Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 5
5 ALMENN SKRIFSTOFA: Sérstakur fjármálastjóri verður skipaður, án flutningsskyldu. Fjár- málastjórn og eftirlitshlutverk með rekstri verður aukið og fjármála- stjórn ráðuneytisins og varnar- málaskrifstofu sameinuð, eins og áður er getið. Eftir breytingarnar yrði öll fjármálastjórn á einni hendi. Þessi breytingin myndi hafa í för með sér töluverðar tilfærslur en ekki fjölgun. ALÞJÓÐA- SKRIFSTOFA: Aukin átiersla á pólitíska stefnu- mótun, sem gerð verður með meiri sérhæfingu og deildaskiptingu inn- an skrifstofunnar. Sérstök áhersla á langtímaverkefni og starfsmenn gerðir ábyrgir fyrir einstaka mála- flokkum. DEILD 1: Verkstjórn alþjóð- skrifstofu. Þar er ætlunin að sinna stefnumótun almennt, upplýsing- um til utanríkismálanefndar, grein- arskrifum, almennum skýrslum, undirbúningi fyrir fundi og fleiru. DEILD 2: Öryggis- og varnarmál yrðu meginverkefni. Þátttaka í af- vopnunarviðræðunum í Vín (Röse) verður falin starfsmanni fasta- nefndar hjá NATO í Brussel, en undir yfirstjórn alþjóðaskrifstof- unnar. Málefni NATÓ, evrópusam- vinna, samskipti austurs og vesturs, kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurslöndum og veitinga flugs- og lendingaleyfa eru meðal verkefna. DEILD 3: Alþjóðlegt samstarf í umhverfisverndarmálum og sam- skipti við milliríkjastofnanir og samtök sem heyra ekki undir aðrar deildir ráðuneytisins. Ákveðin mál- efni Sameinuðu þjóðanna og Norð- urlandaráð og norræn samvinna. Þá eru þróunarsamvinnumál á verksviði þessarar deildar. DEILD 4: Meginverkefni eru málefni fjarlægra heimshluta svo og Grænland. Þessi deild kemur í stað núverandi skipunar heims- sendiráða. DEILD 5: Þjóðréttarmál, gerð milliríkjasamninga og þrætumál eins og hvalamálið eru dæmi unt mál á verkefnalista þessarar deild- ar. Á heildina litið er heimkvaðning sendiherra með mikla starfseynslu ætlað að verða mjög til bóta fyrir alþjóðaskrifstofuna. Þessi skipan mála, ásamt opnun sérstaks sendi- ráðs i Japan í náinni framtíð, á að koma í stað skipan heimssendiherra eins og nú er. VIÐSKIPTA- SKRIFSTOFA: Eins og fyrr segir er ætlunin að efla starfið með því að skipa for- stöðumann með reynslu af EB/EFTA-málum og með núver- andi forstöðumann sem ráðgjafa í þeim efnum. Nokkrir sendimenn sem kvaddir verða heim munu einn- ig koma til starfa á þessari skrif- stofu. Þessu fyrirkomulagi er m.a. ætlað að létta á ráðuneytisstjóra, sem mjög hefur þurft að taka þessi verkefni að sér. Ætlunin er að auka hlutverk skrifstofunnar í stefnu- mörkun, m.a. með auknu samstarfi við sendiráðin í Brussel og Genf, og fær viðskiptaskrifstofan aukið vægi innan ráðuneytisins. Skrif- stofunni verður skipt i þrjár deildir með sérstökum deildarstjórum: ALMENN DEILD: Meðal verk- efna eru viðskiptasamningar, Aust- ur-Evrópu viðskipti, GATT og norrænt samstarf um viðskiptamál. EB/EFTA DEILD: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkissráðherra tekur við formennsku í ráðherra- nefnd EFTA í sumar, þegar samn- ingaviðræður við EB fara í gang fyrir alvöru. Starfsfólki þessarar deildar verður fjölgað í samræmi við aukin verkefni vegna for- mennskunnar í EFTA. ÚTFLUTNINGS- OG MARK- AÐSDEILD: Skipan viðskipta- skiptafulltrúa í samstarfi við samtök útflutningsaðila og Út- flutningsráð er ætlað að efla sam- starfið við atvinnuvegina og markaðsþjónusthlutverk ráðu- neytisins. VARNARMÁLA- SKRIFSTOFA: Sérstök áhersla verður lögð á vinnu við gerð varnaráætlana á hættutímum í samstarfi við aðra aðila, svo sem dómsmálaráðuneyt- ið, Almannavarnir ríkisins, Land- helgisgæsluna, lögregluyfirvöld, Geislavarnir ríkisins og Hafrann- sóknarstofnun. Samkvæmt heimildum blaðsins er ráðgert að áætlun þessara aðila verði sam- hæfð áætlunum varnarliðsins. Lögð verður aukin áhersla á skipulag starfsemi i tengslum við Ratsjárstofnun og Kögun hf. svo og samstarf innlendra aðila á sviði há- tæknibúnaðar. Jón Baldvin Hannibalsson hefur oft talað um nauðsyn þess að end- urskipuleggja fyrirkomulag verk- takastarfsemi fyrir varnarliðið. Samkvæmt heimildum blaðsins er meðal langtímaverkefna varnar- málaskrifstofu, að gera tillögur um breytt fyrirkomulag á starfsemi ís- lenskra aðalverktaka. NORÐURLANDA- SKRIFSTOFA: Starfsemi Norðurlandaskrif- stofu heyrir í dag undir annan ráð- herra, samstarfsráðherra Norður- landa. Þetta fyrirkomulag er ekki nógu skilvirkt að mati utanríkis- ráðuneytisins og þykir óeðlilegt að utanríkisráðuneytið beri ábyrgð á fjárveitingum og útgjöldum vegna þessarar starfsemi, en annar ráð- herra fari með yfirstjórnina. Lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að samskiptum við Norðurlöndin verði komið fyrir innan ráðuneytis- ins með því að fela yfirstjórn þeirra mála sérstökum starfsmanni al- þjóðaskrifstofu. Fjöldi starfsmanna utanríkis- þjónustunnar verður óbreyttur þrátt fyrir þær miklu skipulags- breytingar sem ráðgerðar eru. Nýj- ar stöður verða mannaðar með tilflutningum innan ráðuneytisins jafnframt þvi sem starfsfólki í send- irráðum erlendis verður fækkað og þvi falin störf i ráðuneytinu við Hverfisgötu. - Stjórn Sjálfsbjargar sem kjörin var á aöalfundi fimmtudaginn 30. mars 1989. Fremri röð á mynd tal- iö frá vinstri: Jón H. Sigurðsson, Nýtt félagsheimili Sjálfsbjargar Á fjölmennum aöalfundi Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni þann 30. mars uröu nokkur um- skipti í stjóm félagsins. Hana sitja nú: Ragnar Gunnar Þór- hallsson form., Siguröur Björnsson varaform., Jón J. Sigurösson gjaldkeri, Ruth Pálsdóttir ritari og Hildur Jónsdóttir vararitari. Til stendur aö félagið flytji í nýtt húsnæði, sem nú er í bygg- ingu aö Hátúni 12, Reykjavik. Þar verður hin besta aöstaöa fyrir skrifstofur og glæsileg- ur samkomusalur, hvoru tveggja sérstaklega byggt með aðgengi fatlaöra í huga. Sjálfsbjörg treystir á góöar undirtektir almennings viö fjáraflanir félagsins á árinu eins og svo oft áöur. Stjórn Sjálfsbjargar fagnar góöum árangri Lionshreyfing- arinnar í landssöfnuninni „Léttum þeim lífið“ með sölu á rauðu fjöörinni. Rétt fjöl- fatlaðra einstaklinga til aö búa á eigin heimili meö þeirri þjónustu sem nauðsynleg er, teljum viö ótvíræðan. Viö lýs- Sigurður Björnsson. Aftari röð, talið frá vinstri: Ruth Pálsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Hild- ur Jónsdóttir. um yfir ánægju okkar með byggingu vistheimilis fyrir fjölfatlaða að Reykjalundi. Stefna Sjálfsbjargar í hús- næðismálum kemur fram í stefnuskrá samtakanna. Kjarni þeirrar stefnu felst ( hugtakinu „blöndun". Með blöndun er átt við aö fatlaðir eigi heima innan um ófatl- aöa. Til þess aö þetta megi takast verður aö uppfylla ákveönar kröfur: Húsnæði verður aö vera aðgengilegt öllum. Skipulag þarf aö vera í lagi. Nægileg þjónusta þarf aö vera fyrir hendi. Sjálfs- ákvörðunarréttur og sjálf- stæöi einstaklingsins veröur aö sitja í fyrirrúmi. Heima- þjónustu þarf ekki sfst aö efla svo þessu markmiöi verði náö. Þá lýsir stjórn félagsins yf- ir stuðningi sínum viö sam- starf og fyrirhugað átak S.E.M., Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra og Áhuga- hóps um bætta umferðar- menningu. Kynning á afleið- ingum umferöarslysa og viö- horfum þeirra, sem hafa fatl- ast af völdum slysa, teljum viö mikilvægan þátt í því aö bæta umferðarmenningu og breyta hugarfari og hugmynd- um almennings þannig aö fatlaö fólk verði metið til jafns á viö aöra þegna þjóö- félagsins. Eiríkur Smith sýnir í Gallerí Borg Eiríkur Smith opnaöi sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí Borg Pósthússtræti 9, fimmtudaginn 20. apríl, sum- ardaginn fyrsta. Eiríkur Smith er fæddur í Hafnarfiröi 1925. Hann hefur haldiö fjölda einkasýninga hér heima og erlendis, nú. síðast í Scandinavian Con- temporary Art Gallery, SCAG í Kaupmannahöfn. Eiríkur hefur tekiö þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og á hin- um Norðurlöndunum, einnig í New York og á meginlandi Evrópu. Á sýningu Eiríks Smith nú eru stórar vatnslitamyndir málaðar á þessum vetri og eru þær allar til sölu. Sýningin opnar eins og fyrr segir á sumardaginn fyrsta kl. 17.00. Hún er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helgar frá kl. 14.00- 18.00. Aðgangur er ókeypis. Sýningunni lýkur þriöjudag- inn 2. maí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.