Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Mánudagur 14. aprll 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjórj: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Ðragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.800 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Verð i lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Samstíga aö samningaboröi í dag hef jast að nýju viðræður við Norðmenn vegna deilunnar um Jan Mayen. Þessi deila hefur á sér tvær hliðar, annarsvegar er spurningin um iagalegan rétt og tilkall til hafsvæðisins og hafs- botnsins í kringum eyna, og hins- vegar veiðarnar á loðnu og öðrum fisktegundum og kvóta- skipting í því sambandi. Að sjálf- sögðu helst það siðarnefnda í hendur við hinn lagalega rétt. Það er mikilvægt fyrir íslend- inga, að þessi tvö úrlausnaratriði verði ekki aðskilin þannig, að viðurkenning á veiðikvótum verði ekki túlkuð sem afsal á lagalegum rétti eða öf ugt, og það er óskynsamlegt af sjávarút- vegsráðherra að gefa einhvern afslátt í skyn áður en til samn- inga er gengið, eins og gert var í sjónvarpsviðtali s.l. föstudag. Haf réttarráðstefnunni er enn ekki lokið og meðan niðurstöður hennar liggja ekki fyrir verðum við að leika einhverja biðleiki og semja tímabundið, en heildar- samningar hljóta að vera mark- mið okkar í þessari deilu. I upphafi voru íslensk stjórn- völd hikandi og ráðvillt í Jan Mayen málinu, en Matthías Bjarnason tók af skarið með ákveðnum og fastmótuðum til- lögum, sem hann lagði fram i landhelgisnefnd á síðasta ári, og aðrir tóku undir. Nú er ekki annað vitað en að ís- lenska viðræðunefndin standi einhuga að ítrustu kröfum. Tvennu hefur þó verið fleygt, sem þessu gæti breytt. Olaf ur Jó- hannesson sótti fund utanríkis- ráðherra Norðurlanda í Helsinki á dögunum og sögusagnir voru þá á kreiki um, að hann hefði gert óformlegt samkomulag við Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs. Þetta gæti verið skýringin á lausmælgi Steingríms í sjónvarp- inu. Ólafur hefur áður hlaupið til slíkrar persónulegrar samninga- gerðar, þegar hann sællar minn- ingar gerði samkomulagið við Breta í tíð fyrri vinstri stjórnar sinnar, ýmsum til mikillar skap- raunar. Hitt er einnig haft f yrir satt, að Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, hafi í umboði for- mennsku sinnar kynnt norskum fréttamönnum það sjónarmið flokks síns, að ef Norðmenn tækju við varnarliðinu, sem nú dvelst á (slandi, og samþykktu flutning þess til Jan Mayen, þá 1 dag hefjast viðræöur við Norðmenn að nýju vegna Jan Mayen deilunnar. Rétturinn og rökin eru okkar megin. væru Islendingar tilbúnir til að slá af kröfum sínum í hinni rétfarlegu deilu um Jan Mayen. Vonandi er þessi sögusögn ekki á rökum reist, því að auðvitað er fráleitt að svo fáránleg uppá- stunga fái undirtektir annarra stjórnmálaflokka, eða að Norð- menn taki hana alvarlega, en ef rétt reynist, sýnir hún hugarfar, sem ber að varast, og þá hættu, sem alltaf er yfirvofandi, að Al- þýðubandalagið reki f leyg í sam- stöðu íslendinga. Þeir sjá ætíð íslenska hagsmuni með flokks- pólitískum gleraugum. ( þessari milliríkjadeilu er mikilvægt, að víðtæk samstaða náist og að íslenskir stjórnmála- menn hafi vit á því að ganga samstiga að samningaborði. Við eigum ekki að haga okkur eins og hrokafullir stórveldis- bokkar,rétteinsog við ætlumst til þess að aðrar þjóðir, sem meira eiga undir sér, sýni skilning og lipurð í alþjóðlegum samskipt- um. Friður og sættir þjóða í milli byggist ekki á einstrengingshætti né oflæti, heldur festu og sann- girni. Rétturinn og rökin eru okkar megin, og því ástæðulaust að egna til úlfúðar eða óvildar gegn Norðmönnum, þótt þeir haldi einnig fast á sínum máls- stað. Fyrirfram megum við ganga út frá því með vissu, að norska þjóðin er (slendingum vinveitt og mun ekki láta stjórn- málamenn sína eða einstaka þrýstihópa þar í landi ganga freklega á hlut fslendinga. En það vinsamlega andrúmsloft ríkir því aðeins, að við sjálfir sýnum ekki óbilgirni eða hvatvísi gagnvart þeim. 1 1 I 1 Oiíustyrkur veldur orkusðun 1 a i i i i i i i a B a i i i i a a i i i L Kæru alþingismenn. Þegar þessar linur eru skráöar er búiö aö samþykkja á Alþingi þau langhæstu fjárlög sem um getur. Eftir venjulegt rifrildi og þref um þaö hvernig afla skuli þeirra tekna, sem rikiö telur sig þurfa á aö halda tilþessaöstanda straum af öllu bruölinu og vitleysunni, sem þiö eruð búnir að lögfesta i rlkis- kerfinu, viröast þó allir flokk- arnirsammála um eitt mál, þ.e. að bæta ofan á þetta bákn nýjum útgjaldalið, litlum 4-5 milljörðum, til aö fjármagna aukna brennslu á rússneskri oliu til hiishitunar. (Og svo þarf botnlausa hitin náttúrlega aö næla sér i nokkra milljaröa I leiðinni.) A ég hér viö hinn svo- nefnda ollustyrk. Svo sammála viröast allir flokkar um þetta mál, að jafnvel Mogginn, „blaö” sjálfsbjargar og einstaklingsframtaks” gengur hvað ötulast allra blaöa fram I þvl aö mæla fyrir þessu „réttlætismáli”. Þetta skal gjört í nafni svo- nefndar samhjálpar. Þarna munu væntanlega „snauöir og auöugir eiga þar jafnt”, (eins og skáldiö sagöi) veröi farin sú leiö, sem tiökast hefur i þessum málum aö undanförnu. En eins og kunnugt er hefir þeim styrkjamálum svo veriö háttaö að undanförnu, að ákveðin upphæö hefur veriö greidd úr rikissjóði, á hvert nef (öfugur nefskattur) heimilisfast I Ibúö, sem kynt er meö ollu, hvort sem ibúöin er gömul eöa ný, góö eöa vond. Þótt samhjálp sé oft góð og nauösynleg, getur hún oft verkað algjörlega öfugt viö þaö, sem hennier ætlað, og vil ég hér nefna eitt dæmi I þessu sam- bandi. Gamall maðui' býr i húsi, sem hann byggöi fyrir 30 árum, þegar mikiu minni kröfur voru geröar til einangrunar en nú. Viö hlið hans býr sonur hans, meö góðar tekjur I nýlegri Ibúð og vandaðri sem þarf litla upphitun. Gamli maðurinn fær ollustyrk á sjálfan sig einan I sinni köldu Ibúð, þar sem kynd- ingarkostnaöurinn kemst á annað hundraö þúsund á mánuöi, köldustu mánuöi ársins. En sonurinn með 5 nef I heimili, fær meiri styrk heldur en hann eyðir I oliu hlýjustu mánuði ársins. Kallast þetta jöfnuöur á llfskjörum. Aftur á móti getur aöstoð, sem örvar til sjálfsbjargar, komiö aö ómetanlegu gagni. NÝTT OK — Faöir minn lagöi á yöur þungt ok, en ég mun hafa þaö enn þyngra, svaraði kóngurinn i Israel lýönum foröum, (llkt og fjármálaráðherrann okkar á dögunum), þegar hann var beðinn um að aflétta skatta- áþján af landinu. Ög nú ætliö þiö, kæru lands- feður, aö leggja á þjóðina nýtt „ok” I formi einhverskonar skatta. Rökinfyrir þessu eruþau aö miklu dýrara sé aö kynda meö oliu en t.d. hitaveitu. Þá er gjarnan borinn saman kostn- aður við að kynda hús á Reykjavikursvæðinu og oliu- kynt hús úti á landsbyggðinni. Þessisamanburður er algerlega óraunsær. Hitaveita Reykjavikur er gamalt og gróið fyrirtæki, sem að undanförnu hefur verið haldiö I algeru fjár- svelti. Þaö er I sjálfu sér vanda- laust aö leggja fram háa oliu- reikninga, þar spilar svo margt inn I. Hús 30-40 ára gömul, sem byggð eru viö miklu lægri kröfur um allan frágang en nú er gert, eru t.d. ekki sambærileg viö nýbyggö samþýlishús, hvað hitaþörf snertir. Það tlökast á timabili aö byggja húsin svo, að allt aö þvi einn veggur væri úr gleri, frá gólfi upp I loft. Þetta var ákaflega gáfuleg hugdetta hjáhúsageröarmönnum og flötu þökin. Kyndingarkostnaðurinn er þvl mjög mismunandi og fer það bæði eftir kröfum til hita og frágangi húsa. Gamla fólkið, sem býr I gömlu húsunum, gerir meiri kröfur til hita en yngra fólk, en fær þó ekki eyri meira I styrk á nef. (Lagaleg jöfnun á Ilfsgæðum þar.) Samanburður Maöur I Þorlákshöfn keypti 3500 1. af olíu á siðastliðnu ári, sem kostaöi um hálfa milljón kr. Hann fékk I oliustyrk 30 þús. kr. á mánuði, svo aö kyndingar- kostnaöurinn var sáralitill. Nú er þessi sami maöur búinn aö fá hitaveitu. Stofnkostnaður við breytingar hennar var nær 1 milljón (vextir af þeirri upphæð amk. 300 þús.) Árlegur hita- kostnaður verður amk. 400 þftis. og ollustyrkúrinn að sjálfsögðu tekinn af honum. Likt þessu dæmi mun vera um flestar nýjar hitaveitur, svo að ekki mun aukinn oliustyrkur hveta til aukningar á nýjum hita- veitum. Úrbætur — En hvað vill þá maðurinn láta gera? spyr kannski ein- hver. Ég hef þá skoðun, að það eigi að hjálpa fólki tíl að hjálpa sér sjálft til að spara orku, en ekki örva það til eyðslu á rán- dýrri innfluttri oliu, sem verður óhjákvæmilega afleiðing á auk- inni niðurgreiðslu á oliu. 1 stuttu máli eru mínar til- lögur til endurbóta þessar: Sveitarfélögin láti gera eins- konar úttekt á öllu eldra hús- næði en 10-15 ára, af byggingar- fróðum manni, og gerð gróf kostnaðaráætlun um endur- bætur. Fólki, sem þess óskar, skal veitt hjálp til aö lappa upp á húsin, klæða þau og einangra að utan, skipta um glugga og gler, gerist þess þörf. Fólki skal út- vegað efni og handverksmenn, ef það óskar. Og umfram allt settir þéttilistar á opnanlega glugga ogútihurðir, þvi einn eða tveir óþéttir gluggar geta gert j allt verkið litils virði. Siðan . þyrfti að hjálpa fólki til að fjár- | magna þetta, veita þvi t.d. 70- e 80% vaxtalaus en verðtryggð | lán, til t.d. 5 ára, út á þessar » endurbætur, eftir reikningum | sem þaö framvisaði að lokinni m úttekt. (Eða að rikið gæfi eftir a tolla og söluskatt af efni I stað n lánsins, þyki það hagkvæmara, ■ eöa jafnvel frádráttarbært I g sköttum eins og var.) Og svo heyrir maður að þið 3 séuð búnir, kæru þingmenn, að ® samþykkja 4,5 milljarða fjár- ■> veitingu til gjaldeyrisbrennslu, H en aðeins 500 milljónir til orku- g sparahdi aðgerða. Viturlegra B hefði veriö aö hafa hausavixl á ■ þessum tölum, og mikil hætta er ■ á að þessi vitleysa rótfestist i B kerfinu. Það er hægara á að ■ koma en af að taka. S Ágætu landsfeður. Ég hef rætt hér um tvær leiöir » I húshitunarmálum. önnur | hvetur til eyðslu, en hin til gg sparnaðar. önnur kemur til H með að kosta mikiö fé i inn- b heimtu og dreifingarapparati. ■ En hin kostar rikið sáralitið. gg Allir skattar og aðgerðir, sem B draga úr sjálfsbjargarviðleitni ■ fólks, eru neikvæðar fyrir þjóð- ■ félagið. Aðgerðir sem hvetja B þegnana til sjálfbjargar munu ® skila sér margfalt til þjóðar- H búsins aftur. A páskum 1980 ólafur Þorláksson j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.