Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 22. apríl 1989 BILASTÆÐASJOÐUR Velkomin á Bakkastæði Bakkastæði er tölvustýrt. Gjaldskylda er frá 09.30-19.00 mánud.- föstud. Ókeypis er frá kl. 19.00-07.30 og um helgar, ýta verður þó á hnapp og taka segulmiða til að opna innhlið og nota síðar við úthlið. Setja verður miðann í aflesarann áður en ekið er að úthliði til að opna slána. Gjaldið er 30 kr. fyrir fyrstu klukkustundina, en síðan 10 kr. fyrir hverj- ar byrjaðar 20 mínútur. Miðaaflesari við varðskýli tekur við þrem myntstærðum, 5 kr., 10 kr., og 50 kr., og getur gefið til baka. Týnist segulmiði skal ýtt á hnappinn „týndur miði“ og verður þá að greiða 450 kr. til að fá nýtt segulkort og til að komast út sé vörður ekki á stæðinu. Mánaðarkort eru seld i varðskýli á 3000 kr., og verður hægt að kaupa þau til fleiri mánaða í senn. Skilatrygging mánaðarkorts er 1000 kr. Aðeins er ekið inn á stæðið frá Kalkofnsvegi og út í Tryggvagötu. Leiðarvísir um gang mála 1. Ökumaður ýtir á hnapp vð innaksturshliðið og tekur segulmiða. Hliðið opnast, ökumaður velur sér stæði og geymir miðann á sér. 2. Ökumaður kemur til baka að sækja bílinn, gengur að miðaaflesar- anum við varðskýlið og setur miðann í miðaraufina. Aflesarinn stimplar áfallið gjald. Okumaður greiðir gjaldið í sjálfsalann og fær þá segulmiðann sinn aftur. Ef kvittun óskast skal ýtt á viðeig- andi hnapp. Hefur ökumaður þá 10 mínútur til að komast út. Segul- miðinn er settur í opnunarraufina sem gleypir hann og hliðið opn- ast. Veröi menn lengur en 10 mínútur, þarf aö greiða 10 kr. viðbót- argjald. Gatnamálastjóri MATARPAKKINN MARS '88—APRÍL '89 Hér birtist verðkönnun Aiþýðublaðsins eftir nokkurt hlé. Matar- pakkinn er samsettur úr ýmsu því sem telja má að meðalfjölskylda kaupi á tilteknu tímabiii. I samanburði verður að gæta þess að ekki þarf í ölium tilvikum að standast á magn það sem stuðst er við og einingar eins og þær sem hægt er að kaupa úr búð. MARS ‘88 APRÍL ‘89 HÆKKUN Hagkaup 4.487.60 5.892.35 31.3% Mikligarður 4.493.20 5.898.85 31.3% KÁ 4.990.10 6.148.45 23.2% Höfn 4.745.95 61.57.85 29.7% Samtals 18.716.85 24.097.50 28.7% Verðbólgan á fullt? Gifurlegar hækkanir hafa orð- ið á matarpakkanum, sem við styðjumst við. Frá því í mars í fyrra hefur vöruverð hækkað um 31,3%. Það er miklu meiri hækk- anir en opinberar tölur mæla. Verð var kannað í stærstu versl- unum Reykjavíkur vikuna 11.-17. apríl. Matarpakkinn okkar hefur hækkað nákvæmlega jafnmikið í Hagkaupi og Miklagarði frá því í mars í fyrra. Hækkunin sem er 31,3% er miklu hærri en Hagstof- an hefur mælt hækkanir á mat- vöru í vísitölu framfærslukostnaðar. Sam- kvæmt könnunum Hagstofunnar eru matvörur 21,4% dýrari í byrj- un apríl sl. en þær voru í mars 1988. íslensk króna rýrnað um fjórðung gagnvart dollar Á þessu tímabili hefur gengi ís- lensku krónunnar breyst mjög mikið. í marsbyrjun í fyrra var gengið fellt hressilega. Bandarísk- ur dollar var eftir það skráður á 39.50 ísl. kr. og þýskt mark á 23.41 krónur. Vöruverð hækkaði mjög mikið í kjölfar gengisfellingarinn- ar. Það kom skýrt fram í verð- könnun Alþýðublaðsins í maí og júlí. í dag greiðum við 20-35% meira fyrir erlendan gjaldmiðil en fyrir einu ári. I gær var skráð gengi Bandaríkjadals 52.47 ísl. kr. og hafði hækkað um tæp 33% eða skorið fjórða part af íslensku krónunni. Fyrir 1 þýskt mark þurfti í gær að borga 28.42 ísl. kr. eða 21,4% meira. Hækkun þýska marksins jafngildir hækkun verðs á matvælum eins og vísitala fram- færslukostnaðar segir til um. Miklu minna faest___________ fyrir kaupið Kaupmáttur greidds timakaups hefur stórlega lækkað miðað við verðhækkanir matarpakkans okkar. í mars í fyrra tók það fisk- vinnslukonuna 23.71 klst. að vinna fyrir matarpakkanum, eins og hann kostaði að meðaltali úr verslunum fjórum, en í dag tekur það hana 28.52 klst. Miðað er við tímakaup sérhæfðs fiskvinnslu- fólks og gert ráð fyrir því að sá (sú) sett) vann í mars í fyrra hafi hækkað um launaþrep vegna starfsreynslu. smmMmsnúmD ; lumjJSíAMM Skrifstofur Sambands íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík hafa nú verið fluttar af Sölvhólsgötu 4 í nýja Sambandshúsið á Kirkjusandi. Deildirnar sem um er að ræða eru: Búvörudeild 3. næð Fjárhagsdeild 4. hæð Sjávarafurðadeild 4. hæð Forstjóraskrifstofa 5. hæð í næsta mánuði flytur Skipadeild frá Lindargötu 9a og verðurá 1. og 2. hæð Sambandshússins. Verslunardeild er áfram I Holtagörðum og Búnaðardeild í Ármúla 3. Símanúmer skiptiborðs Sambandsins er69 81 OO. Sérstakt símanúmer Sjávarafurðadeildar er69 82 OO. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA SAMBANDSHÚSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVIK Mars 1988 April 1988 Pakkinn kostar að meðaltali kr. 4679.21 kr. 6029.53 Hversu langan tímatekur að vinna fyrir pakkanum 23,71 klst. 28,52 klst. BHMR-maðurinn þyrfti 32% kauphækkun___________ Samkvæmt kjarakönnunum hafa eiginlegar launabreytingar orðið meiri hjá fólki í Alþýðu- sambandi íslands en hjá starfs- fólki hjá ríkinu, sem fylgir taxta háskólamanna. Vegna deilna háskólamanna við ríkið er fróðlegt að rýna í tölur um mögulega kauphækkun þeirra, ef miðað er við starfsfólk í BHMR haldi óbreyttum launum að loknum samningum nú miðað við kjörin eins og þau voru í mars í fyrra. BSRB-samningarnir sem samþykktir voru í gær gilda út nóvembermánuð. Ef gert er ráð fyrir því að samningar BHMR giltu til jafn langs tima lítur dæm- ið þannig út: Launabreytingar hjá kennara með háskólamenntun (Laun í mars 1988: 100) Launaflokkur laun i mars 1988: laun i apríl 1989 144. 4. þrep: 100 144. 5. þrep: 108.7 A-.f Verðbreytingar í Hagkaup og Miklagarði (Verðiag í mars 1988: 100) Verð á matarpakka í nóv 1989 i mars 1988 i apríl 1989 (10% hækkun) Verölag: (Miöað við Hagkaup og Miklagarð) 100 131.3 144.43

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.