Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 5
VISIR Fimmtudagur 2. nóvember 1978 5 Ólympíuskákmótið: ísland vann Venesúela i 6. umferð Islenska karlasveitin sigraði Venesúela með þrem vinningum gegn einum i sjöttu umferð ólympiuskákmótsins i gærkvöldi. Er sveitin þvi komin með 15 vinn- inga en Rússar i efsta sæti með 16,5 vinninga og biðskák. Rússarnir tefldu við Ungverja og vann Spassky skák sina gegn Portisch, Petrosjan geröi jafn- tefli við Ribli. Polugayevski gerði jafntefli við Sax og skák Vaganian og Csom fór i biö. Bandarlkin unnu England 2,5- 0,5 en ein skák fór i bið. Eng- lendingar voru i efsta sæti með Rússum en i gærkvöldi vann Lein skákina við Keen, Kavalek og Miles gerðu jafntefli en Tarjan vann Mestel. Brown og Stean gerðu jafntefli. Af öðrum úrslitum má nefna að Júgóslavía vann Sviss 2,5-0,5 og ein i bið. Gligoric og Kortsnoj gerðu jafntefli. Búlgarir hafa tvo vinninga á móti einum við Kúbumenn úr umferðinni I gær og ein skák fór i biö. Viðureign V-Þjóðverja og Svia endaði 1,5-1,5 og ein skák i bið. Astralir unnu Noreg með 2.5- 1,5 og Kina vann Austurriki 2.5- 0,5 og ein i bið. Pólverjar tefldu viö Filipsey- inga og er staðan 2-1 Pólverjum i hag en ein skák fór í biö. Fær- eyingar unnu Luxemborgara 2,5-0,5 og ein biöskák. Kvennasveitin okkar tapaði á öllum borðum i fimmtu umferð þegar hún mætti bandarisku sveitinni og var með fjóra vinn- inga eftir þá umferð. 1 sjöttu umferð tapaði sveitin gegn Dön- um 2,5-0,5 og er þvi með 4,5 vinninga. —SG „Erum löngu byrjaðir að starfa" — segir formaður fjárveitinganefndar ,,Viö höfum á undanförnum vikum haft til meðferðar ein- staka þættiúr fjárlagafrum- varpinu, þannig að við erum löngu byrjaðir að starfa, þótt frumvarpið sé nú fyrst að koma fram I heild”, sagði Geir Gunnarsson, formaður fjárveit- inganefndar Alþingis, I viðtali við VIsi daginn sem frumvarpið var lagt fram. Geir sagði að timinn væri samt sem áður naumur, og það gæti komiö niöur á þvl aö ekki væri unnt aö fara sem skyldi i einstaka þætti frumvarpsins. Stefnt væri að þvi að ljúka af- greiðslu fjárlaga fyrir jól, og það yrði gert. Hins vegar kvaöst hann vera þeirrar skoðunar, aö miða ætti fjárlagaárið fremur við 1. mars, þar sem þinginu og nefndum þess veittist þá betri timi til undirbúnings fjárlaga. —GBG Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar. Á að vera 5% en ekki 50% í grein á blaöslðu 23 í VIsi i gær sem ber yfirskriftina „Stór hluti kemur aftur i rikiskassann ef skipt er við innlenda aöila,” er i upphafi siðustu málsheildar sú villa aö þar stendur: ,,... minna en 50% af heildarinn- kaupum opinberra geira sér- hvers lands I Efnahagsbanda- laginu, gerö utan landsteina rikjanna þegar á heildina er litið”. Þarna átti að standa 5% en ekki 50%. —JM 5 ára drengur fyrir bíl á gangbraut Fimm ára drengur varð fyrir meiddur, en lögreglan i Kópa- bfl á Nýbýlavegi I Kópavogi i vogi hvetur ökumenn og vegfar- gærdag, rétt fyrir klukkan tvö. endur til að fara varlega I um- Drengurinn var að fara yfir ferðinni, nú þegar dimmt er gangbraut. Hann slapp litið orðið og oft slæmt skyggni. EA 7 ára drengur beið bana Banaslys varð skammt frá bænum Uröarteigi i Berunes- hreppi siöastiiðinn mánudag. Sjö ára drengur beið bana, þeg- ar hann kastaöist af dráttarvéi og lenti undir henni. Vegkantur hafði gefið sig undan þunga dráttarvélarinnar og um ieið kastaðist drengurinn af vélinni. Sjúkraflugvél var send frá Egiisstöðum til Djúpavogs, en litli drengurinn var látinn, áður en hann komst undir iæknis hendur. —EA SKEMMDAR HLJÓM- lOiur ? Það hefur lengi valdiö mörgun hljómplötueigandanum heilabrotum hvers vegna nýjar hljómplöt- ur missa fljótlega hljómgæöin. Astæðurnar fyrir þvl geta verið nokkrar, en sú sem vegur þyngst á metunum er léleg hljóðdós (pick-up) og slitin nál. Hljóðdósin og náiin eru þeir hlutir plötuspil- arans sem ráða úrslitum um hijómgæði og endingartfma hljómplötunnar. Ef þú heldur að plötuspilari þinn sé orðinn lélegur og það sé tfmabært að fá sér nýjan, veistu þá aö ný hljóðdós getur gert hann sem nýjan? Annaö mikilvægt atriði i meðferö á hljómplötum er hreinsun þeirra. Nauösyniegt er að rétt hreinsiefni séu notuð og rétt handbrögö viö höfö. Hreinar piötur og góö hljómdós tryggja besta fáanlegan hljómburð. Komdu með plötuspllarann til okkar og vlö munum aðstoða þig við að velja bestu hljómdósina fyrir plötuspilarann þinn. Veitum allar tæknilegar upplýsingar um hvers konar hljómtæki. Full búð af V Póstsendum um land allt Cooper 4 snið í gróf- riffluðu og fín- riffluðu flaueli eik STRANDGÖTU31 Simi:53534

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.