Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 3
Mánudagur 14. april 1980 3 Mikið um nudd 09 áreksira í skemmtiiegrl rall-keppnl Fyrsta rall-kross keppni árs- ins fór fram á rall-kross-braut Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykja- vlkur á laugardaginn. Þó veöur hafi verið hálfleiðin- legt komu hátt á annað þúsund manns til að fylgjast með spennandi keppni. Alls voru keppendur 19, þar af komust 11 i mark. Mikið var um nudd og árekstra og tveir bflar ultu, en engin slys urðu á mönn- um enda öryggiskröfur strangar. Sigurvegari varö Einar Gísla- son á Volkswagen og fékk hann tlmann 5 minútur og 12 sekúndur. Annar varð Asgeir Sigurösson á Simca 1100 og fékk timann 5 mlnútur og 21 sekúndu. I þriöja sæti varð Rúnar Hauks- son á Volkswagen og fékk timann 5 mlnútur 53 sekúndur. Fjóröi varð svo Arni Arnason á Volkswagen. Fjórir bllar keppt'u I einu. Brautin er um 850 metrar og eru eknir fimm hringir. Tveir fyrstu bílarnir I hverjum riöli komast I undanúrslit og að lokum keppa fjórir bestu bllarnir til úrslita. Keppnin á laugardaginn tók næstum þrjá tíma. Næsta rall-krosskeppnin er fyrirhuguð um miðjan mal, og verður það fyrsti liöurinn I Islandsmótinu I rall-krossi. — ATA Hart var barist i keppninni og stundum virtust öll hjól vera á loftl. (Visism. GVA) RAKARASTOFAN Dalbraut 1, sími 86312 HARSNYRTISTOFAN PAPILLA Laugavegi 24 sími 17144 HARSKERINN Skúlagötu 54, sími 28141 Hárið þarfnast umhirðu! Tískuklippingar tyrir alla fjölskylduna, einnig permanent, Henna djúpnæringakúrar og litanir. Við leggjum sérstaka áherslu á djúp- næringakúrana. Þeir eru nauðsyn fyrir hár sem permanent hefur verið sett í og það er ótrúlegt hvað þeir geta gert fyrir slitið og þurrt hár. Komið og kynnist Henna hárnæringakúrunum. Leiðsögumenn á Norðurlöndum Þinga: Vilja fá löggildingu og verndun starfsréttinda „Tryggja veröur leiösögu- mönnum á Noröurlöndum at- vinnuréttindi, þannig að þeir þurfi ekki að þola óréttmæta samkeppni af hálfu leiösögumanna og fararstjóra, sem ekki hafa réttindi til leiðsögu I viðkomandi landi eöa svæði. Löggilding leiðsögumanna og verndun starfsréttinda þarf aö fást á öllum Noröurlöndum”. Þannig segir I ályktun, sem gerð var á ráöstefnu og aöalfundi leiösögumanna frá Noröurlönd- um, sem haldinn var i Reykjavlk I gær. Fundurinn ályktaði einnig um nauðsyn þess, að yfirvöld sjái um að leiösögumenn fái góða grund- vallar- og framhaldsmenntun til leiösögustarfsins. Þá segir I ályktun fundarins: „Þar eð það kemur oftast I hlut leiösögu- manna að fræða feröamenn um land, þjóðllf og einstaka staöi, verður að tryggja að leiösögu- menn séu með I ráðum og I meiri tengslum við allan undirbúning á sem flestum sviöum feröamála (bæði landkynningu erlendis og móttöku i heimalandinu).” Einnig voru samþykktar álykt- anir um réttindamál leiðsögu- manna og um tilhögun við skipu- lagningu ferðamála á Norðurlöndum. Frá óhappinu I höfninni I Þorlákshöfn. (Visismynd: Páll Þorláksson). Olíubíll ók út af Þorlákshafnarbryggju Ollublll lenti ofan I bát við Þor- lákshafnarbryggju I gærmorgun. Það var rétt fyrir ellefu i gær- morgun, aö ollubll var ekiö um Not'ðurvararbryggju og varhann aö flytja ollu fyrir bátana. öku- maðurinn missti stjórn á bílnum, sem lenti ofan I bátinn Sæunni Sæmundsdóttur, sem er um 150 tonna bátur. 1 gærdag náði krani bilnum úr bátnum, og er blllinn svo til ónýtur og báturinn mikiö skemmdur. Engin slys uröu á mönnum. — ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.