður frá þessum fimrn einstaklingum í húsnæðis- málastjórn, heldur en niður- stöður bæði Þjóðhagsstofn- unar og sérfræðinga sem hafa fjallað um málið." — Er stjórnarandstaöan að nýta sér yfirlýsingar þín- ar, uin að þú setjir stólinn að veði fyrir því að húsbréfa- frumvarpið verði að lögum á þessu þingi, til að koma höggi á stjórnina? „Ég hélt að pólitik gengi út á það að vinna fyrir fólkið í landinu." — Má ekki segja að fram- vinda málsins sýni að sam- ítarleg verðkönnun Alþyðu- blaðsins staðfestir: Verðbólgan á fullt eftir verðstöðvun Hagfrœðingur ASI: Kaupmáttur ASI-fólks 15% lakari í maí en í júní síðastliðnum. Hagfrœðingur VSÍ: Gengið fellur fyrr eða síðar. • Alþýðublaðið birtir i dag niðurstöður viðamikillar verðkönnunar sem sýnir að verðlagið hefur hækkað yfir 30% á einu ári. Á sama tima hafa laun breyst um 7-8%. Kaupmátturinn er því um 20% lakari í dag en fyrir ári. • BSRB-félagar sem samþykktu með yfir- gnæfandi meirihluta samninga sína, munu í lok samningstímabilsins standa í sömu sporum. 20% kaupmáttarrýrnunin er stað- fest. • BHMR-félagar sem nú eru í verkfalli þurfa að fá 32% kauphækkun til að halda í horfinu, það er til að ná upp kaupmættin- um frá því í mars á siðasta ári, miðað við niðurstöður verðkönnunar Alþýðublaðs- ins. • Ari Skúlason hagfræðingur Alþýðu- sambandsins segir í samtali við Alþýðu- blaðið að kaupmáttur ASÍ-fólks verði 15% lakari í maí en í júní síðastliðnum verði ekki samið fyrir þann tíma. • Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur Vinnuveitendasambandsins segir fyrir- tækin hætta rekstri og telur óhugsandi að koma þeiin af stað án gengisfellingar. „Gengið lætur undan fyrr eða síðar,“ segir Hannes. • Um þetta allt má lesa nánari í umfjöllun um „matarpakka“ Alþýðublaðsins, niður- stöður og ummæli á blaðsíðu 6-7. BSRB-samningurinn: Yfirgnæfandi meiri- hluti samþykkti Saniningur BSRB og ríkis- ins var samþykktur með yfir- gnæfandi meirihluta hjá 10 aðildarfélögum BSRB í gær, eða með ríflega 80-90% greiddra atkvæða. Enn á eftir að greiða at- kvæði í einu félagi, en 4 félög hafa enn ekki gengið f'rá samningum. Minnst var þátttakan í, Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar, um 34%, en þar var samningur- inn samþykktur með yfir 80% greiddra atkvæða. í fjölmennasta félaginu, Starfsmannalelagi ríkis- stofnana, greiddu um 78% félaga atkvæði og studdu ríf- lega 80% þeirra samninginn. Ögmundur Jónasson for- maður BSRB sagði að félag- ar innan BSRB hefðu sýnt að það væri samræmi á milli orða og athafna. Samning- arnir sýndu samstöðu innan BSRB. „En nú ríður á,“ sagði Ögmundur, „aðstjórn- völd sýni að þeim sé alvara í því, að standa við þau fyrir- heit sem þau gáfu okkur í verðlagsmálum og öðrum þeim málum sem snerta lífs- kjörin. Við ætlumst til að þau fyrirheit haldi.“ Að mati forystu BHMR er samningur BSRB ekki girni- legri þótt hann hafi verið samþykktur. Forsvarsmenn samninganefndar ríkisins segja hins vegar að atkvæða- greiðslan staðfesti enn þá af- stöðu sem ríkið hafi haft í viðræðum við BHMR. SENDIRÁÐSMENN KALLADIR HEIM Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á skipulagi og starfsháttum utanrikis- þjónustunnar, sem fela m.a. í sér að nýjar stöður verða mannaöar með til- færslum innan ráðuneytis- ins og fækkun starfs- nianna í sendiráðum cr- lcndis. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins er ætlunin að móta nýjar starfsreglur. Sendherrar og sendifull- irúar yrðu ekki lengur en 4 ár á hverjum pósti og undir engum kringumstæðum lengur en 8 ár erlendis. Eft- ir 8 ár erlendis verði þeir kvaddir heim til starfa í ráðuneytinu. Þá gegni sendiherrar að jafnaði ekki störfum erlendis eftir að þeir hafi náð 65 ára aldri. Sjá nánar fjallað um til- lögur um breytingar á skipulagi utnaríkisþjón- ustunnar í úttekt á bls 4 og 5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.