Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 30
vísm Mánudagur 14. aprll 1980 Er Geysir í hættu? Geysir i Haukadal var á sin- um tima stolt þjóBarinnar. Þeg- ar þjóöhöföingjar eða konungar annarra landa komu hingað i heimsókn, þtítti sjálfsagt aö fara meö þá aö Geysi, og sjald- an brást aö hann gysi, ef sápa var sett í hann. Enginn talar núna um Geysi, allur almenn- ingur telur hann útdauöan gos- hver, en ef svo væri, þá væri illa fariö fyrir þjóöinni, þvi þessi mikli goshver hefur haldiö nafni hennará lofti. En Geysirerekki útdauöur, hann sefur aöeins sinum þyrnirósarsvefni og biöur aöeins þess tima, aö hann veröi laystur úr álögum. Geysir má ekki gleymast. Vatniö i Geysi er mjög rikt af kisil, sem sest innan á barma hans, ef hann fær ekki aö hreinsa sig út ööru hvoru, og gæti svo farið aö hann lokaðist alveg. Þar meö væri hann úr sögunni sem goshver. Landkynning Geysir hefur laöaö til sin fjölda feröamanna, bæöi inn- lenda og erlenda og má tæplega sjá tignarlegri sjón en fallegt Geysisgos. Nafniö Geysir er þekkt um allan heim, og væri illa fariö ef hann yröi ekki lifg- aöur viö. Þjóðin og þegnar hennar mega ekki sofna á verö- inum, svo komandi kynslóöir geti diki ásakaö okkur fyrir það aö hafa ekki gert skyldu okk- ar i þvi aö viöhalda þvi sem landiö á best og fegurst I fórum. sinum. Geysi mætti auglýsa um allan heim, ef hægt væri að llfga hann viö og auka þannig á land- kynninguna og afla gjaldeyris- tekna. Kisillinn I vatninu i Geysi hef- ur gegnum aldir myndaö stóra skál, sem umlykur hverinn. Barmur þessarar skálar hefur sifellt veriö að hækka, vegna kisils I vatninu, svo yfirborö hversins hefur stækkaö, en viö þaö hefur yfirborö hversins kólnað, en þaö viröist vera ein ástæöanfyrir þvi aö hverinn gýs ekki. Ýmsar hugmyndir eru til um þaö, hvernig fara eigi aö þvi aöláta hverinn byrja að gjósa á ný. Ein er sú að lækka yfir- borösvatniö i skálinni eins og gert var einu sinni og reyndist vel. með því aö dýpka raufina, sem eitt sinn var höggvin i skál- arbarminn og setja þar i renni- loku, svo hægt væri aö minnka yfirborösvatniö (en viö það hækkar hitinn I hvernum) og framkaila þannig gos, eöa þá aö dæla úr skálinni og minnka þannig yfirborösvatniö, til aö framkalla gos. Tilraunir i þessa átthafa veriö reyndar og hefur hverinn þá fengist til aö gjósa, en þaö sýnir aö hann er enn i sinu fulla gildi. Halda þarf þess- um tilraunum áfram og koma þessum málum i fast form, svo hverinn veröi látinn gjósa a.m.k. einu sinni 1 viku, tfl aö fyrirbyggja þaö, aö hveropiö haldi áfram aö þrengjast. Náttúruundur A timum orku og orkusparn aöar má einnig benda á alla þá orku, sem leysist úr læðingi viö hvert Geysisgos og öll þau kynstur af sjóöandi vatni, sem koma upp úr jöröinni þegar hverinn gýs. Kannski mætti i framtiöinni nýta þetta hvort tveggja til einhverra hluta, ef hverinn yröi lifgaöur viö aftur. Goshverir eru stðrkostleg náttúruundur, einkum stórir goshverir eins og Geysir i Haukadal. ABrar þjóöir gera oft mikiö I þvi og leggja i mikinn kostnaö viö aö laöa til sin er- lenda feröamenn. Þvi skyldum viö ekki feta i fótspor þeirra og reyna að gera eitthvaö i þá átt- ina? Eins væri þetta ekki siöur gert fyrir íslendinga sjálfa. Gos i sólskini Eitt er þaö enn, sem hvetur til stjómunar hversins. Ef hægt væri aö láta hann gjósa i sól- skini, en sólarljósiö myndi þá brotna i úðanum frá gosinu og birtast I öllum regnbogans lit- um, hlyti þaö aö auka stórlega á gildi gossins. Sjónvarpsstöðvar og kvikmyndaframleiöendur gætue.t.v. sótt til Geysis efniviö i þætti slna meö þvi aö kvik- mynda gosið, og væri þaö góö landkynning. Hvort Geysir er i rauninni út- dauður goshver, sem ekki er hægt að llfga viö, er spurning, sem þjóöin á heimtingu á aö fá svar viö, en þaö er álit flestra, aðógheld,aö Geysirsé búinn aö lifa sitt fegursta og sé búinn að Geysir I Haukadal var á slnum tlma stolt þjóöarinnar. vera sem goshver. I þessari rit- gerö held ég þvi fram, aö svo sé ekki, en ég hef kynnt mér málið og talað viö menn sem þekkja Geysi vel og eöli hans, og telja hann ennþá vera i sinu fulla gildi, en sú hætta vofir yfir hon- um eins og ég hefi minnst á fyrr i þessari ritgerð, aö hann lokist alveg af kisilmyndun, ef ekkert er aö gert. 1 Ég vona aö þessi ritgerð mln veröi til þess aö vekja þjóöina alla og ráöamenn hennar til um- hugsunar um þessi mál. Mörg ómerkari mál en þetta hafa ver- ið rædd á Alþingi og held ég, aö tima alþingismanna væri vel variö I leit aö lausn á þessu vandamáli með Geysi. Leysum Geysi úr álögunum, svo hann geti eins og áöur haldiö nafni þ jóöarinnar á lofti og beint athygli umheimsins til okkar fjarlæga kalda lands. Viö höfum þá eitthvað til aö státa af, sem aörar þjóöir hafa ekki. Hér gæti einnig veriö um aö ræða aö taka máliö fyrir í sjón- varpinu (Kastljósi). Eg hef aöeins einu sinni séö Geysisgos, en þeirri stund gleymi ég aldrei. Þá var sápa sett I hverinn til aö fá hann til aö gjósa. Fyrst biöu allir spenntir eftir þvi aö eitthvaö geröist, og svo geröist undrið. Hverinn byrjaöi aö skvetta, siöan kom gossúlan, þráðbein marga metra upp i' loftið. Þaö var tign- arleg sjón. Þá hlupu allir sitt i hvora áttina til aö veröa ekki fyrir vatninu, en drunurnar i hvernum heyröum viö úr mikilli fjarlægö. Aö horfa á hverinn gjósa hvaö myndum viö fremur kjósa Þar býr undir kynngi-kraftur viö komum og sjáum hann aftur og aftur. Goshverinn okkar gjósa, þann goshver, sem allir hrósa. Axel Eiriksson Hraunbæ 50 Reykjavlk. SKÓLINN OG FJÖLMIÐLARNIR Krafan um aö skólinn veiti kennslu um kvikmyndina sem miðil en noti hana ekki aöeins sem kennsluefni fyrir aörar námsgreinar, hefur aukist viöa um heim. Þegar fyrir 8-10 árum var tekin upp fræösla um kvik- myndir I grunnskólum á hinum Noröurlöndunum og viöar. Hin mikla notkun sjónvarps i stór- um hlutum heims hefur aukiö þörfina fyrir kennslu um þessa mikilvægu fjölmiðla. Kvikmyndir og sjónvarp í grunnskólum. Fátt er það, sem hefur jafn mikil áhrif á mótun heims- myndar okkar og kvikmyndir og sjónvarp. En hæfileiki okkar til aö fjalla um þessa miöla er, eins og i öllum öörum tilvikum, háö þekkingu okkar. Fyrst þeg- ar viö ráöum yfir þekkingu á þessum miölum höfum viö möguleika aö mæta kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum meö gagnrýnu hugarfari og getum valiö úr þvi efni sem frá þessum fjölmiðlum berst. Það er mikilvægt aö benda á, • að bæöi kvikmyndir og sjónvarp nota tjáningarform, sem beint er bæði til augna og eyrna. Þekking á kvikmyndum og kvikmyndun biöur þess vegna upp á aö gera nemendum ljósa grein fyrir samspili sjónar- og heyrnaráhrifa, en þau hafa einnig mikla þýöingu i öörum samskiptaformum. Hæfileikinn að geta sjálfur tjáö sig meö hjálp kvikmyndar og sjónvarps veröur alltaf þýö- ingarmeiri I þjóöfélagi okkar og þess vegna má ekki llta framhjá honum i skólum landsins. En aöalmarkmiöiö meö kennslunni veröur aö gera nem- endur virka i notkun þessara fjölmiöla. Gera þá aö virkum áhorfendum og framleiöendum. Kennslan um kvikmyndir tengist þvi beint þroskahlut- verki skólans. Hún inniheldur æfingu I aö skilja aöalatriöi frá aukaatriöum, gæðaefni frá hismi. Hún hefur áhrif á per- sónuleikaþroskann meö kröfu sinni um virkni I vinnu. Efni þvl sem fræösla um kvik- myndir inniheldur má skipta i þrjá aöalhluta: Fyrirmynd og innihald 1 fræöslu grunnskólans um kvikmyndir og sjónvarp ber að leggja aðal áherslu á samtal um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Þessi kennsla á aö fara fram alla skólagöngu nemandans, sniðin eftir þroska hans á hverju skólastigi. Ahorfendur kvik- mynda og sjónvarpsþátta gera sér oft ekki grein fyrir móttekn- um áhrifum og þessum hluta fræöslunnar er ætlaö aö æfa hæfileikann til aö gera sér grein fyrir reynslunni. Innihald og form á ekki aö skiljast aö. Til þess aö gera sér grein fyrir þeirri reynslu sem áhorfandinn hefur oröiö fyrir af innihaldi kvikmyndar eöa sjón- varpsþáttar. er best að nota greiningu á þvi efni, sem veitir áhorfandanum þessa reynslu. A þennan hátt fæst góö leiö til aö dæma aöstööuna milli reynsl- unnar á innihaldinu og raun- veruleikanum, sem kvikmyndin eða sjónvarpsþátturinn reyna aö greina frá, hvort sem um er aö ræöa heimildar- þátt eða „fantasl” sköpun. Kvikmyndin og sjónvarpið vinna meö svipuöu tjáningar- formi, sem I grundvallaratriö- um er bygging á hreyfanlegri mynd og jafnframt hljóöi, sam- bandið milli myndar og hljóös, samsetningin á röö og mynd- skiptum frá mismunandi töku- vélarstillingum (klipping). Þau hafa sameiginlega málfræöi, sem ekki er eins regluföst og málfræöi talmálsins. Þaö er ekki fyrr en á siðustu árum á grunnskólastigi, aö nemendur hafa náö þeim þroska aö geta rætt stil og stefnu I þess- um fjölmiðlum. Aftur á móti má mjög snemma vekja athygli þeirra á t.d. þýöingu nærmynd- ar, markmiöi með „keyrslu” tökuvélarinnar frá víömynd og i nærmynd, áhrifinaf mismunandi lýsingum og af mismunandi hljóðum eöa af hægum og hröð- um myndskiptum. Samtal um þannig spurningar á lægri stig- um skólans æfa nemendur I aö vinna úr reynslu sinni. Samtal um kvikmyndir og sjónvarpsþætti má auðveldlega tengja tómstundastarfi nem- endanna. Einstaka kvikmyndir og þætti má einnig velja og sýna á öllum skólastigum I þessu skyni, en það má ekki gleyma að notkun skólans á kvikmynd- um, sem námsefni i öörum námsgreinum, er liöur I fræösl- unni um kvikmyndir. Þaö er reynslan, að þegar kvikmyndafræöilegar umræður veröa um fræöslukvikmynd, fjölmiölun Kari Jeppesen kennarí skrifar Karl Jeppesen kennari heldur áfram að skrifa um skólann og fjöl- miðlana og nauðsyn á fræðslu um kvikmynd- eykur það kennslufræöileg áhrif hennar i þeirri námsgrein, sem hún var sýnd I tengslum viö. Þaö kemur örugglega öörum námsgreinum skólans til góöa, að nemendur fái æfingu i aö sjá og hlusta i fræðslunni um kvik- myndir og sjónvarp. 1 allri kvikmyndafræöslu veröur maöurinn aö standa I fyrirrúmi og þá ekki aöeins þaö fólk, sem kemur fram I kvik- myndinni. Nemandinn á aö læra að lita ekki á kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem nafnlausa framleiðslu. Staöa áhorfandans er sú aö hann tekur á móti skila- boöum, sem einhver annar hef- ur mótað, og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir, þegar um eraö ræöa fjölmiöil, hvernig reynsla og áhugi áhorfaiidans hefur áhrif á hæfni hans aö taka á móti innihaldi skilaboösins. Jafnvel ytri aðstæöur skipta hér máli, t.d. munurinn milli þess aö fara á bió og aö horfa á sjónvarp heima, eiga viö I þessu sambandi. Þaö veröur aö læra aö lita ekki á framleiöendur kvikmynda og sjónvarpsþátta sem eintóm nöfn eöa átrúnaöargoö heldur sem manneskjur og atvinnumenn, sem hafa markmið meö þvi sem þeir gera. Aö læra „aö lesa á milli llnanna”, þ.e.a.s. I þessu sambandi aö fylgja ekki ein- ungis söguþræöi kvikmyndar- innar, heldur spyrja sig hvaö framleiöandinn hafi fyrir mark- mið meö frásögn sinni, er ein hliö þessarar kennslu. Tækni t nánu sambandi viö aö glöggva sig á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum stendur aö sjálfsögöu þekkingin á verkfær- um þeirra. Meiriháttar fræösla um tækni kvikmyndar og sjónvarps er ekki um að ræða. Þaö veröur að ætlast til grunnþekkingar á þeim tækjum, sem notuö eru viö upptökuna, dreifingu og sýningu kvikmynda og sjónvarpsþátta, af þeim nemanda sem gengiö hefur gegnum grunnskóla, einn- ig vissrar þekkingar á mikil- vægum atriöum á leiöinni frá hugmynd til fullbúinnar kvik- myndar eða sjónvarpsþáttar. Þannig glöggvun veröur þeim mun eölilegri sem skólinn notar meira af bæöi myndavélum og sýningarvélum, segulböndum og sjónvarpstækjum. Tæknileg verkfæri sem nemendur sjá æ oftar i skólanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.