Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 24
VÍSIR Mánudagur 14. aprll 1980 Umsjón:IUugi Jökulsson Um daginn, þegar við konan min áttum leið um sex hæöa stórbókaverslun i Tókio, rák- umst viö á islenskar fornbók- menntir i japanskri þýðingu innan um stafla af öðrum erlendum bókmenntum. Þrátt fyrir litil auraráö höfðum við engar vöflur á þvi, heldur keyptum bókina umsvifalaust handa tengdaföður minum. Þettaerhinveglegasta bók og inniheldur þýðingar á Egils sögu, Grettis sögu, Laxdæla sögu, Eyrbyggja sögu, Völs- unga sögu og Njáls sögu. Þýð- andi er Taniguchi Yukio. Tengdafaðir minn brást glað- ur við gjöfinni og hugsaöi sér gott tilglóðarinnar að kynna sér islenskar gullaldarbókmenntir eftir að hafa hlustað á há- stemmdar lýsingar minar á á- gæti þeirra. Heldur runnu þó á hann tvær grimur er hann hnaut um ættartölurunurnar. Ráð- lagði ég honum að sleppa þeim i bili en byrja strax á meginmál- inu. Likaði honum þá stórum betur, enda eru islenskar forn- bókmenntir að inntaki aö mörgu svipaðar japönskum lénstima- bókmenntum: maður vegur mann og annan. Jin Kemu og Gan Shuke. Jin er esperantisti, prdfessor i sanskrft við Peking-háskóla og fulltrúi á pólitfsku ráðgjafaþingi. Vfsismynd: Ragnar Baldursson. jækur Hallúórs Laxness mikiu fremri öörum nútfma evrópskum bókmenntum” NU þegar ég sit hér og fletti gegnum i'slenskar bókmenntir á japönsku rifjast upp fyrir mér að i byrjun siðasta sumars, meðan ég var enn i Peking, hitti ég fyrir tilviljun þann mann sem einna mest hefur þýtt af islenskum bókmenntum yfir á kinversku. Það vildi þannig til, að mér haföi tekist að hafa upp á göml- um og grónum esperantista i Pekingháskóla, Jin Kemu aö nafni, prófessor i sanskrit og fleiri fomum málum auk þess sem hann er fulltriii á pólitisku ráðgjafarþingi Kinverja. Eitt sinn er ég var í heimsókn hjá honum nefnir hann viö mig að góðkunningi sinn, Gan Shuke, hafi aðallega haft sér til dund- ursum ævina að þýða islenskar fagurbókmenntir á kinversku, hvort éghafi ekki áhuga á því að kynnast honum. Ég varð að sjálfsögðu himinlifandi og slóg- um við þvl föstu aö ég myndi hitta Gan heima hjá honum næsta dag. Ég kunni strax vel viö Gan Shuke. Hann var góölegur gam- all maöur, gekk við staf. Greini- lega hafði hann átt viö einhver veikindi að striöa að undan- förnu, enda kominn hátt á átt- ræðisaldur. Þýddi Atómstöðina, Brekkukotsannál og Sjálfstætt fólk Hann hafði tekið með sér bæk- ur sem hann hafði þýtt, höföu verið gefnar lit eða voru hjá honum i handriti. Þar voru meðal annarra verk Halldórs Laxness, Atómstöðin og Brekkukotsannáll, hluta úr Sjálfstæöu fólki hafði hann einn- ig lokiö við að þýöa. Ég innti Gan Shuke eftir þvi hvernig hann hefði fengið áhuga á islenskum bókmenntum, hvort hann gæti lesiö islensku. Hann svaraöi þvi til aö þvi miður heföi hann aldrei haft tækifæri til aö læra islenska tungu: allar þýöingar sinar á islenskum ritverkum hefðihann orðið aö gera úr rússnesku, stundum með ensku til hlið- sjónar. Fyrir frelsun, meðan Mansjúriu-járnbrautin var enn i eigu Rússa, hefði hann unnið þar sem túlkur og þá hlotið nokkra leikni í þýðingum milli rússnesku og kínversku. Siðar, þegar Rússar höfðu selt Japön- um járnbrautina i von um að hindra eöa fresta striði milli sin og Japana, varö hann atvinnu- laus um tima. Bjó hann þá fyrst i Peking en eftir að peningar þeir sem hann hafði fengið I eftirlaun frá Rússum voru þrotnir, flæktist hann meö rússneska sendiráðinu suður til Chongqing I von um að fá þar vinnu sem túlkur. Eftir frelsun flutti hann aftur til Peking og fékk þar fljótlega starf sem kennari I rússnesku við utanrikisverslunarskóla. 1 raun og veru var það ekki fyrr en þá sem hann fór fyrir alvöru að sinna þýðingastörfum i tóm- stundum. Svo var það einn góð- an veðurdag árið 1956, að þvi hann minnti, aö hann rakst á Atómstöðina á rússnesku innan um rússneskar bókmenntir i bókabúð I Peking. Kvaðst hann hafa orðið yfir sig hrifinn af bókinni og þá þegar haft sam- band við útgáfufyrirtæki i Pek- ing og fengið jáyrði fyrir þvi að þaðmyndigefa Atómstöðina út ef hann þýddi hana. „Það er nefnilega þannig”, sagöi Gan Shuke, ,,að einhvern veginn virðist mér það aöeins vera gamlar rússneskar bókmenntir sem séu vel skrifaðar, nútima rússneskar bókmenntir eru miklu siöur áhugaverðar. öðru máli gegnir um bækur Halldórs Laxness. Bækur hans eru miklu fremri öðrum nútíma evrópsk- um bókmenntum. sem ég hef lesið svo að ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til þess aö Kinverjar gætu kynnst þess- um mikla höfundi.” Menningarbyltingin kom i veg fyrir útgáfu Ég forvitnaöist eftir því hvað það væri helst sem honum þætti Halldór Laxness hafa sér til á- gætis. Gan Shuke taldi það fyrst og fremst vera hversu Halldóri tækist að lýsa söguefnum sinum með lifandi og raunverulegum hætti. „Þega Halldór Laxness skrifar um sveit, þá fer ekki milli mála að sögusviðið er sveit og sömuleiðis skrifi hann um sjávarþorp þá er þaö sjávarþorp.” Þó hann hefði aldrei haft tækifæri til að fara sjálfur til Islands þá hefði hann, ef svo mætti segja, kynnst landi og þjóð við lestur þessara bóka oghjá sér hefði kviknað áhugi á að kynna sér önnur islensk rit- verk og þá sérstaklega fornsög- urnar. Er hér var komið sögu dró Gan upp heljarmikið handrit og gaf mér á að lita. Voru hér komnar þýðingar hans á Gunn- laugs sögu, Egils sögu, Lax- dæla sögu og Njáls sögu. Hann hefði lokið við að þýöa þessar sögur fyrir menningarbyltingu en „þvi miður hefur þetta enn ekki verið gefið út” bætti hann við, „ég hafði lagt þetta fyrir út gáfufyrirtæki hér i Peking og þeir voru búnir að samþykkja útgáfu á þessum verkum, en svo braust menningarbyltingin út og allt útgáfustarf var meira eöa minna lagt á hilluna. Nú er óvist hvenær þetta verður birt, jafnvel ekki vi'st að ég muni nokkrun tima eiga eftir að sjá það gert svo gamall og heilsu- laus sem ég er orðinn. Eiginlega má segja aö ég eigi mér bara einaóskoghún er súaðfá aðsjá þessar þýðingar mlnar gefnar út áður en ég held á fund eigin- konu minnar sem lést fyrir nærri tiu árum.” - seglr Gan Shuke, klnverskur fræðapuiur, sem flýtl hefur verk Halldðrs á klnversku Alþingi athyglisverðast „Hvað skyldi það nú helst vera sem þér hefur þótt athyglisvert við i'slenska menningu eins og þú hefur kynnst henni við lestur þessara bóka;” spyr ég Gan Shuke aö lokum. „I fljótu bragði minnist ég þess aðallega hversu athyglis- vert mér þótti að lesa um Alþingi íslendinga aö fornu,” svaraði Gan. „1 Klna höfum við aldrei neitt I likingu við það og þætti mér gaman að vita hvort Alþingi ykkar nú sé að nokkru svipað þvi sem var i fornöld.” Ég svaraði að svo væri þvi miður ekki, heldur langt i frá. Spjölluðum viö svo áfram um heima og geima og blandaði húsráðandi, Jin Kemu, sér einn- ig inn I umræðurnar. Meöal annars kom I ljós að Gan Shuke býr hjá syni sinum og f jölskyldu 1 hans á skólasvæði Pekinghá- skóla. Þaðvar ekki fyrr en degi var tekið að halla að við skild- um, enda um margt að spjalla. Þvi miður fékk ég ekki tæki- færi tilaðhitta Gan Shukeaftur . áður en ég yfirgaf Kina, enda fór ég skömmu siðar til Japan. En hann bar vitni um það að hróður islenskra bókmennta hefur borist alla leið til Kina, og vona ég sannarlega að hann eigi eftir að sjá þær þýðingar sinar gefnar út sem enn hafa ekki birst. Tokio, 22. 3. 1980 Ragnar Baldursson. Norskur kvennaiitteratúr -1 norræna húsinu l kvöld Starfsemi Norræna hússins hefur sinn gang og i kvöld fiytur norski bókmenntafræðingurinn Janneken överland erindi „Om nyere norsk litteratur, meö særlig henblik paa kvinnelitteraturen.” Janneken er fædd árið 1946 I Stafangri og hefur þegar lokið magistersprófi i bókmenntasögu. Sérefni hennar var norski rithöf- undurinn Cora Sandel. Siðan hefur hún að mestu unniö við kennslustörf og er nú aðstoöar- kennari við háskólann i Osló. Þá hefúr hún ritaö fjölda greina og ritgerða I bókmenntatimarit og safnrit, einkum um kvennabók- menntir en erindindiö I kvöld er einmitt um það. Hún er nú rit- stjóri hins þekkta norska bók- menntatimarits Vinduet. Fy rirlestur hennar i' kvöld hefst kl. 20.30 einsog venjulega en ann- an fyrirlestur heldur hún á laugardaginn og nefnist hann ,,To moderne kvinnelige forfattere.” Norræna hdsiö í Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.