Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 8
Flugfreyjurnar sjö ásamt stuönlngsmönnum. Of feitar fyrir flugið Sjö hressar amerískar flugfreyjur hafa höfð- að mál á hendur flug- félagl sínu, Ozark Air- lines. Astæðan eru regl- ur þaer sem flugfélagið setur ( sambandi við þyngd flugfreyja. ( mai síðastliðnum kom i Ijós að þær stóðust ekki þær kröfur sem flugfélagið gerir. Flugf reyjurnar sjö voru alls ekki til- búnar til að sætta sig við slik málalok, og finnst á allan hátt ósanngjarnt að setja fram slíkar kröfur. „The Fat 7" kalla þær sig, og segjast vilja viðurkenna að þær séu kannske þéttar, en ekki feitar. Reglurnar um þyngdina eru ósann- gjarnar, segja þær, þar sem ekki er tekið tillit til aldurs eða beina- byggingu viðkomandi. Flugþjónar mega vera 30 pundum þyngri en flugfreyjur. „Flugmenn og flugstjórar margir hverjir hjá þessu flug- félagi eru feitir", segja þær. „Annað starfsfólk er feitt. Við Ktum svo á að okkar hlutverk um borð í vélunum, sé að gera farþegum ferða- lagið eins þægilegt og mögulegt er.Þar að auki erum við öryggisverðir en við samþykkjum ekki að gegna hlutverki Playboy — kanína i starfi okkar". Forseti f lugfélagsins, Edward J. Crane, segir hins vegar að flug- freyjurnar séu fulltrúar flugfélagsins útá við, og því sé sjanngjarnt að gera kröfur. „Við litum svo á að hann se f ulltrúi númer eitt", segja Fat 7, „ og sjáið hann. Ekki vantar hann aukakíló". Hœst launaða karl-módelið Matt Collins er hæst launaða karl—fyrirsæta i Bandarikjunum. Hann þénar þúsund dollara á dag fyrir að stilla sér upp fyrir f-raman myndavélarnar. Þó að það sé aðeins helm- ingurinn af launum Cheryl Tiegs á dag, fer ekkert á milli mála að enginn karlmaður kemst með tærnar þar sem Collins hefur hæl- ana. Collins, sem er 29 ára gamall þarf vart að kvíða framtíðinni. Tekjur hans árlega eru að minnsta kosti hundr- að þúsund dollarar og plakat með mynd hans sem þegar er komin á markaðinní tvö önnur á leiðinni ), tryggja vin- sældir hans. Með- fylgjandi nynd sýnir Collins á starfi. Að sjálfsögðu við að aug- lýsa föt. Collins þykir reyndar efnilegur i f leiru og er nú farinn að stunda leiklistarnám. Hann hefur þegar hafnað hlutverkum I auglýsingamyndum, og meira að segja sjö ára samning við Universal. Jagger og börnin „Ég hef ekki hugmynd um hversu mörg börn ég á", segir Mick Jagger í viðtali við ameríkst vikublað. Þar segir hann enn- fremur frá þvi, að lög- fræðingur hans fái að meðaltali tiu bréf á viku frá stúlkum um víða veröld, sem halda því fram að Jagger sé faðir að börnum þeirra. Jagger segir að þarna sé aðallega um að ræða „skyndikonur", sem ætla að reyna að verða sér úti um peninga á þægilegan hátt. „I flest- um tilvikum er ekki erfitt að afsanna að ég eigi þarna hlut að máli. Sérstaklega þar sem ég hef ekki komið nálægt þeim stað sem margar þessara stúlkna búa á." Umsjón: Eddo Andrésdóttir Fimmtudagur 2. nóvember 1978 vism Nei herra. Konan er ekki heima. [ Htin gæti veriO i mikilli ^ I hættu. Ertþú viss um aöþii vitir ekki hvar hún er? Ég veit ekki hvernig ég^ heföi brjúst I mér aö faraj frú honum. Nú eru liftnir tveir \ dagar síftan. Hann í mun vera i vand v ræftum aft komast at) HZjC . nz 2 n =3 i ——- CZ3 7 / 1 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.