Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 2. nóvembcr 1978 VISIR VÍSIR utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davtft Guömundsson x Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Gisli Baldur Garðarsson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjánsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón óskar Hafsteinsson, Magnús ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstof ur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 87260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2400,- á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 120 kr. eintakið Prentun Blaðaprent h/f. Óhnoðoð deig Fjárlagafrumvarpið er nú komið f ram þremur vikum siðar en venjaer. í sjálf u sér er það þó ekki miklu seinna á f erðinni en breyttar pólitískar forsendur í landinu hafa gefið tilefni til. A hinn bóginn ber frumvarpið þess fá merki að þessi tími hafi verið nýttur til þess að sam- ræma sjónarmið stjórnarf lokkanna eða marka ákveðna f jármálastefnu. Að skaðlausu hefði verið unnt að leggja frumvarpið f ram á reftum tíma. Það eru enn jaf n margir lausir end- ar í frumvarpinu eins og þá voru. Fresturinn hefur þvi að miklu leyti verið sóun á tíma. Fyrir vikið verður þing- inu erfiðara að hnoða það deig að fjármálastefnu sem felst í frumvarpinu. Fjárlagafrumvarpið endurspeglar vel þær uniræður, sem fram hafa farið síðustu daga um stefnuna í ríkis- fjármálunum. Stjórnarandstaðan hefur staðið utan þeirra umræðna. Þar hefur einvörðungu verið um að ræða átök milli stjórnarflokkanna sjálfra Eins og frumvarpið er lagt fram varpar það Ijósi á tvennt: I fyrsta lagi sýnir það, að ríkisstjórnin ætlar að velja gálgafrestsleiðina til frambúðar við stjórn efna- hagsmála. I öðru lagi sýnir það, að stjórnarflokkarnir eru ekki á einu máli um hvaða gálgsfrestsaðferðum skuli beitt. I frumvarpinu felst ekkert viðnám gegn verðbólgu. Þrátt fyrir nokkra minnkun framkvæmda í raunveru- legum verðmætum, verður ekki sagt að frumvarpið byggi á aðhaldsstefnu. Forsendur frumvarpsins eru t.d. byggðar á óraunsæjum hugmyndum um þróun launa- mála á næsta ári. Það ber ekki vott um aðhaldssemi. Rikisstjórnin hefur fram til þessa ekki gert minnstu tilraun til þess að höggva að rótum þeirrar efnahags- meinsemdar, sem grafið hefur um sig í íslensku þjóðfé- lagi. Hún hef ur eins og fyrri stjórnir skotið raunveruleg- um vandamálum á frest með ýmis konar hefðbundnum aðgerðum. Það er gálgafrestsleiðin. Það leysir t.d. engan vanda að lækka verð á tilteknum matvörum í matvörubúðum, en láta menn greiða mis- muninn niður i gjaldheimtu. Fjárlagafrumvarpið sýnir að stjórnin ætlar á næsta ári að halda áfram á þeirri braut. Að sjálfsögðu kemur það ekki á óvart. Við öðru var ekki búist, en framvarpið er til staðfestingar á þvi áliti. Sú óeining, sem ríkir milli stjórnarf lokkanna um f jár- málastefnuna, kemur fram í ýmiskonar fyrirvörum af hálf u f lokkanna og ennfremur íþvíaðenn hafa ekki ver- ið teknar ákvarðanir um veigamikil atriði í þessu sam- bandi. í athugasemdum með f rumvarpinu sjálfu eru til- greind níu atriði þar að lútandi. Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið vilja fara skattpíningarleiðina. Alþýðuflokkurinn er enn a.m.k. andvígur , aukinni tekjuskattsheimtu. Alþýðu- flokkurinn er einnig á móti landbúnaðarpólitík þeirri, sem frumvarpið markar. Öeining er um lækkun aðf lutn- ingsgjalda gagnvart Fríverslunarbandalaginu og Efna- hagsbandalaginu. övissa er um nauðsynlegan niður- skurð rekstrarútgjalda, og stjórnarflokkarnir hafa enn ekki komist að neinni niðurstöðu um skattvísitölu. Við þessar aðstæður er ekki við þvi að búast að unnt reynist að fylgja fram markvissri efnahags- og fjár- málapólitík af opinberri hálf u. Þannig er f járlagaf rum- varpið staðfesting á því, að í núverandi ríkisstjórnar- samstarfi er ekki að finna pólitiskar forsendur, er byggja megi á vonir um bætta efnahagsstjórn. Þvert á móti sýnist stef nan f remur vera í átt til aukinnar ringul- reiðar. FORSETAKJÖR FIDE: Bobby Fischer er tromp Gligorics Fréttin er skrifuB af Slobodan Lazarevic og er þar gert mikiö úr fyrirhuguöu einvigi Gligoric og Fischers. Gligorie segir þar aö væntanlega muni Fischer ekki láta sitja viö þetta einvigi eitt og vonar aö hægt veröi að koma á einvigi Karpovs og Fischers. Talaö er um að einvigi Fischers og Gligoric geti farið fram i Bel- grad i byrjun næsta árs. Skák- samband Júgóslaviu hefur til- kynnt aö ekkert sé i veginum meö aö ganga aö kröfu Fischers um greiðslu til hans er nemur einni milljón dollara hver sem Urslit veröi. Um fyrirhugað einvigi sagöi Gligoricaöþaö værimikillheiöur aöfá aö tefla við Fischer cg bjóst við að Fischer sigraöi 6:4 en fimm skákir myndu enda meö jafntefli. Þá kemur þaö fram hjá Gli- goric að hann vill að FIDE sæki um aðild aö UNESCO, sem er ein af stofnunum Sameinuöu þjóö- anna. —SG Gligoric hefur tekist að fá Fischer til að tefla við sig einvigi næsta ár, en til þessa hefur engum tekist að fá Fischer i einvigi i sex ár. Þetta eykur enn á möguleika Gligoric til að ná kjöri sem forseti FIDE þótt margir sérfræðingar hafi áður en þetta kom til talið hann liklegastan til að ná kosningu. Svo segir meöal annars í frétt frá Reuter í Buenos Aires um júgóslavneska stórmeistarann Gligoric sem keppir viö Friörik og Mendez um aö veröa næsti for- seti FEDE. Gligoric Lúðvík um tillögur um rannsóknarnefndir: Hávaðinn fœlir þingmenn frá Ekki rétt að tillöguflutningnum staðið „Ef sett yrðu lög um að veita nefndum þingsins rannsóknar- réttarvald, þá þýddi það i framkvæmd, að fjórir menn, þ.e. meiri- hluti nefndar, gætu ákveðið upp á sitt ein- dæmi að hefja rann- sókn einhverra mála. Það tel ég fráleitt”, sagði Lúðvik Jóseps- son, er Visir innti hann álits á þeirri tilhneig- ingu nýrra þingmanna að auka rannsóknar- vald þingnefnda og beina starfi þingsins i rikari mæli inn á þau svið. Flutt hefur verið frumvarp um að veita nefndum þingsins auk- ið rannsóknarvald, og nú rekur hver þings- Liíðvik Jósepsson áiyktunartillagan aðra um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir i einstökum málum. LUÖvik benti á aö stjórnar- skráin tryggöi Alþingi rétt til aö setja á fót rannsóknarnefndir i einstökum málum. Þaö heföi áöur verið gert, t.d. með skipan okurnefndarinnar fyrir fjöl- mörgum árum. Hins vegar heföi Alþingi verið tregt til aö skipa slikar nefndir, þar sem þing- mönnum þætt i þeir vera aö taka ákveöna afstööu i málum ef gripið væri til skipunar slikra rannsóknarnefnda. ,,Ég á ekki von á aö Alþingi breyti þeirri venju nú, einkum meö tilliti til þess hvernig nú er fariö af stað meö brakiög brest- um. Þaö er bara til þess aö fæla þingmenn frá. Auk þess er alls ekki rétt aö þessum tillöguflutn- ingistaðið. Sameinaö þing hefur enga heimild til að setja á stofn slikar nefndir. Stjórnarskráin gerir hins vegar ráö fyrir aö hvor deild um sig geti meö ein- földum meirihluta ákveöiö aö setja á stofn rannsóknarnefnd sem fjalli um ákveöin mál”. Lúövik kvaöst vera þeirrar skoöunar, aö Alþingi heföi ekki sinnt slikum rannsóknum sem skyldi. Hins vegar væri heimild- in fyrir hendi, og viö hana þyrfti engu aö bæta til þess aö hægt væri aö standa aö rannsóknum. —GBG Vilja fá sinn eigin prest , Seltirningar hafa fariö fram á þaö viö kirkjumálaráöherra aö hann hlutist til um aö á fjárlög- um næsta árs veröi gert ráö fyrir prestsembætti á Sel- tjarnarnesi. Seltjarnarnes hefur veriö sér- stakt prestakall frá þvi 1963 og sóknarnefnd hefur starfaö þar siöustu fjögur árin. Hins vegar hefur enginn prestur veriö á Seltjarnarnesi en prestar Nes- kirkju hafa þjónaö söfnuðinum. Þykir Seltirningum timi til kominn aö þeir fái sinn eigin prest enda er Seltjarnarnes eini kaupstaöur landsins, þar sem ekkert prestsembætti er. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.