Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. apri'l 1989 9 ÚTLÖND Stalín átti sökina á kalda stríðinu Uppgjör Sovétrikisins við fortíðina heldur áfram. í vikublaði rithöfundasambandsins, „Litteraturnaja Gaseta, skrifar dr.Nikolaj Popov að það sé Stalín að kenna, að mestu leyti, að þjóðir Vesturlanda eru tortryggnar i garð Sovétrikjanna — þrátt af umbótastefnu Gorbatjovs. Þessi blaðagrein vekur mikla athygli, vegna þess hvað hún stokkar upp fyrir opinbera sov- éska sagnritun. íbúar Sovétríkj- anna hafa fram að þessu trúað því Sovéskur sagn- frceðingur, sem vinn- ur úr seinni tíma sögu Sovétríkjanna, heldur því fram að orsök kalda stríðsins hafi verið Stalín. Mykola Lysenko sagnfræðingur segir kalda stríðið tilkomið vegna þeirra þarfar Stalins að leita fjandmanna utanlands. að það hafi verið Winston Churc- hill, forsætisráðherra Bretlands, sem byrjaði kalda stríðið — með góðum stuðningi Harrys Truman, forseta Bandaríkjanna. Dr. Popov segir Sovétríkin und- ir stjórn Stalíns hafa komið af stað úlfúð í garð V esturlanda, til að geta skellt skuldinni fyrir mis- heppnað;ri innanríkispólitíká er- lenda fjandmenn. „Til að skilja upphafið að póli- tík Vesturlanda í okkar garð verð- um við að setja okkur í spor ann- arra landa þegar þau virða fyrir sér pólítiska sögu okkar síðastlið- in 50 ár.“ Harðræði og einræði Dr. Propov er sérfræðingur í málefnum Bandaríkjanna við virta vísindastofnun í Moskvu. Hann segir meðal annars að tor- tryggni sumra Vesturlanda gagn- vart stefnu Gorbatjovs sé eftir- stöðvar af viðbrögðum gegn stal- ínisma, sem mergir Vesturlanda- búar telja vera kommúnisma að hugmyndafræði og sem pólitískt kerfi. Eitt af því sem vakið hefur mik- ið umtal i sambandi við blaða- greinina er það sem Propov skrif- ar um þróun atómsprengjunnar. Hann segir þar að það hafi verið mjög skiljanlegt að Vesturveldin héldu smíði hennar leyndri fyrir hinum rússnesku bandamönnum sínum í heimsstyrjöldinni síðari. Hann segir ennfremur að tregða bandamanna við að gera bandalag við Sovétríkin áður en heimsstyrjöldin braust út hafi ver- ið vegna þess að vestrænar þjóðir litu kommúnismann allt að því sömu augum og fasismann. „Þess vegna þótti samkomulag við Sovétríkin vera einskonar val, ekki milli góðs og ills heldur milli ills og ills,“ skrifar dr. Popov. (Arbeiterbladet) SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR óskar eftir að ráða DEILDARSTJÓRA FJÁRHAGS- 0G STJÓRNSÝSLUDEILDAR 0G TVO RÁÐUNAUTA: AI\II\IAN Á SVIÐIMENNINGARMÁLA OG HINN Á SVIÐIORKUMÁLA Norrssna ráðherranefndln •r samvinnustofnun rfkis- stjórna Norðurlanda. Sam- vlnnan snertlr öll helstu svló samfálagslns. Starfsmenn skrlfstofunnar annast baaól undlrbúnlng verkefna, sem tekin eru tll umrasóu A fundum nefndar- Innar, og sji elnnlg um aA þelm sé hrlnt t framkvaemd. Skrlfstofan sklptlst (fimm sórdelldlr, fjárhags- og stjórnsýsludelld, upplýs- Ingadelld og skrttstofu framkvaamdastjðra. DEILDARSTJÓRI í starfi þessu felst stjórnun fjárhags- og stjórn- sýsludeildar. Deildin hefur með höndum bókhald og fjár- mélastjórn skrifstofunnarog hefur umsjón með fjármálum norrænna stofnana og þeirra verkefna, sem ráðist er i á þessum vettvangi. Deildin er einnig ábyrg fyrir starfs- mannahaldi, þýðingum og starfi túlka, innkaupum, skjala- og bókasafni og útgáfu á vegum skrifstofunnar. Starfsmenn fjárhags- og stjórnsýsludeildar eru um 30 talsins. Deildarstjórinn á einnig náið samstarfviðfulltrúa stjórn- valda á Norðurlöndum og aðr- arnorrænarstofnanir. Hann kemur fram sem fulltrúi skrif- stofunnar á fundum ráðherra- nefndarinnarog víðar, æski framkvæmdastjóri skrifstof- unnarþess. Krafist er: - Viðeigandi menntunarog starfsreynslu - Víðtækrar reynslu af stjórn- unarstörfum innan einka- eða ríkisgeirans. RÁÐUNAUTURÁ SVIÐI MENNTAMÁLA Viökomandi mun starfa að norrænni samvinnu á sviði al- þýðufræðslu og menntunar fullorðinna. Þá mun viðkom- andi sinna ýmsum skrifstofu- störfum vegna starfsemi vinnuhópa og nefnda og vinna að undirbúningi og skipulagn- ingu samnorrænna verkefna á þessu sviöi. Ráðunauturinn mun einnig hafa afskipti af stjórnun norrænna stofnana á þessum vettvangi. Ráðunauturinn á samvinnu við stjórnvöld á Norðurlöndum og kemur fram sem f ulltrúi skrif- stofunnar á fundum ráðherra- nefndarinnar og víðar. Hugs- anlegt er að viðkomandi verði einnig falin önnur verkefni á þessu sviöi. Krafist er: - Viðeigandimenntunarog starfsreynslu. - Reynslu af stjórnunarstörf- um og víötækrar þekking- ar á fyrirkomulagi fullorð- ins- og alþýöufræðslu á Norðurlöndum. RÁÐUNAUTURÁ SVIÐI ORKUMÁLA Viðkomandi er ætlað að vinna að samræmingu þess sam- starfs sem ríkisstjórnir Norð- urlanda eiga á sviði orkumála. Ráðunauturinn sinnirýmsum skrifstofustörfum vegna ráð- herrafunda og funda norrænu embættismannanefndarinnar um orkumál. Viðkomandi mun einnig vinna að skipulagningu og undirbún- ingi samnorrænna verkefna og gert er ráð fyrir að hann hafi frumkvæði að frekari samvinnu á þessu sviði. Ráðunauturinn á samstarf við embættismenn á Noröurlönd- um og norrænarstofnanirog kemurfram sem fulltrúi skrif- stofunnar á fundum ráðherra- nefndarinnar, æski fram- kvæmdastjóri þess. Önnur verkefni koma einnig til greina á þessu sviði. Krafist er: - Viðeigandi menntunarog starfsreynslu. - Reynslu af stjórnunarstörf- um og víðtækrar þekkingar á þessum málaflokki. Stöður þær sem hér eru aug- lýstar lausar krefjast þess að viðkomandi geti starfað sjálf- stætt en séu jafnframt liprir i samstarfi. Þess er krafist að umsækjendur geti tjáð sig jafnt í ræöu sem riti á dönsku, norsku eða sænsku. Æskilegt er að viökomandi þekki vel til norrænnar samvinnu og þeirra stofnana sem hafa hanameö höndum. Stöðum þessum fylgja ferða- lög innan Norðurlanda. Ráðn- ingartíminn erfjögurár. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. Skrifstofa ráðherranefndarinnar er í Kaupmannahöfn og aðstoðar hún við að útvega húsnæði. Á vettvangi norrænnar sam- vinnu er lögð áhersla á jafn- ræði og jafnrétti og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöður þessar. Nánari upplýsingar um stöðu deildarstjóra veita Ingemar Wahlberg, deildarstjóri, og Harald Lossius, ráöunautur. Tryggvi Gíslason, deildar- stjóri, og Guðný Helgadóttir veita upplýsingar um stöðu ráðunautar á sviði mennta- mála. RistoTienari, deildarstjóri, og Nils Pettersen-Hagh veita upplýsingar um stöðu ráðu- nautar á sviði menntamála. Harald Lossius, ráðunautur svarar spurningum um kaup og kjör. Sími skrifstofunnar í Kaupmannahöfn er: (1) 11 47 11. Umsóknarfrestur rennur út 2. maí 1989. Skriflegar umsóknir skal senda til: NORDISKMINISTERRÁD, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.