Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 3
Laugardagui 22. apríl 1989 3 ÞINGFRETTIR Skvrsla um 40. bins Evrópuráðsins Tviverknaður i kjölfar brey tinga? Rcett um að Evrópuráðið verði „efri deild“ Evrópuþingsins Meðal hugmynda til að koma í veg fyrir ýmiss kon- ar tvíverknað vegna marg- umtalaðra breytinga í Evrópu, er að þing Evrópuráðsins verði e.k. „efri deild“ Evrópuþings- ins, öðru vísi samansett og öðru vísi til hennar kosið, með lítið eitt önnur verkefni. Nýlega kom fram á Al- þingi skýrsla íslensku þing- mannanefndarinnar í Evrópuráðinu um störf 40. þings ráðsins, 1988. í ís- lensku þingmannanefnd- inni eiga sæti þau Ragnhildur Helgadóttir, Guðmundur G. Þórarins- son og Kjartan Jóhanns- son, en varamenn eru Ragnar Arnalds, Hregg- viður Jónsson og Kristín Halldórsdóttir. Formaður nefndarinnar er Ragnhild- ur og var hún jafnframt þetta árið einn af varafor- setum Evrópuráðsþingsins og í stjórnarnefnd þess. Evrópuráðið verður 40 ára þann 5. maí næstkom- andi. Þá gerist það að Finnland gengur formlega í ráðið og verða þá öll Iýð- ræðisríki álfunnar að fullu orðin þátttakendur í þessu starfi, sem miðast hefur við ýmis þau svið sem heyra til daglegu lífi manna, mannréttindum, menningu og félagslegu öryggi. Meðal viðfangsefna sem ofarlega voru á dagskrá í fyrra voru: Evrópustefna í flugmálum, aðgangur að sjónvarpi í kosningabar- áttu, vernd gegn mengun Norðursjávar, fjölskyldu- stefna, ástandið í ísrael, viðhorf ráðsins gagnvart samskiptum austurs og vesturs, málefni palestín- skra flóttamanna, baráttan gegn fíkniefnum, norð- ur-suður átakið, Evrópu- sáttmáli um sjónvarp milli landa og fleira. í lokakafla skýrslu ís- lensku nefndarinnar er vikið að samskiptum hinna þriggja Evrópustofnanaog hvernig koma megi í veg fyrir tvíverknað. Þar segir meðal annars: „Hin víðtæka efnahags- samvinna Evrópubanda- Iagsríkjanna (EB), sem verður æ nánari og stefnir að sameiginlegum markaði 1992, teygir sig inn á æ fleiri svið þjóðlífsins í þess- um löndum. Þetta leiðir á sumum sviöum til tví- verknaðar. Það væri spor aftur á bak í samstarfi lýð- ræðisríkja álfunnar ef vinna Evrópuráðsins legð- ist af. Ýmis ríki mundu lenda utan við samstarfið. Nýstárlegust þeirra hug- mynda, sem hreyft hefur verið til að forðast lélega nýtingu stofnana, ónauð- synlega spennu milli þeirra eða ný skrifstofubákn, er að í framtíðinni kynni þing Evrópuráðsins að verða eins konar „efri deild“ Evrópuþingsins, öðruvísi saman sett og öröuvísi til liennar kosið, með lítið eitt önnur verkefni. í Evrópuráðinu samein- ast fulltrúar ríkja EFTA og Evrópubandalagsins. Má vel hugsa sér að meiri gaum þyrfti að gefa en hingað til að því hvaða möguleika þessi staðreynd býður upp Medal helstu málefna Evrópuráðsins var vernd gegn mengun Norðursjávar. Fleiri hafa áhyggjur af mengun sjávar i kringum sig, eins og meðfylgjandi grískt plakat ber með sér. A Ibióðavinnumálabingið: Merkar samþykktir um öryggi og atvmnuleysi Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lagði nýlega fram á Alþingi skýrslu um 75. Alþjóða- vinnumálaþingið í Genf 1988. Þetta var afmælisár í sögu Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, ILO, 40 ár voru liðin frá því að Al- þjóðavinnumálaþingið samþykkti eina af merk- ustu samþykktum stofnun- arinnar, númer 87 um félagaTrelsi og verndun þess. Einnig var þess minnst að 40 ár voru liðin frá þvi að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu mannrétlindayfirlýsingu sína. í ár verður ILO sjálfst síðan 70 ára. Þingið í fyrra afgreiddi að þessu sinni tvær merkar alþjóðasamþykktir. Önnur fjallaði um öryggi og holl- ustu í byggingariðnaði, þar sem markmiðið er að draga úr fjölda slysa í byggingar- iðnaði með ýmsum vernd- unar- og varnaraðgerðum, t.d. í sambandi við meðferð tækja og annars búnaðar. Hin er um atvinnuupp- byggingu og vernd gegn at- vinnuleysi. Á ILO-þingum sitja full- trúar frá stjórnvöldum, launþegasamtökum og samtökum atvinnurek- enda. Sendinefnd íslands var að þessu sinni skipuð eftirfarandi fulltrúum: Frá félagsmálaráðuneyti Jó- hanna Sigurðardóttir ráð- herra, Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri og Gylfi Kristinsson deildarstjóri. Frá utanríkisráðuneyti Sverrir Haukur Gunn- laugsson sendiherra. Frá atvinnurekendum Jón Magnússon lögfræðingur VSI og frá launafólki Guð- mundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ. Um störf íslensku sendi- nefndarinnar segir í skýrslunni: „íslenska sendinefndin á þinginu átti að venju góð samskipti við fulltrúa ann- arra Norðurlanda á þing- inu. Fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda fluttu sam- eiginlega tillögu um at- vinnu og þróun sem byggir á helstu niðurstöðum í svo- nefndri Brundtland- skýrslu. Enn fremur skipt- ust fulltrúarnir á að gera grein fyrir afstöðu land- anna til einstakra málefna sem voru til umfjöllunar á þinginu. Til dæmis hafði fulltrúi Noregs orð fyrir öðrum norrænum fulltrú- um í nefnd um kynþátta- aðskilnaðarstefnuna, full- trúi íslands kom frant fyrir hönd Norðurlandanna í nefnd um framkvæmd al- þjóðasamþykkta o.s.frv. Samtals voru haldnir fjórir samráðsfundir fulltrúa Norðurlanda um þing- timann. Fulltrúar ríkisstjórna vestrænna iðnríkja, svo- nefndur IMEC hópur, átti einnig með sér náið sani- starf á þinginu. Þessi hóp- ur hittist daglega á sam- ráðsfundum þar sem farið var yfir þau málefni sem voru efst á baugi. Fyrir fulltrúa smáríkis eins og íslands, sem ekki átti full- trúa i öllum nefndum þingsins, var ómetanlegt að taka þátt í þessum fund- um. Með þeini hætti var hægt að fá yfirsýn yfir það sem var að gerast á þessu umfangsmikla þingi.“ Framsóknarmenn: RANNSÓKNÁ SVARTRI VINNU Skýrsla um ríkisfjármál 1988: Útgiöld 12,8% umfram f járlög Erlend lán landsmanna urðu alls 16,2 milljarðar Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra hef- ur lagt fram skýrslu um ríkisfjármál og frain- kvæmd lánsfjáráætlunar 1988. Endanlegartölurrík- isbókhalds greina frá alls 7,2 milljarða króna greiðsluhalla ríkissjóðs, en að lánahreyfingum með- töldum varð hallinn um 4,2 milljarðar. Fjárlög ársins voru afgreidd með 52ja milljón króna afgangi. Tekjur urðu 803 milljónum króna hærri en fjárlögin gerðu ráð fyrir, en ekki dugði það því útgjöld urðu 8.056 m.kr. umfram áætlun. Niðurstaða þessi er með- al annars tilkomin vegna þess að útgjöld eins og vaxtagjöld, niðurgreiðslur og verðuppfærsla rekstrar- liða fóru mjög fram úr áætlunum. Miklu breyttu tíðar efnahagsaðgerðir stjórnvalda og sérstakar aðgerðir núverandi stjórn- ar, sem tók við í september. Þá er nefnt til samdráttur í aflaverðmæti um 2-3170 að verðgildi, 4°7o minnkun á heildarútflutningi, 2-3% samdráttur í heildarinn- flutningi, 2-3% minnkun einkaneysluútgjalda og fleira. Milli ára hækkuðu út- gjöld ríkissjóðs um 19,9 milljarða króna eða um 38,5%. Hlutfallslega juk- ust mest niðurgreiðslur á vöruverði, um 127,5%, framlag til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, 73,4% og vaxtagjöld um 60%. Fjármagnsfyrir- greiðsla Seðlabanka við A- hluta ríkissjóðs á árinu 1988 nam að jafnaði rúm- lega 7 milljörðum króna og er það langtum hætti upp- Fjármálaráðherrar siðasta árs, Ólafur Ragnar Gríms- son og Jón Baldvin Hannibalsson, við huggu- legt tækifæri. Skýrslan yfir rikisfjármál ársins er hins vegar ekki eins hugguleg og á var kosið. hæð en 1987, þegar hún nam um 1,9 milljarði að meðaltali. Erlend lán sem ráðstaf- að var innanlands á árinu 1988 námu alls 16.216 m.kr. sem er 6.942 m.kr. umfram heimildir lánsfjár- laga 1988. Afborganir af löngum erlendum lánum Framsóknarmennirnir Guðni Ágústsson og Alex- andcr Stefánsson vilja að rikisstjórnin láti kanna umfang svartrar atvinnu- starfsemi og söluskatts- svika, meðal annars með spurningakönnun. Tillaga þeirra er flutt í kjölfarið af og með hlið- sjón af vinnu starfshópsins sem kratar og vinstri menn fengu til að kanna umfang skattsvika. Samandregnar niðurstöður þess hóps bentu m.a. til þess að hér væri umfang dulinnar starfsemi 5-7% af vergri þjóðarframleiðslu sem í dag gæti numið um 17 milljörðum króna. Sumum tillögum starfs- hópsins hefur verið fylgt fram, öðrum ekki. Kerfis- menn hafa í huga ýmsar kerfisbreytingar i skatta- málum sem orðið hafa og vilja að málið verði kannað áfram, meðal annars með spurningakönnun, sem þeir vilja að fari frarn í sumar, til að niðurstöður liggi fyrir næsta reglulega þingi. Ymsir fullyrða að nótu- laus viðskipti og borgun undir borðið hafi vaxið með tilkomu staðgreiðslu- kerfisins, þetta og margt fleira er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að láta kanna. Starfshópurinn gerði námu alls 6.427 m.kr. og skiptust þær þannig: opin- berir aðilar 1.986 m.kr., lánastofnanir 451 m.kr. og einkaaðilar 3.990 m.kr. Hreint innstreymi langra erlendra lána varð því 9.789 m.kr. eða sem svarar til 3,9% af vergri lands- framleiðslu. spurningakönnun á eilt þúsund manna úrtaki. Þar kom fram að heildarum- fang nótulausra viðskipta næmi um 1100 milljónum króna sem svaraði til 1,3% af vergum þjóðartekjum frá maí 1984 til maí 1985. Þó taldi starfshópurinn að umfang nótulausra við- skipta gæti numið allt að 2% af vergri þjóðarfram- Ieiðslu. Samkvæmt opin- berum upplýsingum er áætlað í febrúar sl. að verg þjóðarframleiðsla 1989 muni nema allt að 288 milljörðum. Væru nótu- Iausu viðskiptin enn 1,3% af þessari upphæð nemi heildarumfang nótulausra viðskipta um 3,7 milljörð- um á þessu ári. Lifsbjörg styrkt? Karvel Fálmason þing- maóur Vestfirðinga vill fá að vita livort ríkisstjórnin eða sjávarútvegsráðunevt- ið hafi styrkt eða boðist til að styrkja kvikmynd Magnúsar Guðinundsson- ar, „Lífsbjörg í norður- höfum“. Karvel hefur beint form- legri fyrirspurn til sjávar- útvegsráðherra unt þetta á Alþingi. Hann spyr enn fremur hvort ætlunin sé að styrkja myndina síðar, ef ekkert hefur gerst enn í þeim efnum. FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.