Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 4
4 ÚTTEKT UTANRÍKISÞJÓNUSTUNNI Ráduneytinu skipt í fimm skrifstofur. Fjármála- stjórn og eftirlit með rekstri. Fœkkun starfsmanna erlendis. Ný störf í ráðuneytinu. Sendiherrar ekki lengur en fjögur ár í hverjum pósti. Hamarkstími er- lendis 8 ár. Heimssendiráð gerð óþörf. Aukin áhersla á stefnumörkun og langtímaverkefni. Sérstakur sendiherra skipaður hjá NATO á nœsta ári. Innan utanrikisráðuneytisins hefur verið unnið að tillögum um breytingar á skipulagi og starfsháttum til að aðlaga utan- rikisþjónustuna breyttum viðhorfum og verkefnum. í siðustu ríkisstjórn voru utanríkisviðskiptin færð frá viðskiptaráðu- neyti til utanrikisráðuneytis og það eitt kallar á gagngert endurmat. Utanrikisráðherra hefur kynnt fyrirhugaðar breytíngar í ríkisstjórn og í utanríkismálanefnd Alþingis. Á mánudag gaf ráðuneytið út fréttatilkynningu um heistu til- lögur. þar er farið almennum orðum um þær breytingar sem ráðgerðar eru, en Alþýðublaðið kynnti sér málið nánar og leitast við að skýra þær meginbreytingar sem eru fyrirhugað- ar og sjónarmið að baki þeirra. Ný verkefni kalla á__________ uppstokkun Það að utanríkisviðskipti heyra nú undir utanríkisráðuneytið með formlegum hætti, kallar á endur- mat. Samskiptin við EFTA/EB kalla einnig á eflingu viðskipta- skrifstofunnar. Meðal verkefna sem eru á borði viðskiptaskrifstofu er veiting útflutningsleyfa. Sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðsins eru m.a. áform um að breyta þessu. Ætlunin er að auka hlutverk við- skiptaskrifstofunnar við stefnu- mótun í útflutnings- og mark- aðsmálum og hafa nánara samstarf við aðra aðila, svo sem sjávarút- vegsráðuneytið. Til að efla þátt út- flutnings- og markaðsmálanna er gert ráð fyrir að viðskiptafulltrúum í sendiráðum á helstu markaðs- svæðum verði fjölgað. Aukin sérhæfing er talin æskileg á alþjóðaskrifstofu. Tillögurnar gera ráð fyrir að meiri orka fari í að sinna langtímaverkefnum. Þar ber hæst aukin áhersla á afvopnunar- mál og barátta gegn umhverfis- mengun. Starfsmat og eftirlit__________ með fjárveitingum Ein meginástæða fyrir uppstokk- un í utanríkisþjónustunni er tak- markað fjármagn. Til að nýta framlög sem best er talið útilokað annað en stokka upp, jafnframt því sem lögð verði aukin áhersla á fjár- málastjórn og eftirlit. Að sama skapi er ætlunin að fram fari starfs- mat og teknar verði upp reglur varð- andi starfstíma sendimanna erlendis og meiri nýtingu á starfs- kröftum þeirra í ráðuneytinu. Til að ná þessum markmiðum fram er talið óhjákvæmilegt að endurmeta vægi sendiráðanna. Dregið verði úr starfsemi sumra þeirra en aukið við önnur. Á mánudag skýrði ráðuneytið frá nokkrum atriðum til að fram- kvæma þau meginmarkmið sem nefnd eru að framan og koma eiga til framkvæmda í sumar. í því sam- bandi er minnst á að stefnumörkun ráðuneytisins í EFTA/EB-málum verði efld með því að fela Sverri Flauki Gunnlaugssyni núverandi fastafulltrúa í Genf, sem fengið hefur víðtæka reynslu af EFTA/EB-samstarfinu, forstöðu viðskiptaskrifstofunnar, en fela Valgeiri Ársælssyni núverandi for- stöðumanni sérstök verkefni sem ráðgjafa í samningaviðræðum við EB. Einnig er boðað að starfið að EFTA/EB-málum verði eflt með því að skipa Kjartan Jóhannsson núverandi formann EB-nefndar Al- þingis í embætti fastafulltrúa hjá EFTA og öðrum alþjóðastofnun- um í Genf og bent er á að hann hafi að baki víðtæka faglega og pólit- íska reynslu, sem muni koma að góðum notum í því starfi. Fleira er á döfinni samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins. Ráð- gert er að sendiherra hjá EB í Brus- sel verði gert kleift að einbeita sér að þeim verkefnum með því að skipa Chargé d’Affaires, sendifull- trúa, hjá NATO og síðan skipun sérstaks sendiherra hjá NATO á næsta ári. Heimkvaðning eftir 8 ár Eins og gefur að skilja verður skipulagsbreytingunum ekki hrundið í framkvæmd innan þess ramma sem fjárveitingar marka, nema með því móti að umtalsverðar tilfærslur verði á starfsfólki. Til að efla EFTA/EB-starfið verður nokkrum þeirra starfsmanna sem kvaddir verða heim falin verkefni á viðskiptaskrifstofunni. Jafnframt á heimkvaðning sendiherra með mikla reynslu að vera til þess fallin að efla stefnumótun og auka sér- hæfingu í ýmsum alþjóðamálum í ráðuneytinu. Til að tryggja betur markmið ríkisstjórnarinnar um aðhald í rík- isfjármálum er ætlunin að skipa sérstakan fjármálastjóra í almennri skrifstofu. Sá aðili yrði óháður flutningsskyldum. Fjármálastjórn varnarmálaskrifstofu yrði jafn- framt færð undir þetta embætti. Eftir því sem Alþýðublaðið kemst næst er ætlunin að móta nýj- ar starfsreglur. Sendiherrar og sendifulltrúar yrðu ekki lengur í hverju verkefni en fjögur ár og und- ir engum kringumstæðum lengur en 8 ár erlendis. Eftir 8 ár verði þeir kvaddir heim til starfa í ráðuneyt- inu. Þá gegni sendiherrar að jafn- aði ekki störfum erlendis eftir að þeir hafa náð 65 ára aldri. Varðandi verkaskiptingu innan ráðuneytisins er lagt til að ráðu- neytið skiptist í fimm skrifstofur: Almenna skrifstofu, Alþjóðaskrif- stofu, Viðskiptaskrifstofu, Varnar- málaskrifstofu og Norðurlandaskrifstofu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.