Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 22. apríl 1989 MPYÐUBLMD Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsfminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. RÍKISSTJÓRNIN Á NÆSTA LEIK Alþýðublaðið birtir í dag ítarlega verðkönnun sem gefur ótvírætt til kynna aó verðbólgan lifi góðu lífi. Verð hefur breyst um ríflega 30% á rétt rúmu ári sé miðað við verð á ýmsum þeim vörum sem heimilin kaupa dags dag- lega. Á sama tíma og verðbólgan virðist vera að ná sér á strik eftir verðstöðvun og stefni til hæða, berjast samtök launa- fólks við vinnukaupendur. BSRB-samningarnir sem voru samþykktir með yfirgnæfandi fylgi félagsmanna í aðildarfé- lögunum er fyrirmynd ríkisvaldsins í samningum vió há- skólamenn. Alþýðusambandið sem í mars var með hugmyndir um að bæta kjör sinna félaga miðað við febrúar- kauþ rekur sig á vegg í viðræðum við Vinnuveitendasam- bandið. Þar á bæ er óspart vitnað í fyrri tíma þegar gengi var fast en laun hækkuðu. Gengisfelling er talin bráönauðsyn- leg af ábyrgðarmönnumm VSÍ. Sþyrja má hvar ríkisvaldið sjálft standi í deilum um lífskjör í þessu landi. Hver er afstaða forsætisráðherra til samninga og hvað hyggst ríkisstjórnin gera, til að samningar hefjist af viti milli milli ASÍ og atvinnurekenda. Atvinnurekendur hafa þvertekið fyrir það að ræða um launabreytingar án þess að ríkisstjórnin lofi einhverju. Og ekkert kemur annað til greina en gengisfelling. Ríkisstjórnin lofaði BSRB-forystunni hins vegar að halda gengi föstu — og hvað þá? tinu sinni sagði forsætisráðherra já, já — og nei undir svip- uðum kringumstæðum. Núverandi forsætisráðherra hefur haft uppi sömu ummæli. Sýnt er þó að slík svör ganga ekki til lengdar. Ekki er hægt að halda gengi óbreyttu en fella samt. Gengið hefursigiðog verið fellt um 20-35 % á rúmu ári. Gengisfelling nú er ófýsilegur kostur og frekara gengissig gengurþvert á loforðin við BSRB. Enda benda niðurstöður at- hugana á atvinnurekstri að annað þurfi að koma til en að skeraenn frekaraf íslensku krónunni til að réttavið hag fisk- vinnslunnar. Benedikt Valsson hagfræðingur hefur kannað þau mál og komist að því að með því að losa sig við verst reknu húsin megi bæta afkomuna um einn milljarð. Það er hærri uþþhæð en nemur því tapi sem er sagt á vinnslu nú. Kollsteypur hafa verið tíðar í íslensku hagkerfi. Og margir eru úrtölumennirnir. Yfirleitt hafa menn fengið það fram sem til var ætlast. Sé sþáð óðaverðbólgu gengur hún eftir. Líkleg- ast er að spár gangi yfirleitt upp þegar þær eru neikvæðar vegna þess að hér ríkir almennt fyrirhyggjuleysi sem jaðrar við stjórnleysi. Ríkisstjórnirseinni árakomaog fara. Almenn- ingur lítur á þær sem hvert annað einnota fyrirbæri. Þaó er lenska að gera ráð fyrir því aö ekki verði ráðið við efnahags- vanda og svo virðist sem ráðherrar sjálfir trúi því sama. Síð- asta ríkisstjórn liðaðist t.d. í sundur í beinni útsendingu og forsætisráðherra fékk ekki rönd við reist. Ef hann hefði horft á vitlausan fréttatímahefði hann sjálfsagt ekki vitað af því að hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Engum dytti í hug að hegða sér svona heima hjá sér, en stjórnmáiamönnum líðst þetta, því að fáir trúa því að hlutirnir gangi uþp hvort sem er. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að stjórnir springi á skjánum á matmálstíma. íkisstjórnin hefur líst því yfir að hún muni ekki skipta sér af þeim samningum sem einhvern tíma verða á vinnumark- aði. Alþýðusambandsfélögin eru sem óðast að afla sér verk- fallsheimilda, og samningar þeir við BSRB, sem hafa verið samþykktir eru smámunir hjá þeim sem á eftir að gera milli ASÍ og atvinnurekenda. Félagar í ASI eru um 64 þúsund og niðurstaða í samningum þeirra skiptir auðvitað sköpum fyrir þjóðarbúió. Það er út í hött að gefa yfirlýsingar um að ríkis- valdið muni ekki grípa inn í. Spurning er bara hvað ríkis- stjórnin hyggst gera. Hún á næsta leik. ÖNNIIR SJÓNARMIÐ LAUGARDAGSKVÖLD Á STÖÐ 2 Ríkissjónvarpið og Stöð 2 munu lenda í aukinni samkeppni um erlent efni með tilkomu gervihnattasjónvarps. Tillögur menntamálaráðherra um auknar fjárveit- ingar til Sjónvarpsins eru taldar gera samkeppnina enn óbœrilegri fyrir Stöð 2. For- ráðamenn Stöðvar 2 hafa ífréttum viðrað meira aðhald í rekstri m.a. með minni til- kostnaði í innlendri dagskrárgerð. DAGATAL Adolf rís upp í Tímanum Adolf karlinn Hitler hefði orðið 100 ára i vikunni ef hann hefði lif- að — sem auðvitað er harla ósennilegt. Allir fjölmiðlarnir voru sammála um, að þarna hefði verið á ferðinni mesti bölvaldur mannkyns, hryðjuverkamaður aldarinnar, arkitekt dauðans, glæpahundur sögunnar. Allir sammála. Nema Timinn. Málgagn Framsóknar birti á aldarafmælinu hamingjuóskir og sögulegar leiðréttingar á afrekum Foringjans. Hólgreinin þandi sig yfir heila opnu á sumardaginn fyrsta og hlykkjaðist framhjá sumarkveðjum kaupfélaganna. Þetta þótti mér sérkennileg lesning. Mynd prýddi greinina um Hitler. Foringinn með reku í hönd og yfirmannakraðak að baki Der Fuhrer. Myndatextinn hljóðaði svo: „Foringinn var Adolf Hitler kallaður af aðdáendum sínum sem þótti hann hafa endurreist virðingu Þjóðverja og Þýska- lands. Hann dró stórlega úr at- vinnuleysi, m.a. með þvi að gang- ast fyrir gerð fyrstu hraðbraut- anna. Hér er hann á leið að taka skóflustungu að einhverju stór- virkinu.“ Dachau, kannski? Frami Foringjans er reifaður og stórtæk umsvif hans í innri mál- efnum Þriðja ríkisins rakin. Síðan segir: „Á meðan þessu fór fram gleymdi Hitler aldrei tveim meg- inmarkmiðum sínum, að tortíma Sovétríkjunum og gyðingum í Evrópu. En hvert mál hefur sinn tíma og eins og áður er sagt var Hitler bráðsnjall stjórnmálamað- ur.“ Já, það má segja að hvert mál hafi sinn Tíma. Síðan er að vísu sagt að Hitler hafi verið vitskertur og í beinu framhaldi af því stendur orðrétt í Tímagreininni: „Já, það varð að viðurkennast að sjá mátti bletti og hrukkur á Þriðja ríkinu." Þó það. Þegar hingað var komið í lestri mínum á afmæliskveðju Tímans til Foringjans, fór ég nú að rýna í blaðið og athuga hvort ég væri að Iesa Nýtt ísland í endurútgáfu. En svo var ekki. Á forsíðu óskaði Tíminn öllum lesendum gleðilegs sumars. Ég lauk við greinina og ætlaði að leggja frá mér blaðið þegar ég rak augun í snotra afmæliskveðju frá Lúðvíg Eggertssyni nokkrum sem búsettur er í Goðheimum til Adolfs gamla sem væntanlega býr einnig í goðheimum. Hún er svo stórkostleg að ég ætla að birt hana óstytta: í dag á einn merkasti maður sögunnar 100 ára afmæli. Ferill Adolfs Hitlers fyrirfinnst ekki í veraldarsögunni, svo einstakur er hann. Hann hafði mikla og fjöl- breytilega hæfileika, svo að naumast verður til jafnað. Bar- áttuhug, viljastyrk, miskunnar- leysi. Þar við bætist skipulags- gáfa, sem ekki á sinn líka. Hann sópaði burtu spillingu og rotnun Weimar lýðveldisins nánast með einu pennastriki. Hitler sannaði heiminum, að unnt er að gera stóra hluti án þess að hafa mikla menntun, án þess að vera af stór- um ættum og án þess að hafa pen- inga. Þó var vetttvangur hans eitt menntaðasta ríki heims, og öllu snéri hann við á örskömmum tíma. Það er mál manna, að þegn- um Þýskalands hafi ekki liðið bet- ur en í stjórnartíð hans, þegar hann hafði útrýmt atvinnuleysi og þeirri niðurlægingu og úrkynjun, sem því fylgir. Hann var á hátindi ferils síns 1. september 1939, þeg- ar heimsstyrjöld 11 braust út. Ég fer ekki út í þá sálma, hver henni olli — í hans landi eða öðr- um löndum. Um hitt verður ekki deilt, að hann var mikill foringi. Hann markaði spor í sögunni, og áhrifa hans gætti á jarðkringlunni allri. Hvað sem öllum voðaverk- um líður, fara engar sögur af því, að hann hafi deytt nokkurn mann. Er það meira en sagt verð- ur um suma þá, sem nú ráða ríkj- um. Hann vann einn — með örfá- um aðstoðarmönnum, nánast einum fjármálamanni, Hjalmar Schact, er sá um þá hlið mála. Hann þurfti ekki eitthundrað og fimmtíu blýantsnagara eða skrif- stofurápara, sem ekkert gagn gera, nema íþyngja skattborgur- um. Við eigum að skoða þessa hluti, hin óviðjafnanlegu afrek, en ekki styrjaldarslysið, á hinum stórmerku tímamótum. Lúðvíg Eggertsson 6183-3307 Goðheimum 26, Rvk. Eg held svei mér þá að greinar- höfundar og ritstjóri Tímans séu komnir með Steingrímssýki: Muni bara ekkert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.