Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. apríl 1989 7 Þorlákur Helgason ■ skrifar Hvað þyrftu laun að hækka mikið fram í nóvember til þess að halda í verð frá því í mars í fyrra? Kaupmáttur Ef laun hækka um 15%: 86.5 Ef laun hækka um 25%: 94.1 Ef laun hækka um 32,3: 100 Laun þyrftu með öðrum orðum að hækka um 32,3% til þess eins að þau haldi í við verðlagsþróun undangengið ár. Mikið gap virðist með öðrum orðum hafa myndast milli launa og verðlags. Launþeg- ar verða varir við það í buddunni. „Þetta er það sem fólk finnur“ Ari Skúlason hagfræðingur Al- þýðusambandsins sagði að sér kæmi ekki verulega á óvart þó að það hefði komið í Ijós að matar- pakki fjölskyldunnar hefði hækkað um 30% frá því fyrra. „Þetta er það sem fólk finnur. Kaupmátturinn hrapar jafnt og þétt, “ sagði Ari í viðtali við Al- þýðublaðið. Samkvæmt útreikningum ASÍ verður kaupmáttur fólks sem fylgir kjarasamningum sam- bandsfélaganna um 15% lægri í næsta mánuði miðað við júní í fyrra, ef þá verður enn ósamið. Ari Skúlason sagði ekki fjarri lagi að ætla að verðhækkanir næstu 9 mánaða yrðu 10-12%. í dæmi Alþýðublaðsins um kjaraþróun er gert ráð fyrir 10% hækkunum verðlags út samnings- tímabil BSRB-samningsins. Björn Rúnar Guðmundsson hag- fræðingur á Þjóðhagsstofnun sagði að miðað við óbreytt gengi væri reiknað með 7-8% verð- breytingum fram í desember. „En þetta eru lágmarkstölur og miðað við sterkar forsendur,“ segir Björn Rúnar. „Gengið lætur undan___________ fyrr eða síðar“_______________ „Við á VSÍ höfum ekki lengur áhuga á verðbólguspám. Aðalat- riðið er að koma fyrirtækjunum á legg. Það kostar verðbólgu að endurreisa þau,“ sagði Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur Vinnu- veilendasambandsins í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Að mati VSÍ eru fyrirtækin að deyja og verða ekki endurreist nema til komi breytingar á gengi íslensku krónunnar. „Gengið læt- ur undan fyrr eða síðar,“ segir Hannes og kveður vandann nú ekki síst til kominn vegna ofboðs- legra launahækkana sem gengu yfir frá miðju ári 1986 til ársloka 1987. Segir Hannes að þá hafi laun hækkað um 40% á sama tíma og gengi var haldið stöðugu. Þessu hafi verið ýtt á undan sér allt of lengi, og þrátt fyrir gengis- fellingar í fyrra og leiðréttingar í byrjun þessa árs verði að feila gengið nú. Verð á matvælum hækkar jafnt og þétt, en kaupmátturinn hrapar. VERÐHÆKKUN MARS '88 — april '89 31,3% VERÐKÖNNUN ALÞÝÐUBLAÐSINS Hagkaup Mikligarður Höfn KÁ Apríl Apríl April Apríl 5 1 mjólk 297.50 297.50 300.50 300.50 1/4 I rjómi 110.50 110.50 . 110.50 110.50 125 g smjör 52.25 52.25 52.25 52.25 Smjörvi 140.00 140.00 146.00 148.00 125 g ostur 26% 72.20 72.20 72.20 72.20 Ljónria smjörlíki 104.00 104.00 96.70 95.00 1 kg nautahakk 549.00 530.00 574.00 570.00 1 kg kjúklingur 609.00 609.00 611.00 599.00 100 g skinkubréf 113.30 126.00 107.60 126.00 1 kg ýsuflök 295.00 300.00 300.00 300.00 1 kg egg 328.00 328.00 298.00 325.00 1 kg kartöflur 106.00 110.00 81.00 82.00 1/10 kg tómatar 38.90 39.60 52.10 45.60 1 kg rauð epli 119.00 119.00 124.00 127.00 1 kg bananar 139.00 133.00 159.00 149.00 Heilhveitibrauð sneitt 90.00 88.00 90.00 96.00 1 kg hveiti 31.50 31.50 43.50 37.50 1 kg strásykur Melis 49.00 58.50 57.45 48.50 Braga kaffi 97.00 91.00 97.60 99.00 Nesquik kakómalt 183.00 179.00 202.40 203.00 500 g kornflögur 159.00 124.00 169.35 185.00 Ora grænar baunir 450 gr 56.00 59.90 68.80 64.00 1/2 kg matarsalt 25.00 24.60 13.50 27.00 Cheerios 15 oz 162.00 143.00 183.00 157.00 Majones, Gunnar 400 gr 58.00 58.00 63.80 58.00 Ora maískorn 99.00 104.00 119.50 115.00 Paxo rasp 142 g 52.00 59.00 52.00 57.00 Laukur 1 kg 69.00 79.00 77.20 74.00 Morgungull m/rúsínum 450 g 187.00 183.00 203.00 203.00 Frón kremkex 79.00 83.00 91.60 81.00 Franskar kart. Þykkvab. 154.00 179.00 155.00 165.00 Ufsalýsi 159.00 164.00 171.00 179.00 1 I pakkaís 199.00 199.00 199.00 218.00 Hrísgrjón River 59.00 52.00 56.50 69.00 Ota haframjöl 950 g 122.00 126.00 123.00 123.00 1/4 I Svali 20.00 21.00 19.00 22.00 1/10 blómafr dós 129.70 135.20 149.00 153.40 Vex þvottaduft 700 g 101.00 102.00 110.00 105.00 Þvol uppþvottalögur 73.00 73.00 88.00 80.00 Lux handsápa 27.00 23.00 28.00 30.00 Tannkrem Colgate 54.00 54.00 64.20 58.00 Kópral sjampó 129.00 123.00 153.00 135.00 2 WC rúllur 44.50 50.10 54.70 47.00 40 w Ijósapera 52.00 55.00 50.90 45.00 Hraunbitar lítill pakki 99.00 106.00 119.00 112.00 Samtals: 5.892.35 5.898.85 6.157.85 6.148.45

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.